Síða 1 af 1

Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:04
af himminn
Nú er ég orðinn nett pirraður á þessum fíflum.

Ég fór í dag og keypti mér skjá hjá þeim á 42.990 og semsagt þennan skjá http://tolvulistinn.is/vara/18901
Afgreiðslumaðurinn segir mér að það séu bara eftir 2 sýningarskjáir og þess vegna séu þeir svona ódýrir en annars ættu þeir að kosta 49 þús.
Ókei, mig langar virkilega í þennan skjá svo ég kaupi hann samt og borga þennan 43 þúsund kall og fer heim voða ánægður. Svo núna rétt áðan er ég að skoða síðu tölvulistans og þá er búið að lækka skjáinn niðrí 37.990 en áður var mér sagt að það væri ekki séns á að fá hann á minni pening. Ótrúlegt að þeir fullyrði svona hluti og svo fáeinum klukkustundum seinna er búið að lækka skjáinn um 5 þúsund krónur. Djöfull er þetta asnalegt.

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:06
af AntiTrust
Viss um að það séu sömu gaurar sem þú ert að tala við í búðinni og sjá um verðlagningu ?

Get næstum lofað þér því að þeir sem þú talaðir við höfðu minnstu hugmynd um þessa væntanlegu verðbreytingu, það eru bara skrifstofukallarnir sem sjá um þetta á bakvið tjöldin og svo er starfsmönnum sagt frá þessu þegar það gerist - ef þeir eru á annað borð látnir vita.

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:08
af himminn
AntiTrust skrifaði:Viss um að það séu sömu gaurar sem þú ert að tala við í búðinni og sjá um verðlagningu ?

Get næstum lofað þér því að þeir sem þú talaðir við höfðu minnstu hugmynd um þessa væntanlegu verðbreytingu, það eru bara skrifstofukallarnir sem sjá um þetta á bakvið tjöldin og svo er starfsmönnum sagt frá þessu þegar það gerist - ef þeir eru á annað borð látnir vita.


Svo ég tapaði 5 þúsund kalli útaf rangri tíma setningu?

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:15
af AntiTrust
Jebb - basicly.

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:33
af Glazier
Það á bara ekki að versla við þetta fyrirtæki.

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 07:23
af chaplin
Ertu viss um að þetta séu ekki bara gamalt verð? Ég pantaði minni hjá Tolvutek um daginn, stóð á síðunni 13.900kr og maðurinn ætlaði að selja mér það á 21.900kr.. annars ef þeir lækkuðu verðið eftir að þú keypti það farðu þá til þeirra og segðu að þú viljir skila honum fyrir verðið sem þú borgaðir eða fá þennan 5.000kr, ég amk. fýla ekki svona starfsemi þótt samskipti mín við þá hafa alltaf verið mjög fín..

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 09:12
af mind
Velkominn í frjálsa verslun, hún sér til þess að þú borgir sem hæsta verðið fyrir vörur.

Vægast sagt undarlegt ef fólk heldur að þetta eigi bara við um ákveðin fyrirtæki.

Nokkrir hlutir sem ég myndi athuga áður en þú gerir eitthvað stórmál úr þessu.

Það sést nokkuð greinilega í fréttablaðinu í dag að það er komin einhver útsala.
Þú þarft nú fyrst að vita ástandið á hinum skjánum, þýðir ekkert að vera bera mögulega saman skjá sem er í fína lagi miðað við einhvern sem gæti verið með skemmt útlit eða dauða pixla.

Nú ef ástandið á þeim er það sama, afhverju ekki bara fara og ræða við afgreiðslumanninn?

Eins og Antritrust segir þá getur vel verið að hann hafi ekki haft hugmynd um þetta og veit áreiðanlega ekki af þessu nema þú bendir honum á það.

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 09:14
af GuðjónR
Ég hef svooooo oft lent í því að kaupa vörur, þá meina ég allskonar vörur í allskonar verslunum og sama dag eða daginn eftir er hluturinn kominn á útsölu með miklum afslætti.
Þetta er útilokað að vita, jafn útilokað og að vita lottotölurnar fyrirfram.

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 09:34
af chaplin
Er það samt ekki rétt að Elko eru með 30 daga verðvernd, ef þau kaupir vöru og verðið lækkar innan við 30 daga eftir að þú keyptir vöruna færðu endurgreiddan mismuninn? Finnst að allar verslanir ættu að vera með slíkt..

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 10:12
af Biggzi
Ágæt búð samt..

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 10:48
af mind
daanielin skrifaði:Er það samt ekki rétt að Elko eru með 30 daga verðvernd, ef þau kaupir vöru og verðið lækkar innan við 30 daga eftir að þú keyptir vöruna færðu endurgreiddan mismuninn? Finnst að allar verslanir ættu að vera með slíkt..


Jújú mikið rétt, gott samt að lesa skilmálana.

elko skrifaði:3. 30 daga verðvernd

Ef kaupandi finnur vöru keypta af seljanda ódýrari annars staðar innan 30 daga frá reikningsdagsetningu getur hann fengið mismuninn endurgreiddan í peningum og 10% af mismuninum að auki. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé fáanleg á umræddu verði. Þetta gildir ekki um vörur sem auglýstar eru annars staðar í takmörkuðu magni og/eða fela í sér aðra kaupskilmála.

Verðvernd gildir einungis um sömu vöru sem er boðin fram á sambærilegan hátt. Verðverndin gildir því t.d. ekki um vöru í boði í öðru landi, í fríhöfn og ef vara er seld án þjónustu/ábyrgðar. Ennfremur gildir verðvernd ekki ef verðsamanburður er milli vefverslunnar og venjulegar verslunar.


Elko gerir þetta ekki sjálfkrafa fyrir þig , þú þarft að finna þetta sjálfur, láta þá vita og sanna mál þitt.
Þetta er stúss sem þú þarft að standa í sem kostar þig tíma og fyrirhöfn.

Þó svo hægt sé að líta á verðvernd sem góðan hlut þá hækkar hún bara vöruverð eins og allar aðrar þjónustur, yfirleitt ber kúnninn hinsvegar ekki skyn á því og borgar hærra gjald þó hann komi líklega aldrei til með að nýta sér þjónustuna. Svipað eins og þú borgar tryggingarfélaginu þínu hvort sem þú lendir í
árekstri eða ekki, og fæstir gera það.

Svo ef þú vilt verðvernd í allar verslanir þá verðurðu að vera tilbúinn til að borga hærra verð.

Re: Tölvulistinn

Sent: Þri 01. Sep 2009 13:00
af Hargo
Verðvernd Elko er með einhverja skilmála, gildir ekki um einhverjar lagersölur og eitthvað meira. Ég keypti mér flatskjá hjá þeim á 135þús, fann hann svo daginn eftir á tilboði hjá Raftækjaverslun Íslands á 125þús. Þeir vildu fyrst ekki borga mér mismuninn þar sem það stóð á síðunni hjá Raftækjaversluninni að þetta væri tilboðsverð. Svo kom í ljós að starsfmaðurinn var að misskilja skilmálana og þeir lækkuðu verðið sitt á þessum flatskjá í 110þús og á endanum fékk ég 25 þús endurgreitt.

Re: Tölvulistinn

Sent: Fös 04. Sep 2009 00:10
af johnnyb
ég skal veðja að þessi útsala á þessum gamla skjá sé á svona góðu verði því að þann sem að er eftir er skila skjár eða demó eintak því það er bara eitt eintak eftir ore some