Síða 1 af 1
digital video á hdd eða dvd.
Sent: Lau 03. Jan 2004 12:32
af JÞA
sælir.
var að fá í hendurnar panasonic. NV-GS70 og það fylgdu einhver forit með henni. enn hvorug þeirra eru til að taka video myndir og hlaða þeim á harða diskinn. og svo væri hægt að vinna með þetta þaðan brenna á dvd eða klippa. hverning er best að vinna með þetta?
hef ekki komið nálægt þessum videovelum áður.
árið og allt það. jón.
Sent: Þri 06. Jan 2004 01:20
af GuðjónR
Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör
Sent: Þri 06. Jan 2004 13:44
af °°gummi°°
tengirðu vélina við tölvuna með USB snúru?
Sent: Fim 08. Jan 2004 08:32
af JÞA
já ég tengi hana við tölvu með usb snúru.
Sent: Fim 08. Jan 2004 13:04
af °°gummi°°
ég á vél sem ég tengi við tölvuna mína með firewire, hlýtur að vera svipað, en ég nota movie maker sem fylgir með windows XP, mér finnst hann bara ágætlega þægilegur.
Í honum get ég stjórnað vídeóvélinni og gripið vídeóið sem avi, eins stór og ég vil
Sent: Fim 08. Jan 2004 15:32
af GuðjónR
Ég er nýbúinn að kaupa vél, tengi hana með FireWire og nota Sonic Foundry Vegas 4 til að klippa og laga.
Virkar vel
Sent: Mán 12. Jan 2004 11:12
af JÞA
heyrðu það fylgdi usb tengi með vélinni og ég hélt að maður ætti að nota það til að taka videomyndirnar af vélinni. enn það er eitt tengi í viðbót sem að þeir merkja sem DV tengi og er ekkertannað en IEEE1394 eða firewire og svoleiðis fylgir ekki með vélinni.
hvað á svona lagað að þíða að vera að láta usb= fyrir photos fylgja með videovél enn ekki IEEE1394 sem er notað til að taka videomyndirnar af vélinni.
og það af video cameru
kv.
Sent: Mán 12. Jan 2004 12:37
af GuðjónR
hehehe þetta var líka svona með Sony vélina mína...
það fylgdi allt með henni nema firewire capallinn...
ótrúlega svekkjandi....
Sent: Mán 12. Jan 2004 13:21
af MezzUp
jamms, vinur minn á líka sona vél; USB kapall til þess að taka kyrrmyndirnar af vélinni og bara firewire tengi(ekki kapall) til þess að taka vídjómyndirnar útaf
Sent: Mán 12. Jan 2004 14:00
af GuðjónR
Það er líka hægt að nota vélina sem webcam "stream" þá notar maður usb kapalinn...
Sent: Mán 12. Jan 2004 23:38
af JÞA
já þetta er dáiítið svekkjandi.
en annað hvaða format er best að taka út úr vélinni til að spila í tölvunni dvd.
þegar ég tek útúr henni á dv/avi þá kemur hljóðið ekki með þegar ég spila þettað í tölvunni. ( einhver hugmynd hvernig á að laga það? eða hvað er að)
kom ágætlega út þegar ég notaði einhvað (1500Kbps)
en ef notaði (1500Kbps pal) þá kom heldur ekki hljóð með myndinni.
læt þetta nægja í byli. kkv.
Sent: Mán 19. Jan 2004 09:45
af JÞA
hefur enginn skoðanir á þessu. með formatið út úr vélinni.?
hvað er best til dæmis til að skrifa og spila í dvd.?
og hvað eru þið að gera ?
hef nú lítið pælt í þessu undan farna daga enn gott væri að fá einhver svör um þetta.
Sent: Sun 28. Mar 2004 16:52
af vjoz
sæktu þér Adobe Premiere, það er massa næs
Þú grabbar bara með því, það er mjög einfalt, ef hljóðið kemur ekki þar inn, þá er ekki meiri hjálp í mér.
tékkit át