Síða 1 af 1
Tölvan vill ekki starta bara black screen
Sent: Mið 02. Sep 2009 16:25
af siggihufa
Ég var að setja Intel e8400 i tölvuna mína og þegar ég reyni að ræsa hana kemur bara svartur skjár, ekkert post, bíb hljóð eða neitt.
Mobo: Asus p5n-e sli
Ram: 2X2gb ocz ddr2
geforce 8800
Er búinn að prófa að setja gamla örrann aftur i og það virkar alveg fullkomlega
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir endilega láta mig vita
Re: Tölvan vill ekki starta bara black screen
Sent: Mið 02. Sep 2009 16:33
af coldcut
Kviknar samt á henni?
Þ.e.a.s. á viftum og ljósi á móðurborði.
Re: Tölvan vill ekki starta bara black screen
Sent: Mið 02. Sep 2009 16:33
af AntiTrust
Taktu BIOS batterý-ið úr móðurborðinu í 30 sek og settu það aftur í ásamt nýja örgjörvanum, og gáðu hvað gerist.
Viss um að móðurborðið styðji E8400 með núverandi BIOS ver. ?
Re: Tölvan vill ekki starta bara black screen
Sent: Mið 02. Sep 2009 16:44
af einarhr
Sæll
Líklega þarftu að uppfæra BIOS hjá þér, skv heimasíðu Asus þá þarf Bios version 0803 eða 1101 og fer það eftir rev á Örjörva sjá:
Core 2 Duo E8400 (3.00GHz,1333FSB,L2:6MB,65W,rev.E0) Bios ver. 1101
Core 2 Duo E8400 (3.00GHz,1333FSB,L2:6MB,rev.C0) Bios ver. 0803
Sjá Link:
http://uk.asus.com/product.aspx?P_ID=KyHOsOKWujC2QguJNiðri sérðu CPU Support List og einnig Download og þar sækir þú nýjasta Bios útgáfuna ásamt hugbúnaði til að Flasha Bios.
Re: Tölvan vill ekki starta bara black screen
Sent: Mið 02. Sep 2009 16:48
af siggihufa
já allar viftur kveikja á sér og ljós.
Er búinn að prófa taka batteríið úr og setja það aftur í.
Móðurborðið á alveg að styðja e8400, klikkaði samt að tékka a bios ver.
Re: Tölvan vill ekki starta bara black screen
Sent: Mið 02. Sep 2009 21:31
af stefan251
búinn að gá hvort þú ert með 775 stock ? móðurborð
Re: Tölvan vill ekki starta bara black screen
Sent: Mið 02. Sep 2009 21:37
af AntiTrust
stefan251 skrifaði:búinn að gá hvort þú ert með 775 stock ? móðurborð
Nei hættu nú drengur, komið gott af kjánalegum kommentum í bili.
Hann er væntanlega búinn að athuga hvort hann sé með rétt socket þar sem hann er BÚINN að setja örgjörvann í.
Re: Tölvan vill ekki starta bara black screen
Sent: Mið 02. Sep 2009 21:44
af stefan251
maðue veit aldrey bara að trygja mér þykir þetta afar leitt