Vandræði með eSATA flakkara


Höfundur
gunnargolf
Ofur-Nörd
Póstar: 235
Skráði sig: Þri 07. Mar 2006 13:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vandræði með eSATA flakkara

Pósturaf gunnargolf » Mán 29. Jún 2009 16:23

Ég keypti 1TB harðan disk og eSATA flakkara í att nýlega. Með disknum fylgdi eSATA bracket sem ég tengdi í SATA tengi á móðurborðinu og skrúfaði við kassann. Ég setti harða diskinn í boxið og tengdi hann við eSATA tengið. Svo ræsti ég upp tölvuna og hún fann diskinn, en þegar ég ætlaði að færa skjöl á diskinn varð ég var við vandamál:

Gagnaflutningurinn á diskinn er hrikalega hægur, um 5MB/s. Það er u.þ.b. 7 sinnum lægri hraði en ég fékk eftir að ég tengdi flakkarann með USB2.0. Einnig hikstar tölvan og hægir á sér þegar gagnaflutningur er í gangi. Greinilega er eitthvað vandamál með eSATA tenginguna.

Hafa vaktmenn einhverjar hugmyndir um hvað ég get gert?


Intel Core2 Duo E6400@2,4GHz, GeForce 7950 GT, 2x1gb Corsair XMS DDR2 800Mhz og MSI 975X Platinum Powerup ed.