Síða 1 af 2

Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Þri 21. Júl 2009 20:33
af Hargo
Sælir drengir.
Nú er ég að velta fyrir mér að kaupa mér öfluga tölvu sem höndlar nýjustu leikina. Ég hef nú fiktað í vélbúnaði fyrir sjálfan mig og vini og vandamenn í gegnum tíðina en ég hef aldrei sett tölvu saman frá grunni sjálfur. Ég ákvað að byrja að finna lægstu verðin (er nokkuð að því að kaupa partana í tölvuna frá mismunandi söluaðilum?) og fann mér örgjörva. Sá hann var lægstur hjá att.is: http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_28_162&products_id=4298
Intel Core 2 Duo E8400 3.0GHz, 1333FSB
6MB cache, 45nm, OEM

Svo ætlaði ég að halda áfram en strandaði á móðurborði. Mér finnst svo mikið í boði og ég virðist bara vera kominn með valkvíða fyrir þessu. Skoðaði einnig kassa og aflgjafa en vissi ekkert hvað ég átti að velja. Ég var svona að velta fyrir mér að eyða svona í kringum 150 þús í þetta dæmi mitt þó þetta sé ekkert heilög tala, ég á skjá og aðra aukahluti og þarf því bara turnkassa án stýrikerfis. Langar í búnað sem ég hef möguleika til að upgreida án þess endilega að skipta út móðurborði strax.
Er kannski alveg jafn sniðugt að kaupa tölvutilboð eins og þessi?
http://www.att.is/index.php?cPath=43_129
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=viewlink&flo=multilink&id_top=2292&clfc=3460&head_topnav=T%F6lvuTurnar

Langaði bara að athuga hvort einhver af ykkur reynsluboltunum væri með góð ráð fyrir mig í þessari samsetningu minni... :)

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Þri 21. Júl 2009 20:45
af Glazier
kisildalur@kisildalur.is ;)
Þeir setja saman tölvur (þú kaupir í rauninni bara partana og þeir taka ekkert fyrir að setja þetta all saman ;)
Sendu þeim e-mail og segðu að þú viljir getað spilað hvaða leik sem er án laggs helst í hæðstu gæðum og þú sért tilbúinn að eyða 150þ. og þá koma þeir með tilboð til baka (ekki endilega turn sem er inná síðunni þeirra) og þú spyrð okkur hvort þetta væru sniðug kaup ;)

Mundu bara að taka fram allar þínar kröfur sem þú gerir um tölvuna og segðu svo verð limit ;)

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Þri 21. Júl 2009 21:09
af Hargo
Takk fyrir svarið. Spurning hvort ég prófi að senda á þá línu. Eru fleiri en bara Kísildalur sem bjóða upp á þetta? Er einmitt búinn að vera að surfa síðuna hjá þeim, att.is, tolvutek.is og tolvuvirkni.is.

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Þri 21. Júl 2009 21:54
af vesley
hérna er eitt sem ég setti saman fyrir þig ;)

örgjörvi: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4298

Drif: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3954

Vinnsluminni: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3966

Móðurborð: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1465

Aflgjafi : http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1462

Harður Diskur : http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=17859

Örgjörvakæling: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1360

Skjákort : http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1430

Turnkassi: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1049

samtals er þetta um það bil 149150 krónur.. get bætt við eitthverju eða tekið burt ef það er eikka sem þér lýst ekki á eða langar í eitthvað annað ;) get líka boðið uppá hjálp við samsetningu hjá þér ef eitthvað vesen er ;) sendir bara pm

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Þri 21. Júl 2009 22:20
af Hargo
Takk kærlega fyrir þetta vesley, líst bara nokkuð vel á þessa samsetningu þína.

En væri ekki sniðugra að kaupa aðeins dýrara móðurborð (sem styður jafnvel DDR3 vinnsluminni) upp á að geta skipt yfir í það í framtíðinni? Eða er enginn leið að nota DDR2 minni á DDR3 móðurborði? Væri þetta sniðugra: http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_33_136&products_id=1359

Ég sé að skjákortið sem þú velur er með SLI stuðning og kostar dágóðan slatta. Ég þekki það nú ekki SLI nægilega vel (er það ekki í stuttu máli þegar maður notar 2 eða 3 eins skjákort til að auka afköst?) en spurning hvort ég googli það ekki núna og lesi mér til. En væri þá ekki ráð að fá sér móðurborð sem styður SLI upp á að geta upgreidað seinna meir í það? Sýnist samt móðurborðið sem ég stakk upp á ekki styðja það þannig að ég fer þá kannski langt yfir budget ef ég ætla mér að fá mér þannig borð. Maður kannski bara uppfærir þá borðið sjálft þegar kemur að því að maður þarf að eignast þetta. Maður þarf þá væntanlega að fá sér aflgjafa sem styður SLI líka þannig að það er stór pakki...

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Þri 21. Júl 2009 23:13
af vesley
já þetta kort stiður SLI bæði 2 og 3 kort .. og í raunninni þá er það akkúrat það sem þú sagðir .. til að auka afkastagetuna . láta bæði kortin vinna saman . gerir 2 kort nánast að 1

en nei það er ekki hægt að nota ddr2 í ddr3 móðurborð. og ddr3 minnin eru enn dáldið dýr.

en jú ef þú ætlar að upgrada eitthverntíman fljótlega og bæta kannski öðru skjákorti við þá mæli ég með að þú fáir þér móðurborð sem styður SLI .. t.d. http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... GA-X48-DS4 þetta móðurborð.. kostar aðeins meira en borgar sig ef þú ætlar að upgrada bráðlega ;)

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Þri 21. Júl 2009 23:30
af Hargo
Er þá sniðugra að splæsa í þetta móðurborð sem þú vesley nefnir heldur en að skella sér á DDR3 móðurborð sem styður ekki SLI?

Þetta DDR3 minni kostar um 5þús kalli meira heldur en Corsair 2x2GB 800Mhz
http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_34_126&products_id=1385

Annars þarf ég greinilega líka að lesa mér til um DDR2 vs DDR3 afköstin til að vita meira um hvað skal velja.

Það er samt fínt að vera með SLI stuðning á kortinu ef maður ætlar sér einhver tíma að nýta annað kort með. Þurfa ekki kortin að vera alveg nákvæmlega eins ef maður ætlar að gera það? Las á Nvidia að afköstin ættu alveg að tvöfaldast ef maður notar tvö kort...og afköstin aukast um 2.8 ef maður notar 3 kort.
Ef ég vel SLI móðurborð þá verður mun minna mál fyrir mig að upgreida í framtíðinni, bæti bara við öðru korti og væntanlega nýjum aflgjafa sem styður SLI...en þá fórna ég á móti DDR3 valmöguleikanum. Býst við að borð sem styður DDR3 og SLI sé rándýrt.

Hvað haldið þið? Ég er haldinn valkvíða...sjæse...

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Þri 21. Júl 2009 23:41
af vesley
það þarf að vera sama týpa s.s. 2 gtx260 core 216 en framleiðandinn skiptir ekki máli ..

það er nú nánast þitt val að taka ddr3 minnið eða ekki . átt eftir að sjá eitthvern mun en hann verður ekki mikill ;)

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 00:54
af himminn
Hargo skrifaði:Er þá sniðugra að splæsa í þetta móðurborð sem þú vesley nefnir heldur en að skella sér á DDR3 móðurborð sem styður ekki SLI?

Þetta DDR3 minni kostar um 5þús kalli meira heldur en Corsair 2x2GB 800Mhz
http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_34_126&products_id=1385

Annars þarf ég greinilega líka að lesa mér til um DDR2 vs DDR3 afköstin til að vita meira um hvað skal velja.

Það er samt fínt að vera með SLI stuðning á kortinu ef maður ætlar sér einhver tíma að nýta annað kort með. Þurfa ekki kortin að vera alveg nákvæmlega eins ef maður ætlar að gera það? Las á Nvidia að afköstin ættu alveg að tvöfaldast ef maður notar tvö kort...og afköstin aukast um 2.8 ef maður notar 3 kort.
Ef ég vel SLI móðurborð þá verður mun minna mál fyrir mig að upgreida í framtíðinni, bæti bara við öðru korti og væntanlega nýjum aflgjafa sem styður SLI...en þá fórna ég á móti DDR3 valmöguleikanum. Býst við að borð sem styður DDR3 og SLI sé rándýrt.

Hvað haldið þið? Ég er haldinn valkvíða...sjæse...


Hugsa nú að ddr3 sé algjör óþarfi ef þú ert ekki með i7.

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 08:38
af Hargo
Já eftir að hafa lesið mér aðeins til um þetta þá ætla ég líklegast að sleppa DDR3 dæminu og taka frekar móðurborð sem styður SLI.

Svona lítur þetta þá út eins og er:

Móðurborð: http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=946&id_sub=3157&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MOB_GA-X48-DS4
Verð: 32.860kr

Örgjörvi: http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_28_162&products_id=4298
Verð: 25.750kr

Örgjörvakæling: http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_25_89&products_id=1360
Verð: 6.990kr

Hitaleiðandi krem: http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_75_88&products_id=289
Verð: 1.290kr

Vinnsluminni: http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_16_207&products_id=3966
Verð: 9.950kr

Skjákort: http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_35_77&products_id=1430
Verð: 42.900kr

Aflgjafi: http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_38&products_id=1462
Verð: 14.900kr

Kassi: http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=32&products_id=1049
Verð: 14.900kr

Harður diskur: http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=1_39_41&products_id=17859
Verð: 11.900kr

Drif: http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_150_153&products_id=3954
Verð: 4.950kr

Samtals: 166.390

Ef einhver er með aðrar tillögur eða ábendingar þá má hinn sami endilega koma með þær :D
Ég mun líklega ekki kaupa þetta alveg strax, bíð með það fram yfir mánaðarmót hið minnsta. Ætla að dunda mér við að googla hvern part og lesa reviews um þá þangað til. Eins og ég segi þá er þetta í fyrsta skipti sem ég kaupi parta í tölvu alveg frá grunni þannig að það er víst betra að vera vel meðvitaður um hvað maður er að kaupa og vera varkár...
Hvaða Windows stýrikerfi á maður svo að fá sér? Vista home premium 64 bit?

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 13:28
af Victordp
Linkurinn á vinsluminninu leiðir mig á Örgjörvan

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 13:32
af Victordp
http://tb.is/?gluggi=vara&vara=7235 <------- Skjákort sparar mikið á þessu

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 13:34
af vesley
fyrir utan það að það vantar vinnsluminnið .. ert með 2 linka á örgjörvann ;) þá lýtur þetta bara ágætlega út.

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 13:46
af Hargo
Victordp skrifaði:http://tb.is/?gluggi=vara&vara=7235 <------- Skjákort sparar mikið á þessu


Glæsilegt, takk fyrir að benda mér á þetta, spara mér 3000kall :)

vesley skrifaði:fyrir utan það að það vantar vinnsluminnið .. ert með 2 linka á örgjörvann ;) þá lýtur þetta bara ágætlega út.


Búinn að fixa það núna.

Annars var ég að spá með skjáinn sem ég er með núna. Ég þarf líklega að updeita hann til að fá sem mest út úr nýju tölvunni í leikjum en er ekki viss hvort ég geri það strax. Þetta er skjárinn sem ég er með núna, frekar cheap:
http://www1.uk.shopping.com/xPF-ViewSonic-Viewsonic-17IN-LCD-350-1-1280X1024-VA712BMNTR-BLACK-DVI-VGA-8MS-ENERGY-STAR-KIT-Viewsonic

Er nokkuð hægt að fá góðan leikjaskjá á undir 30 þús nema hann sé notaður?

...og varðandi aflgjafa, kosta ekki aflgjafar með SLI stuðningi mun meira en 15 þús?

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 13:49
af vesley

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 13:57
af Hargo


Úff BenQ 22" full HD á 34.500kr er ansi freistandi. Ég læt þennan gamla duga kannski til að byrja með (segi það núna, svo þegar ég fæ tölvuna þá fýkur þolinmæðin strax út um gluggann, hehe)

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 14:01
af Nariur
þetta er crossfire móðurborð, ekki SLI

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 14:21
af vesley
tók ekki eftir því að móðurborðið væri crossfire .. en getur þá örugglega frekar tekið þetta móðurborð ;) http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=17596

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 14:24
af Hargo
Takk fyrir ábendinguna.

http://www.computer.is/vorur/7040
Hvað með þetta hérna?

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 14:28
af vesley
Hargo skrifaði:Takk fyrir ábendinguna.

http://www.computer.is/vorur/7040
Hvað með þetta hérna?



juju þetta móðurborð virkar líka....

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 23:48
af Hargo
Var að velta fyrir mér með stýrikerfi. Ég hef aldrei notað Vista áður, er að runna á XP núna. En ég mun væntanlega fá mér 64 bita Vista til að nýta getu tölvunnar. Ég get fengið Windows Vista Business 64bit DVD with SP1 löglega útgáfu frítt gegnum skólann minn. Er ekki bara málið að nýta sér það?

Hvaða útgáfur af Vista eruð þið að nota? (að því gefnu að þið séuð þá með Vista yfir höfuð)

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Mið 22. Júl 2009 23:51
af Gúrú
Hargo skrifaði: Windows Vista Business 64bit DVD with SP1


Færðu kóða með?
Ef svo er þá er ekki spurning að þú nýtir þér það. :)

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Fim 23. Júl 2009 00:06
af vesley
taktu það hiklaust ef þú færð það frítt ;)

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Fim 23. Júl 2009 09:35
af Hargo
Gúrú skrifaði:Færðu kóða með?
Ef svo er þá er ekki spurning að þú nýtir þér það. :)


Jebb, kóði með og alles.

Búinn að næla mér í eintak :)

Re: Samsetning á nýrri tölvu

Sent: Fim 23. Júl 2009 10:22
af hsm
Ótrúlegt hvað heppnin er alltaf með ykkur man utd menn :)
En til hamingju með Owen, vona að hann nái að haldast heill :)