Síða 1 af 1

Nú er kominn tími á að uppfæra 6 ára gömlu tölvuna mína!

Sent: Mán 14. Des 2009 05:05
af pop
Sælir vaktarar!


Jáááá nú er kominn tími á að uppfæra 6 ára gömlu tölvuna mína!

Turninn eins og hann er núna:

Chieftec 360w orginal power supply
Intel Pentium 2,6Ghz
Gigabyte móðurborð
512mb ddr
ati radeon 9600xt 256mb með óþolandi hávaða viftu

500gb sata seagate
160gb sata seagate
160gb ide samsung


Ég þarf nýtt móðurborð, CPU, minni og ódýrt skjákort. Var að vonast eftir því að geta notað kassann lengur ef power supplyið er nógu gott fyrir uppfærsluna. Er með utanáliggjandi firewire tengt hljóðkort fyrir upptökur en fyrst að allflest móðurborð nú til dags eru með innbyggðum hljóðkortum þá skiptir það nú ekki öllu máli því það verður ekki notað.

Tek það fram að ég er ekki leikjaspilari heldur nota vélina í hljóð- og myndvinnslu og almenna notkun. Best væri fyrir mig að hafa vélina eins hljóðláta og hægt væri með notkun á kæliplötum í staðinn fyrir viftur á CPU og skjákortinu.

Sætti mig við að kaupa notaða hluti sem eru ekki meira en 1-2 ára gamlir.

Vill helst halda áfram að nota WINXP.



Það væri vel þegið og frábært að fá álit frá ykkur í sambandi hvað ég ætti að kaupa!

PS. Budgetið er í kringum 50-60.000 give or take


Með fyrirfram þökk :)

Re: Nú er kominn tími á að uppfæra 6 ára gömlu tölvuna mína!

Sent: Mán 14. Des 2009 08:22
af bulldog
þú getur fengið góð uppfærslutilboð fyrir þennan pening

http://www.att.is/product_info.php?cPath=49&products_id=647&osCsid=9deacd7744ad2b414a038d3357a1343d

Þetta kostar 60 þús

Re: Nú er kominn tími á að uppfæra 6 ára gömlu tölvuna mína!

Sent: Mán 14. Des 2009 08:32
af SteiniP
Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:

Þú færð ekki mikið fyrir þennan pening.
Gætir hinsvegar fengið ágætis vél notaða á þessu verði.

Re: Nú er kominn tími á að uppfæra 6 ára gömlu tölvuna mína!

Sent: Mán 14. Des 2009 08:59
af isr
Tek það fram að ég er ekki leikjaspilari heldur nota vélina í hljóð- og myndvinnslu og almenna notkun


það er hægt að fá móðurborð með skjástýringu,myndir spara nokkrar krónur þar.
Ég var að kaupa svoleiðis móðurborð,í tölvu dóttur minnar það er reyndar micro móðurborð . http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1199