Síða 1 af 1

Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 17:41
af treelove
Vesælings skjákortið mitt nálagast um 105°C þegar ég spila leiki en hangir í um 80°C þegar ég geri ekki neitt. Ég geri ráð fyrir að þetta sé á engan hátt hollt fyrir það svo ég þarf víst að fjárfesta í nýrri viftu til að koma til móts við viftu kortsins sem virðist vera að fara syngja sitt síðasta. Ég hef prufað að ryksuga/úða 'þrýstu lofti' kassann en það var bara tímabundin lausn.

nVidia GeForce 9800 GX2 512 MB

Hvernig viftu ætti ég að fá mér?
http://www.arctic-cooling.com/catalog/p ... anguage=en
Fann þessa á netinu en ég veit ekki hvort hún sé til á Íslandi.

Takk!

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 17:47
af vesley
9800gx2 512mb? er það til?

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 17:59
af blitz
Tölvulistinn getur pantað fyrir þig frá Arctic Cooling á ágætis verði...

Klárlega bezti kosturinn..

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 18:01
af Nariur
var 9800 GX2 ekki á tveimur prentplötum?
Þessi kæling sem þú bendir á er fyrir GTX, ekki GX2. Fyrir utan að allar viftur fyllast af ryki með tímanum og þú þarft að hreinsa þær reglulega.

vesley skrifaði:9800gx2 512mb? er það til?

ekki svo ég viti


P.S.: ekki ryksuga tölvuíhluti, ryksugur eru hlaðnar stöðurafmagni þannig að þú gætir steikt eitthvað.

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 19:05
af binnip
Hvernig er þá best að rykhreinsa ?

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 19:07
af Glazier
binnip skrifaði:Hvernig er þá best að rykhreinsa ?

Með loftpressu ;)

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 19:13
af andrespaba
Glazier skrifaði:
binnip skrifaði:Hvernig er þá best að rykhreinsa ?

Með loftpressu ;)


Passa líka að halda við allar viftur á meðan þú ert að úða loftinu inní, annars gætirðu steikt þær.

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 19:14
af binnip
Hvar fær maður svoleiðis ?

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 19:21
af Glazier
binnip skrifaði:Hvar fær maður svoleiðis ?

Getur keypt lítinn kút (svona eins og kveikjaragas) og notað þannig nokkrum sinnum, kostar einhvern 700-1000 kr. á bensínstöð held ég.
En getur líka keypt almennilega loftopressu í húsasmiðjunni/byko og getur notað hana til að pumpa í dekk og svona líka (kostar líka ~10.000 kr. minnst held ég)

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 19:26
af andrespaba
Það er til nokkuð ódýr olíusmurð loftpressa í Europris nokkuð góð kemur með stórri framlengingu og nokkrum endabútum, ef þú villt fara út í það frá 15 til 20þús kr.

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 19:37
af Matti21
andrespaba skrifaði:
Glazier skrifaði:
binnip skrifaði:Hvernig er þá best að rykhreinsa ?

Með loftpressu ;)


Passa líka að halda við allar viftur á meðan þú ert að úða loftinu inní, annars gætirðu steikt þær.

...endilega útskýrðu...skil ekki hvernig það gæti mögulega gerst.

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 20:07
af beatmaster
Matti21 skrifaði:
andrespaba skrifaði:Passa líka að halda við allar viftur á meðan þú ert að úða loftinu inní, annars gætirðu steikt þær.

...endilega útskýrðu...skil ekki hvernig það gæti mögulega gerst.
Með því að láta vifturnar snúast hraðar en mótorinn á þeim er gerður fyrir

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 20:08
af vesley
Matti21 skrifaði:
andrespaba skrifaði:
Glazier skrifaði:Hvernig er þá best að rykhreinsa ?

Með loftpressu ;)


Passa líka að halda við allar viftur á meðan þú ert að úða loftinu inní, annars gætirðu steikt þær.

...endilega útskýrðu...skil ekki hvernig það gæti mögulega gerst.[/quote]
þær steikjast ekki.


þær geta farið á yfirsnúning og legurnar skemmast...

Re: Skjákortsvifta

Sent: Þri 08. Des 2009 20:10
af andrespaba
Afsakið orðaval mitt.

Re: Skjákortsvifta

Sent: Mið 09. Des 2009 22:13
af Gúrú
blitz skrifaði:Tölvulistinn getur pantað fyrir þig frá Arctic Cooling á ágætis verði...
Klárlega bezti kosturinn..


Mér finnst alveg magnað hvað það hefur enginn einu sinni kommentað á þetta.
Nei, það er EKKI besti kosturinn.

Re: Skjákortsvifta

Sent: Mið 09. Des 2009 22:32
af Taxi
Gúrú skrifaði:
blitz skrifaði:Tölvulistinn getur pantað fyrir þig frá Arctic Cooling á ágætis verði...
Klárlega bezti kosturinn..


Mér finnst alveg magnað hvað það hefur enginn einu sinni kommentað á þetta.
Nei, það er EKKI besti kosturinn.

Hvað er þá besti kosturinn. :?:

Re: Skjákortsvifta

Sent: Fim 10. Des 2009 00:43
af KermitTheFrog
http://kisildalur.is/?p=2&id=737 t.d.

Eða eitthvað í þessum geira.

Re: Skjákortsvifta

Sent: Fim 10. Des 2009 00:47
af chaplin
Prufaðu bara að skipta um kælikrem og hreinsa allt í leiðinni, lækkaði hjá mér úr 65°C í 47°C.. mest allt aftermarket (kælingar, krem ect..) er 100 x betra en stock unit-ið..