Síða 1 af 1

Niðurfærsla?

Sent: Þri 27. Okt 2009 19:15
af benregn
Sælir Vaktarar,

Mig vantar hlutlaust álit á eiginlega "niðurfærslu". Ég er að hugsa um að selja turninn minn en halda skjá, mús og lyklaborði og kaupa mér fartövlu í staðinn.

Borðtölvan:
Intel Q6600 Slacr með OCZ Vindicator
Gigabyte GA-X38-DQ6
4x OCZ DDR2 1066MHz Reaper
ATI HD4870 512MB GDDR5 með Zalman VF1000L
Western Digital VelociRaptor 150GG og 2x 500GB diskar
OCZ ModXStream Pro 600W
Antec P182

Fartölvan sem ég er að spá í:
16,4" Sony VAIO VGN-FW51MF/H
Intel Core 2 Duo P8700 2.53GHz
6 GB DDR2 800MHz
500GB HDD
ATi HD4650 1GB DDR3

Ástæðurnar fyrir því að mig langar til að skipta eru að eftir að maður byrjaði í háskóla þá hefur maður ekki eins mikinn tíma til að spila tölvuleiki eins og maður gerði í framhaldsskóla og ég bý í ekki mjög stórri íbúð og P182 er ekki lítill kassi. Þar að auki er hávaðinn farinn að fara pínu í mig þegar ég er að reyna að læra hliðin á henni.
Það sem ég geri nú orðið í tölvunni er að læra (forritun, CAD, osf.), hanga internetinu og spila smá WoW þegar færi gefst.

Er þetta vitlaus ákvörðun að ykkar mati?

Re: Niðurfærsla?

Sent: Þri 27. Okt 2009 19:40
af Glazier
Hvað ertu að borga fyrir fartölvuna ?

Re: Niðurfærsla?

Sent: Þri 27. Okt 2009 20:53
af benregn
Í íslenskum krónum, 235 þús. En þar sem ég bý í Köben og kaupi hana þar þá kostar hún 9400 DKK. Ég ætti vonandi að fá ca. 6-7 þús. fyrir turninn ef ég er heppinn.