Síða 1 af 1

Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Sun 01. Mar 2009 22:22
af Heliowin
Ég er orðinn dálítið þreyttur á píphljóði tölvu sem ég setti saman árið 2006.

Hún er búinn að láta svona allan tímann held ég í hvert skipti sem ég ræsi hana og kemur þá stutt píp. Ég held að það sé ekkert að henni og að þetta eigi að vera svona því hún virkar alltaf mjög vel og hefur aldrei bilað. Hún er í gangi mest allan sólarhringinn og set ég hana af og til í standby á meðan ef ég þarf að bregða mér frá.

Ég hef reynt að kíkja í móðurborðs stillingarnar en finn ekki neina stýringu sem gæti slökkt á þessu.

Ég er með aðra tölvu sem ég setti saman sama ár og hún pípar ekki þegar ég ræsi hana og vil því spyrja ykkur ef þið hefðuð einhverjar hugmyndir um það hvort hin tölvan þurfi þá endilega að pípa og hvort einhver möguleiki sé á því að disabla þetta.

Ég vil taka fram að ég vilji helst hafa möguleika á að geta heyrt píp hljóð sem gætu komið ef einhverjar villur gætu komið upp.

Helstu íhlutir hennar eru:


Re: Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Sun 01. Mar 2009 22:48
af Gúrú
Jáá, ég hef líka gríðarlegan áhuga á því ef að einhver hefur lausn við þessu, mín bootar einhverja viftu í fullu í 4 sekúndur og svo kemur mjög, mjög hávært, BÍBB.

Gigabyte P35C-DS3R

Re: Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Sun 01. Mar 2009 22:59
af krissi13
sko ... þetta "stutta" píp það er bara því að hún er að láta vita að allt sé í lagi , en ef hún gerir langt pííp og gerir ekkert , þá er eitthvað að , eins og með mína tölvu , þá pípar hún alltaf stutt þegar ég kveiki á henni og ég setti mína saman árið 2008"byrjun árs" ;)

Re: Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Sun 01. Mar 2009 23:19
af Gúrú
krissi13 skrifaði:sko ... þetta "stutta" píp það er bara því að hún er að láta vita að allt sé í lagi , en ef hún gerir langt pííp og gerir ekkert , þá er eitthvað að , eins og með mína tölvu , þá pípar hún alltaf stutt þegar ég kveiki á henni og ég setti mína saman árið 2008"byrjun árs" ;)


Við, eða ég allavegana, veit af því, en við, eða ég allavega, vil fá upplýsingar um það hvort að ég geti slökkt á þessu "AlltílagiBÍÍBBB"-i eiður ei.

Re: Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Mán 02. Mar 2009 00:02
af Heliowin
krissi13 skrifaði:sko ... þetta "stutta" píp það er bara því að hún er að láta vita að allt sé í lagi , en ef hún gerir langt pííp og gerir ekkert , þá er eitthvað að , eins og með mína tölvu , þá pípar hún alltaf stutt þegar ég kveiki á henni og ég setti mína saman árið 2008"byrjun árs" ;)

Já takk fyrir þetta hljómar vel.

Eins og Gúrú nefnir þá er ágætt að fá að vita hvort hægt sé slökkva á þessu.

Edit: ég man eftir einhverjum gömlum þráð þar sem gamlar kempur voru að ræða um þetta en ég fékk ekkert út úr því eða vildi ekki hlusta enda voru ráðin ekki mér að skapi.

Re: Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Mán 02. Mar 2009 00:09
af Cikster
uhmmm, á flestum móðurborðum þá er þetta bara tengt í lítinn hátalara sem er annahvort standandi beint upp úr front panel tengjunum eða í hátalara sem er fastur í kassanum þannig að er ekkert mál að taka þetta úr sambandi.

Hinsvegar þyrfti þá að tengja þetta aftur ef tölvan bilar einhvertíman til að fá "píp" kódana.

Re: Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Mán 02. Mar 2009 00:13
af Heliowin
Cikster skrifaði:uhmmm, á flestum móðurborðum þá er þetta bara tengt í lítinn hátalara sem er annahvort standandi beint upp úr front panel tengjunum eða í hátalara sem er fastur í kassanum þannig að er ekkert mál að taka þetta úr sambandi.

Hinsvegar þyrfti þá að tengja þetta aftur ef tölvan bilar einhvertíman til að fá "píp" kódana.

Ok takk fyrir mun athuga þetta.

Re: Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Mán 02. Mar 2009 00:43
af KermitTheFrog
Gúrú skrifaði:Jáá, ég hef líka gríðarlegan áhuga á því ef að einhver hefur lausn við þessu, mín bootar einhverja viftu í fullu í 4 sekúndur og svo kemur mjög, mjög hávært, BÍBB.

Gigabyte P35C-DS3R


Minnir að vinur minn hafi verið með svona borð með nákvæmlega sömu einkenni. Það var bara gallað og hann fékk því skipt í annað borð

Re: Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Mán 02. Mar 2009 07:56
af Gúrú
KermitTheFrog skrifaði:
Gúrú skrifaði:Jáá, ég hef líka gríðarlegan áhuga á því ef að einhver hefur lausn við þessu, mín bootar einhverja viftu í fullu í 4 sekúndur og svo kemur mjög, mjög hávært, BÍBB.

Gigabyte P35C-DS3R


Minnir að vinur minn hafi verið með svona borð með nákvæmlega sömu einkenni. Það var bara gallað og hann fékk því skipt í annað borð


Já, en mín heldur þó áfram að boota sig upp og gerir það, mig grunar að vinar þíns móðurborð hafi ekki gert það?

Re: Tölva pípar alltaf við ræsingu og hefur gert allan tímann

Sent: Mán 02. Mar 2009 08:47
af KermitTheFrog
Gúrú skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
Gúrú skrifaði:Jáá, ég hef líka gríðarlegan áhuga á því ef að einhver hefur lausn við þessu, mín bootar einhverja viftu í fullu í 4 sekúndur og svo kemur mjög, mjög hávært, BÍBB.

Gigabyte P35C-DS3R


Minnir að vinur minn hafi verið með svona borð með nákvæmlega sömu einkenni. Það var bara gallað og hann fékk því skipt í annað borð


Já, en mín heldur þó áfram að boota sig upp og gerir það, mig grunar að vinar þíns móðurborð hafi ekki gert það?


Nei, það gerði það ekki