Síða 1 af 1

Margmiðlunaruppfærsla

Sent: Mán 02. Mar 2009 13:48
af Greykjalin
Daginn..

Ég er að setja saman Margmiðlunarturn sem er hugsaður í Adobe Master Collection CS4 (semsagt Photoshop, Illustrator, InDesign, After effects, Premiere o.fl.)
Ég geri ekki ráð fyrir mikilli leikjakeyrslu en útiloka ekki eitt og eitt run í Day of Defeat eða Battlefield 2.. :)


Ég leitaði ráða hjá Tölvuvirkni og þeir ráðlögðu mér að kaupa eftirfarandi búnað. Verðhugmyndin hjá mér var á milli 150 og 200k

- Turnkassi: Coolermaster CM690
- Aflgjafi: Sirtec High Power HPC-500-A125 m. 120mm viftu
- Móðurborð: AMD Gigabyte GA-MA790X-DS4
- Örgjörvi: AMD Phenom II X4 920 2.8GHz 45nm 6MB
- Vinnsluminni: 2x DDR2 800MHz - MDT Twinpacks 4GB CL5 2x2GB (semsagt 8GB total)
- Harður diskur 1: 250 GB (til nota fyrir stýrikerfi og forrit)
- Harður diskur 2: 1000GB (gagnadiskur og scratch diskur)
- Skjákort: NVIDIA - Sparkle Geforce 9500GT 512 MB DDR2 PCI
- Geisladrif: Sony OptiArc BR 5200S DVD +/- 20V S-ATA
- Stýrikerfi: Windows Vista Home PRemium 64-bita OEM

Tilboðið hljóðar upp á tæp 180k

Er þetta ekki bara ágætis samsetning hjá þeim? Eitthvað sem þið, mér fróðari, mynduð gera öðruvísi?

Sölumaðurinn talaði um að AMD væru að koma sterkir inn núna með þessa Phenom II örgjörva eftir langa lægð. Eruð þið sammála þvi eða er Intel ennþá málið?

Re: Margmiðlunaruppfærsla

Sent: Mán 02. Mar 2009 16:14
af Hnykill
tók nú bara svona test frá http://www.Kísildalur.is

Turnkassi - EZ-cool H-60B með 120mm viftu = 9.000
Aflgjafi - Tacens Radix II 520W = 12.500
Móðurborð - Gigabyte GA-EP45-UD3R = 24.900
Örgjörvi - Core 2 Duo E8400 Wolfdale (OEM) = 25.900
Vinnsluminni - GeIL 4GB Value PC2-6400 DC = 9.500
Harður Diskur 1 - Samsung Spinpoint 500GB SATA2 = 10.900
Harður Diskur 2 - Samsung Spinpoint 1TB SATA2 = 19.900
Skjákort - Inno3D GeForce 9600GT 512MB = 19.000
Geisladrif - Sony NEC DVD-skrifari SATA Svartur = 5.900
Stýrikerfi - ?? hef aldrei keypt pakkatölvu svo ég veit ekki hvernig það virkar nákvæmlega. eflaust láta þeir Windows Vista fylgja ef þú ert að kaupa heila tölvu.

= 138.400

+ Stærri aflgjafi
+ 2 GB meira í minni
+ 500 GB diskur staðinn fyrir 250 GB
+ Betra skjákort, 9600 GT staðinn fyrir 9500

Það er samt enginn lygi hjá þeim að Phenom II X3 og X4 Örgjörvarnir eru ekkert annað en snilldarverk. þeir öflugustu eru að keppa við Intel i7 og skila sama performance. aftur á móti eru ekki til nein góð móðurborð fyrir þessa örgjörva ennþá. það er hægt að nota þá í AM2 AM2+ móðurborðum og fá sér svo AM3 borð seinna þegar það er loks eitthvað varið í þau. sjálfir Örgjörvarnir virka jafn vel og skila sínu á AM2 borðum.. en AM2 er t.d takmarkað við DDR2 800 og fleira sem þú verður bara að googla sjálfur ;) ..allt í allt, viðað við verð og afköst, þá tæki ég þennan sem ég skrifaði fyrir ofan og sæi ekki eftir einustu krónu.

Þar sem ég tók þennan lista saman af bara hjá einni tölvuverslun gætiru ef til vill tekið sama lista og borið hann saman við aðrar verslanir. eflaust er einhver með sama hlut á betra verði. gott að kaupa heila tölvu samt hjá sama aðila ef þú vilt fá frítt stýrikerfi með o.s.f.

allavega, ég tók þetta saman. sjáum hvað aðrir segja um þetta ;)

hehe sorry, sá ekki þetta með Vinnsluminnið fyrr en ég las eftirá. hélt þú værir að segja bara 2GB en sá að það var 8GB. bættu þá bara við 4GB í viðbót og það er samt betra og ódýrara það sem ég skrifaði ;)

Re: Margmiðlunaruppfærsla

Sent: Mán 02. Mar 2009 16:32
af coldcut
Hnykill skrifaði:+ 2 GB meira í minni


ha? pakkinn frá tölvutækni er 8gb en þú settir 4gb?

Re: Margmiðlunaruppfærsla

Sent: Mán 02. Mar 2009 16:56
af Gúrú
Hnykill skrifaði:tók nú bara svona test frá http://www.Kísildalur.is

Turnkassi - EZ-cool H-60B með 120mm viftu = 9.000
Aflgjafi - Tacens Radix II 520W = 12.500
Móðurborð - Gigabyte GA-EP45-UD3R = 24.900
Örgjörvi - Core 2 Duo E8400 Wolfdale (OEM) = 25.900
Vinnsluminni - GeIL 4GB Value PC2-6400 DC = 9.500
Harður Diskur 1 - Samsung Spinpoint 500GB SATA2 = 10.900
Harður Diskur 2 - Samsung Spinpoint 1TB SATA2 = 19.900
Skjákort - Inno3D GeForce 9600GT 512MB = 19.000
Geisladrif - Sony NEC DVD-skrifari SATA Svartur = 5.900
Stýrikerfi - ?? hef aldrei keypt pakkatölvu svo ég veit ekki hvernig það virkar nákvæmlega. eflaust láta þeir Windows Vista fylgja ef þú ert að kaupa heila tölvu.;)


Uuuuu nei, ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir því hvað þeir græða lítið per tölvu, BT hefði kannski getað gert það.

Re: Margmiðlunaruppfærsla

Sent: Mán 02. Mar 2009 17:40
af TechHead
Ef við breytum upphaflega tilboðinu frá TV í eftirfarandi:

Sleppum stýrikerfinu
9500GT yfir í 9600GT
Breytum kassanum í sambærilegann og Kisildalur er með (gigabyte X6)

Þá endar pakkinn í 159.000 (með 8gb í minni og samsetningu)

Með öðrum orðum sama verð en 4 kjarnar í stað 2 ;)

Re: Margmiðlunaruppfærsla

Sent: Mán 02. Mar 2009 18:27
af KermitTheFrog
TechHead skrifaði:Ef við breytum upphaflega tilboðinu frá TV í eftirfarandi:

Sleppum stýrikerfinu
9500GT yfir í 9600GT
Breytum kassanum í sambærilegann og Kisildalur er með (gigabyte X6)

Þá endar pakkinn í 159.000 (með 8gb í minni og samsetningu)

Með öðrum orðum sama verð en 4 kjarnar í stað 2 ;)


- Stýrikerfi