Vandræði með eSATA flakkara
Sent: Mán 29. Jún 2009 16:23
Ég keypti 1TB harðan disk og eSATA flakkara í att nýlega. Með disknum fylgdi eSATA bracket sem ég tengdi í SATA tengi á móðurborðinu og skrúfaði við kassann. Ég setti harða diskinn í boxið og tengdi hann við eSATA tengið. Svo ræsti ég upp tölvuna og hún fann diskinn, en þegar ég ætlaði að færa skjöl á diskinn varð ég var við vandamál:
Gagnaflutningurinn á diskinn er hrikalega hægur, um 5MB/s. Það er u.þ.b. 7 sinnum lægri hraði en ég fékk eftir að ég tengdi flakkarann með USB2.0. Einnig hikstar tölvan og hægir á sér þegar gagnaflutningur er í gangi. Greinilega er eitthvað vandamál með eSATA tenginguna.
Hafa vaktmenn einhverjar hugmyndir um hvað ég get gert?
Gagnaflutningurinn á diskinn er hrikalega hægur, um 5MB/s. Það er u.þ.b. 7 sinnum lægri hraði en ég fékk eftir að ég tengdi flakkarann með USB2.0. Einnig hikstar tölvan og hægir á sér þegar gagnaflutningur er í gangi. Greinilega er eitthvað vandamál með eSATA tenginguna.
Hafa vaktmenn einhverjar hugmyndir um hvað ég get gert?