Síða 1 af 1

AaaaA! Ég heyri ekkert!

Sent: Fös 21. Nóv 2003 22:29
af Damien
Ég fæ ekkert hljóð úr tölvunni minni :?
Ég er með innbyggt hljóðkort á Asus P4P800-Deluxe og það tók upp á því
að gefa mér ekkert hljóð þegar ég var búinn að setja nýtt skjákort, nýtt
minni og nýjan örgjörva.

Ég er búinn að prufa allt sem mér dettur í hug þ.á.m. update'a drivera,
skipta um hátalara/headphone'a, kíkja í hardware manager, kíkja á
windows troubleshooter og kíkti líka í bios og ég get ekki betur séð en að
allt sé í lagi :? Hún meira að segja Detectar þegar ég sting nýju tengi í
jackinn(þ.e. þegar ég skipti t.d. úr hátölurum í headphone'a).
En hún vill ekki gefa mér hljóð

P.s. ég er líka búinn að gá hvort það sé á mute(sem var ekki).

Sent: Lau 22. Nóv 2003 11:22
af Drizzt
Athugaðu eitt, ég keypti mér gigabyte borð frá task.is um daginn og þeir gerðust svo rausnarlegir að skella örranum og viftunni á borðið. Svo þegar ég kem heim þá virkar innbyggða hljóðkortið ekki auk þess sem usb portin virðast flökta inn og út.

Það kom í ljós að þegar þeir settu örraviftuna á þá höfðu þeir rispað einhvern kubb eitthvað pínulítið og vegna þessa þá virkaði hljóðkortið ekki.

Veit ekki hvort þetta hjálpar nokkuð en það má athuga :?

...og jackinn detectaði líka þegar ég lét hálarana í samband.

Sent: Lau 22. Nóv 2003 11:47
af Lakio
Í Bio´s er hægt að aftengja hk... þú gætir kíkt á að

Sent: Lau 22. Nóv 2003 13:07
af Hlynzi
http://www.asus.com.tw/support/download ... 0%20Deluxe


ftp://ftp.asus.com.tw/pub/ASUS/misc/aud ... M_3630.zip


Náðu í nýjan audio driver. Svo er líka stilling í bios, disable/enable audio device eða álíka, gæti verið það sem sé að trufla. Og í guðanna bænum ekki gleyma svo (start>run> sndvol32.exe ) vonandi ekki "mute all" eða þannig á hjá þér ?

Sent: Lau 22. Nóv 2003 16:47
af Damien
Ég er ekki með neitt á mute, ég er með nýjustu drivera og biosinn er eðlilegur.

Ég veit nú ekki til þess að ég hafi rispað einhvern kubb, en reyndar var ég að setja nýjan örgjörva í :?

Skrýtið...

Sent: Mán 24. Nóv 2003 16:07
af viddi
það heitir að kaupa sér nýtt hljóðkort


Döööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööö

Sent: Mán 24. Nóv 2003 18:36
af Damien
Já einmitt, ég held það endi bara með því...

Sent: Mán 24. Nóv 2003 23:15
af gnarr
núna hefuru afsökun fyrir því að taka gott kort með eax og öllu :) 128rása 3d og sona :lol:

Bios uppfærsla

Sent: Þri 25. Nóv 2003 19:14
af vedder
Mæli með uppfærslu á bios á þessu móðurborð. Það eru miklar breytingar frá fyrsta bios og til síðasta.

Mæli með Windows forritinu til að flasha en í guðanabænum náðu í nýjasta forritið af asus.com :)

Sent: Sun 07. Des 2003 18:36
af Damien
Hehe ég er búinn að laga þetta...
Ég er með sonna frontpanle audio, var ekki með þetta tengt en um leið og ég tengdi þetta við móðurborð'ið þá kom hljóðið inn!!!

stupid.. :roll:

Sent: Sun 07. Des 2003 18:51
af Hlynzi
Damien skrifaði:Hehe ég er búinn að laga þetta...
Ég er með sonna frontpanle audio, var ekki með þetta tengt en um leið og ég tengdi þetta við móðurborð'ið þá kom hljóðið inn!!!

stupid.. :roll:


Góður !!!