Síða 1 af 1
Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Lau 28. Feb 2009 23:57
af TwiiztedAcer
Þetta er frekar gömul tölva, hún er orðin 2ja ára
Þegar ég ræsi henni heyrist píp og nær ekki að starta windowsinu
Ég var að fá nýtt vinnsluminni í hana því hún var alltaf helvíti hæg
Ég setti það í svo virkaði tölvan bara fínt, svo eftir 2 daga kemur einhvað píp hljóð frá tölvunni
Ég hef prufað að taka nýja vinnsluminnið í burtu og hafa það gamla í, en enginn breyting, sama helvitis pípið...
Svo er eitt athyglisvert að hún sýnir bara 1,5GB en hún á að vera með 2GB
Það er 4 slots í móðurborðinu fyrir ramið og ég er með 1GB og 2x512MB
Re: Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Sun 01. Mar 2009 00:31
af KermitTheFrog
Möguleiki á bilaðri minnisrauf með þessi 1,5GB
Annars áttu að geta nálgast svona "pípráðninga-manual" á heimasíðu framleiðanda móðurborðs
Re: Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Sun 01. Mar 2009 01:09
af TwiiztedAcer
KermitTheFrog skrifaði:Möguleiki á bilaðri minnisrauf með þessi 1,5GB
Annars áttu að geta nálgast svona "pípráðninga-manual" á heimasíðu framleiðanda móðurborðs
Það er eins og hljóðið kemur frá þarnna þar sem ég merkti á myndinni fyrir ofan
(Þetta er ekki það sama móðurborðið)
Re: Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Sun 01. Mar 2009 01:22
af KermitTheFrog
Jah, móðurborð hafa svona speaker á sér sem gefur frá sér píp (flest allavega) og það fer eftir fjölda pípa og bils á milli pípa hvað vandamálið er. Skoðaðu manualinn fyrir móðurborðið bara
Re: Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Sun 01. Mar 2009 22:55
af TwiiztedAcer
KermitTheFrog skrifaði:Jah, móðurborð hafa svona speaker á sér sem gefur frá sér píp (flest allavega) og það fer eftir fjölda pípa og bils á milli pípa hvað vandamálið er. Skoðaðu manualinn fyrir móðurborðið bara
Er ekki með manualið :\
Re: Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Sun 01. Mar 2009 23:00
af krissi13
leitaðu þá af því á GOOGLE
Re: Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Mán 02. Mar 2009 12:11
af TwiiztedAcer
krissi13 skrifaði:leitaðu þá af því á GOOGLE
Hvernig fer ég að því?
Ég veit ekkert hvernig þetta móðurborð er
Re: Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Mán 02. Mar 2009 12:17
af Gullisig
það stendur á því "MSI p6ngm"
Re: Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Mán 02. Mar 2009 12:20
af TwiiztedAcer
Gullisig skrifaði:það stendur á því "MSI p6ngm"
Ég er búinn að reyna að leita á móðurborðinu hvað það heitir en ég finn það bara ekki
Re: Heyrist PÍP í tölvunni
Sent: Fim 12. Mar 2009 13:28
af Safnari
Ef þú hefur aðgang að annari tölvu, þá getur prófað að fara inn á þessa heimasíðu.
http://www.bioscentral.com/beepcodes/awardbeep.htm (finnur líka aðra bios framleiðendur þar)
Þú getur líka farið á þessa youtube síðu
http://www.youtube.com/watch?v=NbPjj4bIUrEdæmi..
""Repeating (endless loop) = Memory error, Check for improperly seated or missing memory''''
Annars áttu að geta fundið framleiðanda og týpu númer móðurborðsinns stenslað með hvítum stöfum í nágreni við skjákorts raufina,
eða á milli hinna (pci) raufanna. Gætir þurft að taka kortin úr til að sjá.
subtextin hjá þér (lenovo 3000 N100) er laptop, hefur gamla tölvan ekki eitthvað "nafn"