Síða 1 af 1
Hvernig geri ég nýtt partition?
Sent: Mið 03. Des 2003 16:52
af Damien
Mig langar til að búa til nýtt partition á hdd minn en ég kann það ekki
Ég þekki Disk Management fídusinn í Computer Management en ekkert meira.
Þessi diskur er með Windowsinu á og örfáum file'um í viðbót.
Mig langar til að hafa Windows diskinn C: og svona 5-10GB. Afganginn af disknum, sem er 120GB WD, langar mig að hafa sem X:.
Getur ekki einhver leiðbeint mér í gegnum þetta?
Sent: Mið 03. Des 2003 16:54
af gnarr
fáðu þér partition manager og gerðu resixe partition. gerðu svo nýtt partition á auða svæðinu.
Sent: Mið 03. Des 2003 16:58
af Damien
Paragon Partition Manager 5.5?
Er þetta það?
Hvað þarf Windows'ið mikið pláss til að þenja sig?
Ég var að setja það inn í gær og það er 1,16 en ég á eftir að updatea allt í Windows'inu sjálfu...
Sent: Mið 03. Des 2003 17:03
af gnarr
PowerQuest PartitionMagic 8.0
Sent: Mið 03. Des 2003 17:10
af Damien
Jamm frábært,
En hvar get ég fengið það?
Á heimasíðunni þeirra stendur að þetta sé bara til að prufa og ekki sé hægt að gera neinar breytingar
Og já hvað þarf win mikið pláss?
er núna 1.16GB með programf og mydoc...
Sent: Mið 03. Des 2003 21:00
af Gandalf
Ég er með mitt windows partition 15GB þar sem ég læt öll forrit þangað líka. Það er reyndar of mikið og næst læt ég örugglega 10GB duga. Samt ágætt að hafa það nógu stórt.
Sent: Fös 05. Des 2003 10:35
af gebbi
Það er alveg eins hægt að nota fdisk á win98 start-up disk. Bara skrifa fdisk í command prompt eftir floppy boot og velja svo úr möguleikum 1-2-3-4 eða 1-2-3-4-5 ef það eru tveir diskar. Búa til primary partition og svo extended partition með við bættu logical dos drifi. Mjög einfalt, en ekki margir möguleikar.
Sent: Fös 05. Des 2003 13:20
af gnarr
þá þarf hann að delete-a partitioninu ef sem windows er á ef hann vill hafa það stærra. hann getur ekki stækkað það í fdisk