Síða 1 af 1

Skjár. Gæði vs verð

Sent: Mán 02. Mar 2009 15:54
af hjortur88@gmail.com
Hæ,

Ég er búinn að þrengja skjáleitina mína niður í 3 skjái út frá því sem ég hef lesið hérna og heyrt frá fróðari mönnum. Langaði bara að fá ykkar skoðun á því hver þeirra er bestur miðað við kostnað.
Fyrst er það þessi http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=1705&id_sub=3410&topl=11&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MON_Benq_G2200WT.
Næst er það' þessi: http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=41745&serial=PHIL220CWFB&ec_item_14_searchparam5=serial=PHIL220CWFB&ew_13_p_id=41745&ec_item_16_searchparam4=guid=ba0b954d-18ba-49d0-aea0-544910d60350&product_category_id=809&ec_item_12_searchparam1=categoryid=809 hef lítið heyrt en er með svipað góða specca (eins langt og ég sé).
...og að lokum þessi: http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=42104&serial=LG22W52&ec_item_14_searchparam5=serial=LG22W52&ew_13_p_id=42104&ec_item_16_searchparam4=guid=b5512e1c-a7ea-47ef-b3c1-cdc826b4a0c5&product_category_id=809&ec_item_12_searchparam1=categoryid=809

Ég veit lítið um seinni tvo skjáina en hef heyrt góða hluti um BenQ skjáinn, en hinir virkuðu mjög svipaðir fyrir utan að vera með styttri svartíma. (sem er betra í leiki?!)

Ég nota skjá í almenna tölvunotkun að meðtöldum leikjum (aðallega fps leikjum) og tengi laptop við hann (EF ÞAÐ SKIPTIR EINHVERJU!).

EDIT:
Var að skoða síðuna hjá tölvuvirkni og rakst á þennan : http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=1705&id_sub=3365&topl=11&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MON_BenQ_E2200HD. Hvar stendur hann?

Re: Skjár. Gæði vs verð

Sent: Mán 02. Mar 2009 19:38
af Saber
1920x1080 nýtur sín engan veginn í 22" skjá og þú þarft dýrt skjákort til að keyra tölvuleiki í þeirri upplausn (með almennilegt detail). Ég mæli með að minnsta kosti 26" skjá fyrir Full HD.

1680x1050 skjáirnir eru allir mjög svipaðir. Ég myndi kaupa LG skjáinn, því hann er ódýrastur og LG er fínt merki í LCD tækjum. Annars er oftast best að meta skjái í persónu, sérð betur "viewing angle" og þannig lagað.

Re: Skjár. Gæði vs verð

Sent: Mið 18. Mar 2009 14:46
af Dr3dinn
Þessi Philips 22'' LCD skjár lítur rosalega vel út. (2ms og fin upplausn)

Sjálfur er ég að leita mér skjá og hef mikið verið að spá í http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=19716

En mig grunar sterklega að phlipisinn verði frekar fyrir valinu... :)

Re: Skjár. Gæði vs verð

Sent: Mið 18. Mar 2009 14:54
af KermitTheFrog
Ég tæki E2200HD skjáinn í dag ef ég ætti að velja úr búð.

Re: Skjár. Gæði vs verð

Sent: Mið 18. Mar 2009 16:24
af Glazier
Mér var sagt að augað nemi 16 ms í svartíma og allt sem er undir því sérðu engann mun á þannig að ef skjár er með 10 ms í svartíma eða 2 ms svartími þá breytir það ekki neinu
veit ekki hvort þetta sé satt en ég gæti allveg trúað því

Re: Skjár. Gæði vs verð

Sent: Mið 18. Mar 2009 17:01
af Gúrú
Glazier skrifaði:Mér var sagt að augað nemi 16 ms í svartíma og allt sem er undir því sérðu engann mun á þannig að ef skjár er með 10 ms í svartíma eða 2 ms svartími þá breytir það ekki neinu
veit ekki hvort þetta sé satt en ég gæti allveg trúað því

Mynd


Og hvernig væri nú að googlea það í svona 5 sek og finna út að það er virkilega vitlaust áður en að þú segir þetta?

Re: Skjár. Gæði vs verð

Sent: Mið 18. Mar 2009 17:18
af CendenZ
þvílík steypa sem er að renna úr þessum nýliðum hérna.

1920 upplausn ekki að njóta sín ?
Er ekki í lagi ?????

1920*1200 upplausn á 17 tommu lappanum mínum nýtur sín mjög vel, frábært að vinna í honum ...

Tölvur og skjáir eru ekki gerðir bara fyrir leiki, eins og þið haldið stundum.

Re: Skjár. Gæði vs verð

Sent: Mið 18. Mar 2009 18:03
af Gúrú
CendenZ skrifaði:þvílík steypa sem er að renna úr þessum nýliðum hérna.

Joined: Þri 24. Sep 2002 15:29


Heeelvítis nýliðinn :D =D>

Re: Skjár. Gæði vs verð

Sent: Fim 19. Mar 2009 14:25
af Dr3dinn
Glazier skrifaði:Mér var sagt að augað nemi 16 ms í svartíma og allt sem er undir því sérðu engann mun á þannig að ef skjár er með 10 ms í svartíma eða 2 ms svartími þá breytir það ekki neinu
veit ekki hvort þetta sé satt en ég gæti allveg trúað því


HEHEHEHEHE

Var þetta í séð og heyrt eða?? :)

Manni grunar samt að þú sért að rugla saman að oft hefur verið talað um 60hz og 100hz umræðuna.
Þ.e. að menn sjá ekki mun á 60hz og 100hz osfr. (alveg upp í 200hz þess vegna)

P.s. ég fékk mér philips skjáinn sem er að koma mjög vel út. :) =D>