Síða 1 af 1
S-ATA Raid vandamál
Sent: Mið 17. Des 2003 02:47
af Snikkari
Ég tók S-ATA diskinn minn úr sambandi vegna þess að ég þurfti að eiga við bracketið sem hann var í.
Núna startar Windows ekki upp
Það er eins og systemið finni ekki diskinn.
Þarf ég að eiga við þetta í Bios ?
Hvað þarf ég að gera ?
Ég prófaði að loada Fail-safe config fyrir Bios-inn og það er eins on minnið sé nú 266Mhz en ekki 400Mhz, og CPU sé 1000Mhz en ekki 1833Mhz. Hvernig kem ég þessu til baka ?
Getur einhver gefið mér ráð ?
Sent: Mið 17. Des 2003 12:12
af gumol
Setja hann aftur í samband
Sent: Mið 17. Des 2003 15:17
af Guffi
já tengja aftur færa svo allar stillingar(bos og windows tillingar) yfir á hann þá ætti þetta að vera í lagi ef þú aftengir hann
Sent: Mið 17. Des 2003 18:23
af Snikkari
gumol skrifaði:Setja hann aftur í samband
Auðvitað er ég búin að setja hann aftir í samband.
Það stoppar allt á skjánum þar sem windowsmerkið er og lítil stika undir sem er eins og windows sé að hlaðast inn, eða keyra sig upp.
Re: S-ATA Raid vandamál
Sent: Mið 17. Des 2003 18:29
af Voffinn
Snikkari skrifaði:Ég tók S-ATA diskinn minn úr sambandi vegna þess að ég þurfti að eiga við bracketið sem hann var í.
Núna startar Windows ekki upp
Það er eins og systemið finni ekki diskinn.
Þarf ég að eiga við þetta í Bios ?
Hvað þarf ég að gera ?
Ég prófaði að loada Fail-safe config fyrir Bios-inn og það er eins on minnið sé nú 266Mhz en ekki 400Mhz, og CPU sé 1000Mhz en ekki 1833Mhz. Hvernig kem ég þessu til baka ?
Getur einhver gefið mér ráð ?
Ætti kannski að fá einhvern af yfirklukkurunum til að staðfesta þetta, en fail safe, þá er hann líklega að "downklukka" örran og minnið.
Sent: Mið 17. Des 2003 22:21
af gnarr
þá stillir tölvan sig þannig að það sé nánast enginn séns að biosinn sé með stillingar sem að koma í veg fyrir að tölvan starti sér. það er oftast hægt að gera optimized defaults á abit borðum, þá stillir tölvan sig þannig að hún nýtir allt sem best án þess að overclocka.
Sent: Fim 18. Des 2003 00:42
af Snikkari
OK, ég er viss um að vélinn finnur ekki harða diskinn(S-ATA) eftir að ég tók hann úr sambandi.
Málið er, hvernig læt ég vélina finna diskinn aftur ?
Windows mál
Sent: Fös 19. Des 2003 01:39
af JODA
Ég er nokkuð viss um að þarna er elskulega stýrikerfið
Windows alveg úti á túni. Ég myndi ræsa frá CD og sjá hvað gerist.[/img]
Re: Windows mál
Sent: Fös 19. Des 2003 14:56
af Snikkari
Jæja, það er komið í ljós að diskurinn er gallaður.
Ég fór með Systemið til þeirra í Task.is og þeir skiptu diskunum út fyrir nýjan á mettíma.
Ég fór með vélina þeirra seinnipart og þeir hringdu í mig klukkan 9 um kvöldið og sögðu að ég mætti sækja vélina, ég er ánægður með þessa menn, pottþétt þjónusta eins og ég hef áður sagt.
Sent: Mán 29. Des 2003 14:03
af Hlynzi
Það er ekkert hægt að treysta S-ATA strax að mínu mati.
Sent: Mán 29. Des 2003 15:21
af GuðjónR
Hlynzi skrifaði:Það er ekkert hægt að treysta S-ATA strax að mínu mati.
Ég gæti ekki verið meira sammála.
Sent: Mán 05. Jan 2004 23:15
af DarkAngel
Ég er alveg sáttur með minn S-ATA disk sem er 200gb WD hefur ekkert klikkað síðan ég fékk hann, en ég hinsvegar byrjaði á að fá 1 stk. gallaðann disk hjá www,Computer.is en fór bara og fékk nýjan og ekkert mál og virkar fínt