Síða 1 af 1

Hjálp við uppfærslu á tölvu.

Sent: Sun 15. Nóv 2009 01:38
af albertgu
Sælir vaktarar.

Ég er hérna í smá vesen-i. Þannig er mál með vexti að tölvan mín er orðin frekar gömul, og hún þarfnast uppfærslu. Meiningin var að biðja ykkur um smá hjálp með að finna réttu tólin til þess að ég fái hærra fps en 60 í Counter Strike: Source. Peningar eru ekki vandamál þannig skellið öllu sem ykkur dettur í hug á kallinn.

Info um tölvuna eins og hún er núna:

Móðurborð: Gigabyte GA-K8NF-9 http://www.gigabyte.com.tw/Products/Mot ... uctID=1860
Skjákort: Nvidia geforce 8800gt, keypt fyrir 1 og hálfu ári.
Örri: AMD ATHLON 64 3200+
Vinnsluminni: 2gb

Fyrirfram þakkir.

Re: Hjálp við uppfærslu á tölvu.

Sent: Sun 15. Nóv 2009 01:41
af SteiniP
Slökktu á Vsync, þessi tölva er alveg nóg til að fá stabílt 100FPS í CSS.

Re: Hjálp við uppfærslu á tölvu.

Sent: Sun 15. Nóv 2009 01:46
af albertgu
Það er ekki stable 60, fer frá 40 - 100.

Re: Hjálp við uppfærslu á tölvu.

Sent: Sun 15. Nóv 2009 02:16
af Some0ne
Það er nú eitthvað hálf skrítið að þú fáir svona crappy fps, hefuru prófað að setja -dxlevel 8 í launch options?

Eða ertu að spila hann í einhverri lúdakris upplausn og með allt stillt í botn eða?

Annars veit ég ekki, CSS er alveg ágætlega CPU intensive leikur og þú ert með frekar crappy örgjörva,

Móðurborð - Intel - 775 - Asus P5KR P35 kubbasett ATX - 16.860
Örgjörvi Intel Core2 Duo E8400 3.00GHz - 28.860
Samtals: 45.720

tekið af tölvuvirkni.is

Þetta er svona semi low-budget upgrade fyrir þig, ég myndi setja pening á að það væri örgjörvinn frekar en skjákortið sem er að bögga þig.

En annars segiru að peningar séu engin fyrirstaða, ef sú er raunin þá myndi ég nú bara splæsa í aðeins stærri pakka :)

Re: Hjálp við uppfærslu á tölvu.

Sent: Sun 15. Nóv 2009 12:00
af Taxi
Þetta er S939 móðurborð svo að þú verður að skipta um móðurborð,minni og örgjörfa.

Intel uppfærsla: Móðurborð: Asrock p43DE 15.500.kr Örgjörfi: Intel E8400 3.0 GHz 28.500.kr Vinnsluminni: Geil 4 GB DDR2 800 minni 16.500.kr Samtals 60.500.kr

AMD uppfærsla: Móðurborð: Asrock A780LM 12.500 Örgjörfi: Athlon II X2 240 2.8 GHz Vinnsluminni: Geil 4 GB DDR2 800 minni 16.500.kr Samtals 41.500.kr

Báðar uppfærslurnar eru frá http://kisildalur.is/

Ef peningar eru virkilega ekki málið, þá langar mig í þetta tilboð. http://kisildalur.is/?p=2&id=1131

Re: Hjálp við uppfærslu á tölvu.

Sent: Þri 24. Nóv 2009 12:27
af intenz
Þetta er svipað rig og gamla mín. Ég var að fá fínasta FPS í CS 1.6 og 50-100 í CS:S. Ég var samt með ATi Radeon 9600XT, sem er skelfilegt skjákort. Þú ert með miklu betra skjákort og ættir því að fá töluvert hærra FPS en það sem ég var að fá.

En ég mæli með E8400 og P43 eða P45 ef þú ætlar í létta uppfærslu. Ef þú ert að hugsa upp á framtíðina myndi ég mæla með 1156 eða 1366 socketin. Þá erum við komnir út í i5 eða i7 og ögn meira future-proof.

Re: Hjálp við uppfærslu á tölvu.

Sent: Þri 24. Nóv 2009 12:58
af Oak
Afhverju mælir enginn með AMD ?