Síða 1 af 1
Western Digital Passport
Sent: Þri 17. Mar 2009 18:24
af hranni
Er ekki örugglega hægt að setja Western Digital Passport í Fat 32 (litlu 2,5" flakkarnir)
kv. Hrannar
Re: Western Digital Passport
Sent: Þri 17. Mar 2009 18:40
af Gúrú
Það kemur flakkarahýsingunni ekkert við hvernig diskurinn inní henni er formattaður.
Þarafleiðandi segi ég já, það er hægt að formatta alla diska í FAT-32.
Af hverju viltu formatta hann í FAT32 samt?
Re: Western Digital Passport
Sent: Þri 17. Mar 2009 19:08
af Pandemic
ég veit allavegana að þarf alltaf að hafa helvítis aukarafmagnstengið tengt í tölvuna ef ég formata Lacie hýsinguna mína með fat32(reyndar með 2 parition). Eða hvort það hafi verið of mikið magn af of litlum skrám. Mjööög skrítið.
Held mig við NTFS
Re: Western Digital Passport
Sent: Þri 17. Mar 2009 21:58
af hranni
Mig langar að geta sett hann við usb tengið dvd spilarann minn þá þarf ég að vera með hann formattaðan FAT 32, en þarf ég að hafa rafmagn tengt í hann líka, er ekki nóg að hafa bara usb?
Re: Western Digital Passport
Sent: Þri 17. Mar 2009 22:31
af Gúrú
hranni skrifaði:Mig langar að geta sett hann við usb tengið dvd spilarann minn þá þarf ég að vera með hann formattaðan FAT 32, en þarf ég að hafa rafmagn tengt í hann líka, er ekki nóg að hafa bara usb?
Það eru ALLAR líkur á því að þú þurfir einnig rafmagnssnúru.
En þú veist að FAT32 skrár mega ekki vera stærri en 3999,999~ MB(4GB-1byte) að stærð er það ekki?
Re: Western Digital Passport
Sent: Mið 18. Mar 2009 00:04
af KermitTheFrog
Gúrú skrifaði:hranni skrifaði:Mig langar að geta sett hann við usb tengið dvd spilarann minn þá þarf ég að vera með hann formattaðan FAT 32, en þarf ég að hafa rafmagn tengt í hann líka, er ekki nóg að hafa bara usb?
Það eru ALLAR líkur á því að þú þurfir einnig rafmagnssnúru.
En þú veist að FAT32 skrár mega ekki vera stærri en 3999,999~ MB(4GB-1byte) að stærð er það ekki?
Reyndar 4GiB-1byte
Re: Western Digital Passport
Sent: Mið 18. Mar 2009 00:16
af Blackened
huh.. það er ekki einusinni rafmagnstengi á Passportinu mínu (250gíg) og það er í FAT32 og ekkert vesen
Re: Western Digital Passport
Sent: Mið 18. Mar 2009 15:08
af Gúrú
Blackened skrifaði:huh.. það er ekki einusinni rafmagnstengi á Passportinu mínu (250gíg) og það er í FAT32 og ekkert vesen
Ég er meira að hugsa um þá staðreynd að hann er að fara að setja þetta í DVD tæki sem að eru vanalega eingöngu með nægt rafmagn fyrir sig sjálft.
Re: Western Digital Passport
Sent: Mið 18. Mar 2009 18:29
af Blackened
Gúrú skrifaði:Blackened skrifaði:huh.. það er ekki einusinni rafmagnstengi á Passportinu mínu (250gíg) og það er í FAT32 og ekkert vesen
Ég er meira að hugsa um þá staðreynd að hann er að fara að setja þetta í DVD tæki sem að eru vanalega eingöngu með nægt rafmagn fyrir sig sjálft.
já.. þá er hann skrúd.. því að það eru ekki rafmagnstengi á Passport frá WD.. amk ekki 160 og 250gíg útgáfunum.. bara eitt usb tengi og ekkert meir
Re: Western Digital Passport
Sent: Mið 18. Mar 2009 21:25
af hranni
Vitið þið hvernig 2,5" flakkara maður getur fengið sér með rafmagns plöggi?
Re: Western Digital Passport
Sent: Mið 18. Mar 2009 21:58
af sakaxxx
ég átti 2.5 disk og hann fékk rafmagn i gegnum usb bara
Re: Western Digital Passport
Sent: Mið 18. Mar 2009 23:18
af hranni
sakaxxx skrifaði:ég átti 2.5 disk og hann fékk rafmagn i gegnum usb bara
Var það ekki frá tölvunni, ég er bara pæla hvort að DVD spilari ná að keyra diskinn.
Re: Western Digital Passport
Sent: Fim 19. Mar 2009 00:03
af Hyper_Pinjata
annars hackarðu flakkarann bara....reddar þér 12v rafhlöðu (batteríi) og hackar tengin inni í flakkaranum til að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) hann á 12 batteríinu....
Re: Western Digital Passport
Sent: Fim 19. Mar 2009 00:42
af Blackened
Hyper_Pinjata skrifaði:annars hackarðu flakkarann bara....reddar þér 12v rafhlöðu (batteríi) og hackar tengin inni í flakkaranum til að keyra hann á 12 batteríinu....
bara til þess að þurfa að skipta um batterí einusinni á dag / einusinni í viku? það er ekki beint hagkvæm leið
og ef þú ert að tala um bílarafgeymi þá er það frekar kjánaleg og asnaleg leið.. og myndi frekar borga sig að kaupa bara hýsingu með sér rafmagni
borgar sig í öllum tilfellum meiraðsegja..