Hjálp með media center
Sent: Mið 14. Okt 2009 16:01
af liljon
Mig langar verulega eftir 7 ár að fara að fjárfesta í nýrri vél til að geyma stuff og spila stuff af. Ég hef sem sagt ekki uppfært borðvélina mína í þetta langann tíma (og hún btv virkar fínt ennþá greyið) en langar í nýja. Þar sem hlutirnir hafa aðeins breyst á 7 árum er ég bara algjörlega dottin út úr því hvað þarf að kaupa og svona. Mig langar að setja tölvuna saman sjálf þar sem hún kemur til með að þurfa að sjást í stofunni hjá mér að þá vil ég líka hafa þann kost að geta hreinlega smíðað kassa utan um hana sjálf. Ég veit nokkurnvegin að ég þarf kælingu og svoleiðis á dótaríiið en svo er ég eiginlega bara stopp. Endilega ef einhver nennir að skoða þetta þá væri það mjög vel þegið
Kv.Lilja
Re: Hjálp með media center
Sent: Mið 11. Nóv 2009 22:52
af Narco
Það væri ekkert verra ef þú tækir fram hvað þú ætlar að nota þessa vél í.
Ertu að tala um að nota hana sem mediacenter og internet vél??? engin önnur vinnsla?? Verð, eða öllu heldur hvað má þetta kosta og vantar þig allt frá núlli eins og lyklaborð, og skjá og þannig??
Og að síðustu, verður þá að vera fjarstýring eða þráðlaus mús og lyklaborð?
Re: Hjálp með media center
Sent: Fim 12. Nóv 2009 12:27
af liljon
Þessi vél væri bara notuð til að downloda og glápa á sjónvarpsefni . Ekkert meira. Ég mundi gjarnan vilja hafa fjarstýringu á kvikindinu en lykklaborð og mús mundi alveg sleppa líka. Peningar eru svo sem kanski akki alveg aðalatriðið en engu að síður geri ég mér alveg grein fyrir því að þetta er ekkert alveg það dýrasta sem ég er að byðja um. En já engin önnur vinnsla og einnig væri gaman að vita hvort að ég gæti verið með Win xp á henni eða hvort að ég þurfi að nota vista á hana til að geta notað hana með Laptoppunum á heimilinu sem eru með Vista ultimate.
Re: Hjálp með media center
Sent: Fim 12. Nóv 2009 13:28
af viddi
Re: Hjálp með media center
Sent: Fim 12. Nóv 2009 14:44
af dragonis