Síða 1 af 1

Í lagi að nota Sótthreinsunarspritt til að hreinsa CPU ?

Sent: Mið 07. Jan 2004 21:11
af Gandalf
Topic segir allt sem segja þarf, Er í lagi að nota Sótthreinsunarspritt til að hreinsa CPU ?
Í því er Ethanolum, Propanolum og eitthvað Aqua purficata.


Er að skipta um örgjörvaviftu og er að hreinsa kælikremið af og láta annað á.

p.s. Eitthvað sem ég ætti að vita meira um þetta annnað en að maður á að láta takmarkað af þessu á og yfirhöfuð fara varlega?

viðbót:

Var að fá mér Gigabyte GA-7N400PRO2 móðurboð:
http://tolvuvirkni.net/pw?inc=view&flo=product&id_top=945&id_sub=858&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MOB_7N400PRO2
og
Zalman CNPS7000A-Cu örgjörvavifta:
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=359

Nú er ég að láta gamla örrann á móbóið en það er eitt sem er vandamál. Það eru engin skrúfugöt fyrir Viftuna og festingarnar sem henni fylgja hjá örgjörvanum. Samt var það á gamla borðinu sem ég er að henda út.
Nú er mér spurn, eru öll borðin frá Gigabyte svona eða hvað?

Einn svona sem veit ekki alveg hvað hann á að gera í stöðunni :shock:

Sent: Mið 07. Jan 2004 21:14
af Cras Override
ég hef nú altaf notað hreinsað bensín. þú færð það í apótekum.

Sent: Mið 07. Jan 2004 21:57
af Fletch
ég nota einnig hreint bensín en hef notað spritt ef bensínið er búið ;)

Fletch

Sent: Mið 07. Jan 2004 22:14
af Snikkari
Hreinsað bensín(apótek) og kusk fría klúta sem fást í íhlutum.

Sent: Mið 07. Jan 2004 23:38
af Damien
Ég notaði nú einusinni naglalakkshreinsi og það var allt í lagi...
Held samt að það megi ekki... :shock:

Það var samt aseton frítt...
En í þvi var etanól, propanol og nokkur önnur -nól.. man ekki hvað þau heita :roll:

Sent: Fim 08. Jan 2004 10:43
af Bendill
Naglalakkshreinsir(Acetone), Ísvari(Isopropyl Alcohol), hreinsað bensín(Benzine)

Þetta eru allt vörur sem má nota

Sent: Fim 08. Jan 2004 15:17
af gnarr
ég notaði eyrnapinna og rakspíra. dýfði pinnanum bara í spírann og nuddaði það af smám saman.

Sent: Fim 08. Jan 2004 17:21
af azrael-
mmm tölvan hefur lyktað vel eftirá.
ég held að notkun acetone(naglalakkahreinsi) sé ekki sniðug, sökum hversu ætandi það er.

Sjálfur nota ég hreinsað bensín eða spritt.

Sent: Fim 08. Jan 2004 22:25
af Bendill
acetonið hefur ekki skemmt neitt hingað til hjá mér... :D

Ég hef lesið á ýmsum hardware síðum þar sem þeir nota Acetone

Sent: Fim 08. Jan 2004 23:23
af Pandemic
Rafmagnssprey er málið :8) Ég á Trinity Rafmagnsprey sem er eðal og það kostar líka sitt :8)

Sent: Lau 10. Jan 2004 17:44
af Hlynzi
Ég hef notað spritt mest. En ég þarf virkilega að skafa upp af heatsinkinu helvítis hitaleiðandi gúmmíleðju. Og troða hitaleiðandi kremi á milli.

Og Pandemic: hvað kallar þú rafmagnssprey ?
Contact cleaner ? (gott að sprauta þannig í sokketinn og örgjörva lappirnar)

Sent: Lau 10. Jan 2004 19:19
af Cras Override
ég var með svona svarta drullu á örranum hjá mér og það tók mig alveg hellings tíma að ná því af :(