Síða 1 af 1

Seagate S-ATA 120Gb spurning

Sent: Fim 11. Des 2003 16:00
af Snikkari
Mér finnst diskurinn svolítið lengi að taka við sér, eins og t.d. í þegar vélin er að ræsa windowsið.

Eru einhverjar stillingar sem ég veit ekki um sem hægja/hraða á disknum eða breyta einhverju ?

Sent: Fim 11. Des 2003 16:06
af gnarr
það getur verið að það séu einhverjar aqustic stillingar sem eru að hægja á disknum. tékkaðua á síðunni þeirra.

Sent: Fim 11. Des 2003 16:38
af GuðjónR
Eru þetta ekki bara SATA vandræði?

Sent: Fim 11. Des 2003 21:43
af Aron Fask
er einhver svaka munur á SATA og ATA???

Sent: Fim 11. Des 2003 23:18
af GuðjónR
nope...ekki ennþá...

Sent: Fös 12. Des 2003 01:08
af Fox
Já, það er mikill munur á sata og ata, ef þú ert með "réttann" sata disk

WD360 er 36GB sata diskur sem er 10krpm, hann afkastar rúmlega 17MB/sec meira í hraða heldur en meðal ata133 diskur.

Ef þú benchmarkar hann miðað við ATA133 disk, þá nær sata diskurinn 1GB meira á hverri mínotu í read\write.

Sent: Fös 12. Des 2003 01:24
af GuðjónR
Þarna eru það snúningarnir sem skipta máli...ekki sata...
Þú ert að bera saman 10.000 / 7.200 ... ekki beint sanngjarnt.

Fox ekki rugla RPM við SATA og ATA

Sent: Fös 12. Des 2003 01:26
af Fox
sata bíður upp á 10krpm en pata gerir það ekki.
því er fullkomnlega rétt að bera það saman

Sent: Fös 12. Des 2003 01:29
af GuðjónR
okay berðu þessa diska þá við scsi 10k...

Sent: Fös 12. Des 2003 01:35
af ICM
hélt spurningin hefði verið um SATA vs. ATA ekki SCSI... en gmg ekki detta í hug að hafa 10k diska í tölvunum ykkar nema þið séuð heyrna dofin.

Sent: Fös 12. Des 2003 01:40
af Fox
Maxtor Atlas 15.000 73GB kostar $690.18 hjá ecost.com
það er 7x dýrara heldur en WD360

diskurinn gefur max 76 MB/sec í read\write
WD360 sata gefur max 65 MB/sec í read\write

actual read\write á báðum diskum er uþb. 15MB/sec undir gefnum max haraða

Fyrir einn SCSI disk sem gefur þér 73GB af plássi á 76MB/sec væri hægt að fá 6x SATA diska, sem ná 222 GB í pláss á 390MB/sec með raid0 + 250GB sata disk fyrir backup af raid-keðjunni.

SCSI er að verða úrelt sökum kostnaðar

Sent: Fös 12. Des 2003 11:54
af gnarr
og en einusinni fáum við að njóta gáfna Fox... :?

það er ekki sanngjarnt að bera saman raptor og venjulega ATA133 diska.

þá get ég alveg eins komið með dæmi á móti þínu dæmi.. þú kaupir einn Raptor á 14.915. þú getur keypt 2 40GB seagate 7200RPM ATA100 með 2MB buffer á 7.505 og sett þá í RAID 0. það er jafn dýrt og mun hraðvirkara..

sko! ATA100 er betra en SATA (reyndar ekki.. en þetta er jafn sanngjarnt og að bera saman 10k rpm diska 7.2k rpm).


Fox skrifaði:hann afkastar rúmlega 17MB/sec meira í hraða heldur en meðal ata133 diskur.


Ég er alveg viss um að þessar tölur eru fengnar með því að bera Raptorinn við "venjulegann" WD disk.. og venjulegir wd diskar eru það hægvirkasta í heimi.

annars er þetta lítill hraðamunur fyrir þetta verð/gb.

þú gerir þér líka ekki grein fyrir því að scsi getur skrifað og lesið á sama tíma. þessvegna eru það MUN hraðvirkari diskar heldur en þetta raptor crap. scsi er heldur ekkert á leiðinni að deyja út. 90% af serverum í heiminum eru keyrðir á scsi diskum.

Sent: Fös 12. Des 2003 12:11
af Fox
miðað við að meðal tölvugúru hefur allavegana 1 server heima hjá sér, eða keyrir apache á sinni vél, og það eitt gerir hana að server, þá má áætla að það séu ekki 90% af serverum með harðadiska.

ég hef séð enterprice servera og þeir eru yfirleitt hlaðnir af scsi, en ég kem líka mjög mjög oft inn í fyrirtæki þar sem þeir hafa eina p3 eða p4 vél út í horni með mjög líklega venjulegum pata diskum.

vissulega má segja að 2x 70gb diskar afkasti það sama og einn sata diskur, mjög gott comment hjá þér! :D

Sent: Fös 12. Des 2003 12:18
af gnarr
nei.. ég sagði að 2x 40GB diskar performuðu mun betur en einn raptor. (ekki segja sata þegar ú ert að tala um raptor, venjulegur sata diskur er að performa nánasta það sama og ata133).

þegar ég er að tala um server, þá er ég að tala um server sem að heldur uppi einhverju sem að er á netinu. það eru mjög fáir af þessum "tölvunörda serverum" á netinu. ég þekki alveg 50 manns sem að erum með apache á tölvunni sinni, en það eru svona 2-3 sem að eru public.

það væri líka gaman að sjá hvernig serverinn þinn myndi standa sig þegar það fara kanski fleiri en 2 inná hann í einu.. þú gerir þér kanski ekki grein fyrir því að það skipti litlu máli hvað diskarnir eru hraðir í "nörda serverum" þar sem að þeir eru sjaldan með tengingar sem að eru hraðari en 2Mbps.

Sent: Fös 12. Des 2003 12:22
af Fox
Minn þjónn er á 100MB tengingu og 200GB harðadiskpláss, hann sendir\recivear yfir GB á dag, hefur farið yfir 50GB á dag

Skil ekki þetta skot á hann?

Sent: Fös 12. Des 2003 13:46
af gnarr
gnarr skrifaði:þar sem að þeir eru sjaldan með tengingar sem að eru hraðari en 2Mbps.


þú ert líka með einhvern óelilegann afa sem að þarf 100mbs tengingu ;) hehe

Sent: Fös 12. Des 2003 13:58
af Fox
Ekkert að því að ná í kvikmyndir og tölvuleiki gegnum netið.
Svo lengi sem netið er ekki gov.controlled ætla ég mér að abuse-a það eins og ég get.