Síða 1 af 1

Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 03:49
af DoofuZ
Jæja, nú er ég búinn að vera að spá og spekúlera mikið og í stað þess að rjúka út og kaupa það næst besta (eins og ég ætlaði að gera :roll:) þá tók ég aðeins meiri tíma í pælingarnar og datt inná eftirfarandi uppfærslupakka sem ætti að gera góða hluti næstu árin. Ég hef engan áhuga á móðurborðum með 4 sata tengi, 6 svoleiðis tengi er fínt en svo fann ég þetta svakalega góða móðurborð, Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, sem er með hvorki meira né minna en 10 sata tengi :shock: Og eftir að hafa gúglað og skoðað nokkur review þá fíla ég það í tætlur, minnir mig að mjög mörgu leiti á LanParty móðurborðið mitt :)

En já, ég setti sem sagt eftirfarandi pakka saman í Tölvuvirkni.

Móðurborð: Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P DDR3 ATX (1) 34.860
Aflgjafi: 900W - Tagan BZ PipeRock Series Modular (1) 29.860
Örgjörvi: AMD Phenom II X4 955 3.2GHz 45nm 6MB (1) 38.860
Skjákort: MSI ATI Radeon R5850-PM2D1G (1) 43.950

Verð Samtals: (4) Kr. 147.530

Aflgjafinn er certified af ATI fyrir skjákortið og örgjörvinn er öflugri en mig hefur nokkurn tímann getað dreymt um að eiga undir mínu tölvuhúddi :D

Allt þetta fer svo í CoolerMaster Stacker kassann minn með Big Typhoon örgjörvakælinguna, er það ekki bara nokkuð gott? :-k

Hvað segið þið um þetta, er eitthvað vit í þessu hjá mér?

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 04:03
af MrT
Ég ætla ekkert að segja um AMD eða Intel.. Það er bara álitamál.. en AMD ætti að vera ódýrari allavega.

Anyway.. Ef þú ætlar að fá þér annað 5850 í Crossfire þá er þessi aflgjafi rúmlega passlegur (geri ég ráð fyrir út frá wöttunum.. býst við a.m.k. 750W fyrir 12V railin.. nenni ekki að fletta því upp.. /yawn) En ef þú ætlar ekki að fá þér annað 5850 þá er hann overkill, sparaðu heldur pening og fáðu þér ~750W aflgjafa (jafnvel minni myndi duga.. Passaðu bara að hann sé a.m.k. 80 PLUS certified).

Og, btw.. það vantar ennþá RAM í þetta hjá þér. :P

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 04:36
af DoofuZ
Já, ég gæti svosem alveg frekar tekið 700w týpuna frá Tagan, en spara bara 5þús. á því, er ekki betra uppá framtíðina þó ég muni líklega ekki nota Crossfire að hafa aðeins öflugri aflgjafa eða er það óþarfi?

Og já, ég gleymdi ekki minninu, bara gleymdi að minnast á það að ég mun kaupa það lítið notað :)

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 04:50
af MrT
DoofuZ skrifaði:Já, ég gæti svosem alveg frekar tekið 700w týpuna frá Tagan, en spara bara 5þús. á því, er ekki betra uppá framtíðina þó ég muni líklega ekki nota Crossfire að hafa aðeins öflugri aflgjafa eða er það óþarfi?

Og já, ég gleymdi ekki minninu, bara gleymdi að minnast á það að ég mun kaupa það lítið notað :)

Minni (i.e. passlegur) hágæða aflgjafi væri betri en allt of stór aflgjafi. Það getur haft neikvæð áhrif að hafa aflgjafa með litla nýtni.

Leitaðu í öðrum búðum að betra verði og betri PSU.. Eða á erlendum review síðum og biddu svo Friðjón í Buy.is að flytja inn það sem þig nákvæmlega vantar.

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 08:12
af Glazier
Samt ekkert svo vitlaust að kaupa þennan aflgjafa sem þú ert að tala um þá þarftu bara ekki að uppfæra aflgjafann strax í næstu uppfærslu (ef þú átt fyrir þessum aflgjafa þá mundi ég sleppa því að spara þennan 5.000 kall)

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 08:36
af JODA
Flottar græjur þarna en vonandi finnast lægri verð á dótinu.

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 08:45
af blitz
buy.is er með cpu ódýrari... þarft að fá ansi góðan afslátt til að það borgi sig að versla þarna :)

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 09:06
af Ulli
I Like

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 10:57
af blitz
Annars er þetta dúndur pakki hjá þér :)

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 19:04
af Nariur
ég ætlaði að segja að ég myndi frekar taka i5 þegar ég væri kominn upp í þetta mikinn pening en...

http://www.tomshardware.com/charts/2009 ... .html?prod[2617]=on&prod[2884]=on&prod[2607]=on

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Fös 04. Des 2009 20:04
af coldone
Örgjafinn kostar kr.26990.- hjá buy.is.

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Lau 19. Des 2009 18:00
af DoofuZ
JÆJA! Þá er ég kominn með þetta! :D Var að kaupa eftirfarandi í Tölvuvirkni áðan:

Móðurborð: Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P
Örgjörvi: AMD Phenom II X4 955 3.2GHz 45nm 6MB
Aflgjafi: Tagan BZ 700 Modular
Skjákort: MSI ATI Radeon R5850
Harður diskur: Seagate Barracuda 500GB 7200

Og þetta fékk ég á tæpar 144þús. krónur :8) Nú er bara að setja allt saman! :shock:

Ein pæling einmitt varðandi það, með örgjörvanum fylgir þessi standard AMD kæling en ég ætla mér að nota Big Typhoon kælinguna mína, var samt að spá, er eitthvað vit í því að prófa hina fyrst eða væri ég bara að eyða tíma í vitleysu? 8-[

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Lau 19. Des 2009 18:11
af Hnykill
AMD Phenom II X4 955 er í raun með 8MB í cache.. L2 er með 4 x 512KB og L3 pakkar heilum 6MB.
góð samsetning hjá þér annars =D>

Skella svo Big Typhoon bara beint á þetta held ég. 4 kjarnar á hvað.. 125W minnir mig :? það kemur smá velgja frá þessu :Þ

Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!

Sent: Lau 19. Des 2009 18:31
af DoofuZ
Já, ætli ég geri það bara ekki :-k Get þá líka selt hina kælinguna fyrir einhvern aur alveg ónotaða ;) En jæja, best að drífa í þessu...