Síða 1 af 1
Þið benchmarkið harðadiskana ykkar vitlaust
Sent: Fös 12. Des 2003 00:52
af Fox
Já, Titillinn segir allt.
Ég er oft að sjá screenshot frá ykkur, og þar eruði að posta benchmark af hörðum diskum.
Ef maður rannsakar þetta vel, sést að þið eruð með max read\write file size 1MB.
Til þess að benchmarka rétt, verður file size að vera vel yfir stærðina á cache, annars er ekkert að marka þessar niðurstöður þar sem Cache er 2-8MB og margfalt hraðara en read\write hraðinn á disknum sjálfum.
Vildi bara koma þessu á framfæri.
Sent: Fös 12. Des 2003 00:55
af gumol
það fer bara eftir hvað þú vilt mæla, ef þú vilt mæla hvað það tekur langan tíma að flytja einhver mörg hundruð megabæti af harðadiskinum þá mátt þú það, við erum bara að mæla venjulega vinnslu
Sent: Fös 12. Des 2003 01:10
af Fox
Venjuleg vinnsla felst í því að opna exe fæla sem sækjast í data fæla sem eru yfirleitt pakkaðir og vel yfir 8MB.
þið eruð að mæla cache\buffer speed, og það er rangt að bera diska þannig saman.
Voða lítill munur á háhraða SCSI disk og ATA66 disk, ef þú benchmarkar bufferinn á þeim.
þetta er eins og að benchmarka registera í staðinn fyrir vinnsluminni... skilar rugl árangri.
Sent: Fös 12. Des 2003 01:22
af GuðjónR
Ég fæ nákvæmlega sömu niðurstöðu hvort ég set 1MB 8MB eða 128MB...
Þannig að þetta skiptir návkæmlega engu máli...enda er buffer í HD bara sölutrix...eins og áður hefur komið fram...
Sent: Fös 12. Des 2003 01:24
af Fox
sölutrix, hvaða helvítis kjaftæði er í þér drengur?
Sent: Fös 12. Des 2003 01:26
af GuðjónR
Af hverju er 2mb buffera seagate diskurinn að performera eins og 8mb buffer...
og outperformera 8mb WD ruslið???
Sent: Fös 12. Des 2003 01:32
af ICM
...minnir reyndar að það þurfi að kveikja á stuðning fyrir meiri meiri buffer í windows, rakst allavega á stillingu fyrir það í XteQ X-Setup svo það eru einhverjar registry stillingar fyrir það, kanski prófa að kveikja á því áður en að benchmark-a þá...
Sent: Fös 12. Des 2003 11:38
af gnarr
ég hélt að það væri búið að útskýra bufferana nógu vel... stór buffer hefur sama og engin áhrif á þessi test, því að það er alltaf verið að prófa mismunandi gögn í hvert skipti í testinu. ef þetta test myndi insvegar lesa sömu skránna alltaf aftur og aftur, þá myndi bufferinn skipta máli.
Sent: Mið 03. Mar 2004 20:31
af Wagoneer
Buffer skiptir aðeins máli í serverum, þar sem verið er að sækja sömu skrárnar aftur og aftur.
Sent: Fim 04. Mar 2004 01:13
af gumol
Wagoneer skrifaði:Buffer skiptir aðeins máli í serverum, þar sem verið er að sækja sömu skrárnar aftur og aftur.
Það er ekki bara í serverum sem er verið að sækja sömu skránna oft, en annars er það alveg satt hjá þér, buffer skiptir litlu máli.