Síða 1 af 1
Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Mið 18. Feb 2009 23:52
af McArnar
Sælt veri fólki
Var að setja upp media center og fékk mér 1.stk Asus HD3450. Þegar ég er búinn að stilla á HD með HDMI þá eru skrítnir pixlar á skjánum og svona "flökkt línur" sem poppa upp yfir skjáinn. er búinn að keyra þetta sjónvarp áður í 720p og það hefur aldrei verið svona. Spurningin er hvort þetta gæti verið kapallinn eða eitthvað annað. Þetta eru nú ekki flóknar stillingar en kannski er ég að gera eitthvað vitlaust.
Takk fyrir
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Mið 18. Feb 2009 23:55
af krissi13
prufaðu að fara á :
http://www.filehippo.com og sæktu : K-lite Mega Codec pack og gáðu hvort það lagast
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Fim 19. Feb 2009 01:31
af Hyper_Pinjata
slepptu helv. K-Lite pakkanum....versti codecpakki sem ég veit um...án djóks....Sæktu frekar CCCP Pakkann...sérsamsettur fyrir Háskerpuáhorf...
Held það komi tvö forrit með til að horfa á kvikmyndir, MPC (Media Player Classic,Codechlaðinn í kássu) og einhver annar sem ég man ekki hvað heitir,enda nota ég hann aldrei.
Sækja CCCP:
http://www.cccp-project.net/download.php?type=cccp (download gluggi ætti að poppa upp nokkrum sekúndum eftir að þú klikkar á linkinn).
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Fim 19. Feb 2009 08:18
af FummiGucker
með CCCP codec packanum kemur
Media Player Classic Homecinema
og
Zoom Player
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Fim 19. Feb 2009 09:40
af McArnar
Ætla að prufa codec-ana í dag, Læt vita hvernig gengur. Prufa líka nýjan kapal.
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Fim 19. Feb 2009 18:30
af McArnar
Virkaði hvorugt...nýr kapall eða codec.
getur þetta kannski verið rafmagnstruflun? Eykst og minkar til skiptis.
hmmmm...
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Fim 19. Feb 2009 19:33
af lukkuláki
Skjákortið gallað ?
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Fös 20. Feb 2009 07:36
af McArnar
held nefnilega ekki. Þessar línur birtast t.d ekki í startup eða þegar ég skoða BIOS. Koma ekki fyrr en í desktop.
Spurning hvort þetta geti verið einhver rafmagnstruflun?? eða bara algjört crap kort....
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Fös 20. Feb 2009 09:42
af TechHead
Ýttu a F8 áður en Windows byrjar að hlaðast upp og veldu "Enable VGA Mode" til að disable´a skjákorts reklana tímabundið.
Ef rendurnar eru enn til staðar eftir það þá ertu líklegast með bilað skjákort eða móðurborð, ef ekki þá er líklegt að þetta sé rekla conflict
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Lau 21. Feb 2009 20:24
af krissi13
kannski vírus?
Re: Asus HD3450 Skrítinn HD mynd
Sent: Mán 23. Feb 2009 19:41
af McArnar
Held að ég sé búinn að fynna út úr þessu. HDMI tengin á sjónvarpinu eru eitthvað biluð eða sjónvarpið sjálft. Fer í tékk á morgun.
Takk fyrir hjálpina