Flökt í skjávarpa
Sent: Þri 28. Apr 2009 09:38
Sælir meistarar..
Ég er með skemmtilega leiðinlega bilun hérna hjá mér sem ég var að velta fyrir mér hvort þið vissuð einhver ráð á.
Bilanalýsing:
Þegar ég tengi tölvu við skjávarpann hjá mér (ASK C170) þá flöktir myndin.
Flöktið lýsir sér þannig að myndin brotnar upp (nokkurnveginn eins og einhver hafi tekið sleggju og lamið í hliðina á skjánum) og verður svo aftur eðlileg. (mjög erfitt að koma þessu í orð en þetta er alls ekki ósvipað því sem Ashton Kutcher upplifði (eða "sá") í myndinni Butterfly Effect í hvert skipti sem hann "kom aftur frá fortíðinni" ) Þetta gerist hratt og "brotið" í myndinni er ekki alltaf eins.
Mér finnst eins og "brotið" sé staðsett meira neðarlega og vinstra megin á myndinni en nær samt að einhverju leiti yfir alla myndina.
Það fylgir þessu engin litabjögun.
Svo virðist sem flöktið ágerist með hærri upplausn og það hverfur nánast alveg þegar maður er kominn niður í 800x600
Varpinn er gerður fyrir optimal resolution 1024x768 og þar sést þetta nógu vel til að verða vel pirraður eftir nokkrar mínútur.
Ég er búinn að prófa yfir 20 mismunandi tölvur og skipta margsinnis um kapla.
Varpinn er fastur í loftið og VGA lögnin liggur í veggnum, inn á VGA myndmatrixu og svo aftur til baka og í varpann.
Ég er með nokkra aðra varpa tengda inn á þessa sömu myndmatrixu og þetta kemur ekki fram á neinum af þeim svo mig grunar að þetta sé staðbundið við þennan eina varpa. Ég er búinn að senda matrixuna til viðgerðaraðila en þeir fundu ekkert að henni.
Hafa menn einhverjar hugmyndir eða hafa heyrt um svona vandamál?
Ég er með skemmtilega leiðinlega bilun hérna hjá mér sem ég var að velta fyrir mér hvort þið vissuð einhver ráð á.
Bilanalýsing:
Þegar ég tengi tölvu við skjávarpann hjá mér (ASK C170) þá flöktir myndin.
Flöktið lýsir sér þannig að myndin brotnar upp (nokkurnveginn eins og einhver hafi tekið sleggju og lamið í hliðina á skjánum) og verður svo aftur eðlileg. (mjög erfitt að koma þessu í orð en þetta er alls ekki ósvipað því sem Ashton Kutcher upplifði (eða "sá") í myndinni Butterfly Effect í hvert skipti sem hann "kom aftur frá fortíðinni" ) Þetta gerist hratt og "brotið" í myndinni er ekki alltaf eins.
Mér finnst eins og "brotið" sé staðsett meira neðarlega og vinstra megin á myndinni en nær samt að einhverju leiti yfir alla myndina.
Það fylgir þessu engin litabjögun.
Svo virðist sem flöktið ágerist með hærri upplausn og það hverfur nánast alveg þegar maður er kominn niður í 800x600
Varpinn er gerður fyrir optimal resolution 1024x768 og þar sést þetta nógu vel til að verða vel pirraður eftir nokkrar mínútur.
Ég er búinn að prófa yfir 20 mismunandi tölvur og skipta margsinnis um kapla.
Varpinn er fastur í loftið og VGA lögnin liggur í veggnum, inn á VGA myndmatrixu og svo aftur til baka og í varpann.
Ég er með nokkra aðra varpa tengda inn á þessa sömu myndmatrixu og þetta kemur ekki fram á neinum af þeim svo mig grunar að þetta sé staðbundið við þennan eina varpa. Ég er búinn að senda matrixuna til viðgerðaraðila en þeir fundu ekkert að henni.
Hafa menn einhverjar hugmyndir eða hafa heyrt um svona vandamál?