Vantar nýjan disk, mjöög ringlaður...


Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar nýjan disk, mjöög ringlaður...

Pósturaf FrankC » Þri 02. Des 2003 23:34

Mig bráðvantar 250gb disk. Ég á í hinum mestu vandræðum með að velja hann, á ég að fá mér S-ATA eða venjulegan? Hann má ekki kosta meira en 35þús.

Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að WD væru langbestu diskarnir, en svo eru þeir skotnir niður í "hvað er best" umræðunni. Sama hvaða tegund maður ákveður, þá eru alltaf 5 manns sem segja "nei þeir eru rusl!" Hvað á maður þá að gera? Mig vantar disk sem er áreiðanlegur og endist lengi. Hvað get ég gert til að bæta líftíma hans? Ég er núna með tvo WD diska, einn 80gb og einn 200gb utanáliggjandi, engin vandamál með þá. Reyndar hljómar tölvan mín eins og hátíðniflauta, er það í hörðu diskunum?

Öll ráð gríðarvel þegin...



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16569
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vantar nýjan disk, mjöög ringlaður...

Pósturaf GuðjónR » Mið 03. Des 2003 00:43

FrankC skrifaði:Reyndar hljómar tölvan mín eins og hátíðniflauta, er það í hörðu diskunum?

SVAR: JÁ!

Sama hvað þú gerir ekki undir neinum kringumstæðum kaupa WD...
Allt annað er í lagi!



Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Pósturaf kemiztry » Mið 03. Des 2003 01:36

Ég er með Maxtor 200GB.. er mjög sáttur við þann disk.. 250GB útgáfan ætti að vera væri fín líka :D


kemiztry

Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Mið 03. Des 2003 08:34

Ef þú ert ekki að leita að overkill stórum disk, þá ætla ég að benda þér á samsung seríuna, keypti mér þannig disk um daginn, og núna get ég finally sofið á nætur :D




Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Mið 03. Des 2003 10:05

hvað með IDE vs. S-ATA?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16569
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 03. Des 2003 10:43

Eins og staðan er í dag þá ertu ekkert að græða á þessu SATA dæmi...
Mér sýnist það vera frekar til vandræða en hitt...




Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Mið 03. Des 2003 10:45

að hvaða leyti? er þetta ekki að taka við sem standardinn?




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 03. Des 2003 10:56

Ég myndi fá mér S-ATA, ég er alveg búinn að fá nóg af þessum IDE köplum :)



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Mið 03. Des 2003 11:01

Ef þú ert með S-ATA controller á móbóinu þínu, þá myndi ég kíkja á það.




Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Mið 03. Des 2003 11:20

þannig að the way to go væri 250gb Maxtor MAXline Plus II S-ATA?




Gandalf
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gandalf » Mið 03. Des 2003 11:52

Þetta er bara mitt persónulega álit, en ég mun aldrei treysta Maxtor aftur, eftir þrjú kröss hjá mér með þannig diska (einu krössin sem ég hef lent í) og endalaust mikið af skóladóti í ruslið.
Er núna með 2 WD og þeir hafa ekkert klikkað (kemur reyndar á óvart þar sem hitinn er aðeins of mikill á þeim) en þeir mega eiga það að þeir eru duglegir að gefa frá sér leiðinleg hljóð.
En ef hljóðið skiptir ekki miklu máli þá mæli ég með WD.


"Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool."
//Lester Bangs - Almost Famous

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16569
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 03. Des 2003 12:41

Ég held að kiddi sé ekki sammála þessu með WD, hann er búinn að missa sex stykki WD það sem af er árinu!
Allir 80GB WD.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Mið 03. Des 2003 12:43

Þið megið samt ekki halda að ég hafi verið svo vitlaus að vera stöðugt að kaupa nýja WD'a, þeir voru allir keyptir um svipaðann tíma bæði heima og í vinnunni hjá mér, þeir eru í mörgum ólíkum tölvum svo það þýðir ekkert að kenna einhverju öðru um. WD er RUSL. Ég hata WD.

Maxtor, Samsung, Seagate... allt önnur saga!



Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Pósturaf kemiztry » Mið 03. Des 2003 12:51

Ef þú færð þér SATA disk þá þarftu að gera ráð fyrir converter fyrir rafmagnið í hann. Reyndar eru PSU farin að koma með svona tengjum en það er ekki nema allra nýjustu :?


kemiztry


Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Mið 03. Des 2003 12:55

ég er einmitt að fara að kaupa nýtt psu, zalman 400w að öllum líkindum, líka nýja örgj. viftu, ætli ég safni mér ekki fyrir þessu öllu og kaupi svo...

En þetta er það sem ég er að tala um, þegar maður er búinn að ákveða sig kemur e-r og segir "nei það er rusl". Er þetta ekki bara spurning um óheppni hjá viðkomandi aðila?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16569
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 03. Des 2003 13:07

Ef þú lest gamla pósta og sérð hversu margir hafa lent í því að kaupa ónýta WD þá getur það varla talist óheppni.
Ef þú ætlar að rengja allt og alla af hverju ertu þá að spyrja?????
Ég keypti svona Zalman 400W psuum daginn (snilld dead silent) en það er ekki SATA rafmagnstengi á þeim.




Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Mið 03. Des 2003 22:14

ath að ég er ekki að rengja einn né neinn, ég trúi alveg því sem fólk segir, bara svo erfitt að gera upp hug sinn þegar allir hafa lent í e-u slæmu um allar tegundir diska og tjá sig um það...



Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Mið 03. Des 2003 23:35

þetta er bara eins og að kaupa sér bíl, sumir hafa góða reynslu að einni tegund og öfugt. Flestir þessir stóru framleiðendur eru með góða diska svo er þetta spurning hvernig fólk kælir diskana, notkunin og plain heppni/óheppni sem ræður krössum. Það virðist vera þekkt að WD eru háværir, þar fyrir utan mundi ég bara kaupa það sem þér líst á.

Ef þú ert að spá í öruggri geymslu (þ.e. einungis geymsludiskur, ekki fyrir stýrikerfi) mundi ég segja að atriði númer 1,2 og 3 er ekki tegundin heldur hraðinn. þ.e. kauptu 5400 snúninga disk, þeir hitna/slitna minna og endast því lengur.

p.s.Maxtorinn sem þú nefndir mundi ég telja MJÖG góðan kost.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 04. Des 2003 09:19

tölvuvirkni hætti með 5400snúninga diska útaf bilanatíðni :D




Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Fim 04. Des 2003 18:16

já ég er einmitt bara að leita að geymsludisk...

Hvað varðar kælingu, er hún lykilatriði þegar kemur að líftíma diska? hvernig er þetta stykki að standa sig : http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=527 ? Hvað er annað hentugt til harðdiskakælingar?




Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Fim 04. Des 2003 18:30

FranC, ég er með svona hitepipe.

Fékk mér reyndar til að minnka hávaðan í disknum, sem það gerði!

Veit reyndar ekki hver hitinn var fyrir.. en hann er núna um 37°c diskurinn.




Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Fim 04. Des 2003 18:58

já, hitinn á mínum 80gb WD er um 38°án kælingar, það hlýtur nú að vera í lagi




Aron Fask
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Sun 23. Nóv 2003 23:06
Reputation: 0
Staðsetning: austurland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Aron Fask » Mán 08. Des 2003 13:32

Sko eg hef verið að skoða diska og sonna og hef komist að því að samsung séu mjög fínir og ódýrir en ég fæ umm jólin samsung ATA-133 160GB 7200rpm 8MB buffer o0g það hefur verið ákavlega góð meðmæli og sonna. En eg hef "heirt" að WD séu ekki góðir og maxtor fínir. en eg er ekki að tala af reinslu svo ekki taka mark á mér :roll: