Síða 1 af 1
Jólauppfærsla,, ráðleggingar
Sent: Mán 17. Nóv 2003 23:52
af God.Rebel
Já ég er einsog margir að spá í að uppfæra tölvuna.. málið er að ég veit ekki hvað né hvaða vörur ég ætti að kaupa, þess vegna var ég að spá í að gefa upp hvernig tölvan er núna og þið gætuð kanski leiðbeint mér með restina.
Skjár: Var með rándýran Targa skjá sem er annaðhvort bilaður eða ónýt snúra, er núna með 15" compaq skjá sem er frekar ömurlegur.
Hd: Er með 2 Samsung. annar er 120 gb 7200/8mb, hinn er 160 gb 7200/8mb
Skjákort: Nvidia GEforce 4 mx 440-se 64(mb video) (128 mb agp)
Bios: Asus a7v333
Processor: Amd athlon xp 1800+ (speed 1.53 ghz) Duron m6
(front size buz speed 266mhz)
minni: 512 mb
og svona í lokin þá var ég að kaupa mér samsung brennara bara ósköp venjulegan.. en hvað ætti ég að gera..!!
og eitt enn hitinn mælist 54 gráður,, er það ekki of mikið!!
Sent: Þri 18. Nóv 2003 00:07
af gumol
Þú sagðir það eiginlega sjálfur, nýtt móðurborð og örgjörva, auðvita Intel
Svo fá sér 9600 PRO eða betra og skjá sem ræður við amk 1400*1200 100Hz
Sent: Þri 18. Nóv 2003 00:11
af God.Rebel
já ok.. en geturu komið með meiri details.. hvaða týpu og hvað það myndi kosta... takk:)
Sent: Þri 18. Nóv 2003 00:15
af odinnn
vaktin.is er með verðin á þessu og síðan veluru bara hvað þú vilt eyða miklu.
Sent: Þri 18. Nóv 2003 00:27
af God.Rebel
já ég er búinn að gera mér grein fyrir því.. en var að leitast eftir því hvað væru bestu kaupin í því sem ég ætti að´uppfæra ef ég segðist ætla að eyða svona normal í það.
Sent: Þri 18. Nóv 2003 00:38
af odinnn
Intel 2.8 vs AMD 3000+ 26-28þ
eitthvað gott móðurborð 15-20þ
Radeon 9800 Pro 44þ
85-92þ
Intel 2.6 vs AMD 2800+ 20-22þ
ágætt móðurborð um 16þ
Radeon 9600Pro eða notað Nvidia GF4 Ti 10-18þ
46-56þ
Re: Jólauppfærsla,, ráðleggingar
Sent: Þri 18. Nóv 2003 12:27
af Pandemic
God.Rebel skrifaði:Skjár: Var með rándýran Targa skjá sem er annaðhvort bilaður eða ónýt snúra, er núna með 15" compaq skjá sem er frekar ömurlegur.
Ég var nú með 13 tommu og ég hef ekki fengið betri skjá til grafískrar vinnslu.
Sent: Þri 18. Nóv 2003 22:22
af God.Rebel
nei, ég trúi því.. maður er bara svo uppfullur af þeim hugmyndum því stærra því betra..
þar sem er ég mikið í leikjum þá er kanski skemmtilegra að spila á 19" heldur en 13"
annars er það bara mín skoðun
Sent: Mið 19. Nóv 2003 00:47
af inFiNity
Hmm spurninginn er bara hvað viltu eyða miklu, bestu kjörinn i dag er greinlega Radeon9600pro (nokkir þúsundkallar meira 9700!!)
ef ég væri að fara uppfæra fyrir svona 50þús þá myndi ég fá mér.
P4P800! mæli eindregið með því
http://www.computer.is/vorur/2448
Radeon 96(7)00
http://www.computer.is/vorur/3593
og auðvita Intel 2,4 (getur oc uppí 3gz jafnvel meira)
http://www.computer.is/vorur/3105
Svo 19" með
trinitron túpu... sem kostar sítt :
Re: Jólauppfærsla,, ráðleggingar
Sent: Mið 19. Nóv 2003 00:59
af Fletch
Pandemic skrifaði:Ég var nú með 13 tommu og ég hef ekki fengið betri skjá til grafískrar vinnslu.
nei, þessu trúi ég nú ekki
Fletch
Sent: Mið 19. Nóv 2003 14:31
af Pandemic
Fletch ég er með 17 tommu núna og hann er hræðilegur hinn var svo skír að það var ekki eðlilegt. Nátturulega betra að vera með stærri
Sent: Mið 19. Nóv 2003 15:41
af Zaphod
ef þú ert bara að spá í að uppfæra einn hlut fyrir Jólinn . Þá myndi ég byrja á skjákortinu .
Radeon er stálið , ekki einu sinni skoða FX . Þó verðið freisti margra þá er FX bara skítur. .. . .
Sent: Fim 20. Nóv 2003 02:23
af God.Rebel
þetta hljómar allt mjög vel..
nei ætli maður byrji ekki á því að kaupa Ati Radeon 9600 Pro næst þegar ég fæ útborgað 1 des:) og gefi sjálfum sér það í jólagjöf.
Kaupi síðan nýja örran í jan, móðurborð í feb og síðan koll af kolli..
Er það samt þess virði að fá sér svona kort.. kostar 22000 nema einhver vilji selja mér notað, meina mynduð þið fá ykkur ef þið hefðuð efni á þessu. Er þetta kort svona klikkað!
annars þá væri ég allveg til í að versla svona notað af einhverjum:)
Sent: Fim 20. Nóv 2003 02:45
af BoZo
God.Rebel skrifaði:þetta hljómar allt mjög vel..
nei ætli maður byrji ekki á því að kaupa Ati Radeon 9600 Pro næst þegar ég fæ útborgað 1 des:) og gefi sjálfum sér það í jólagjöf.
Kaupi síðan nýja örran í jan, móðurborð í feb og síðan koll af kolli..
Er það samt þess virði að fá sér svona kort.. kostar 22000 nema einhver vilji selja mér notað, meina mynduð þið fá ykkur ef þið hefðuð efni á þessu. Er þetta kort svona klikkað!
annars þá væri ég allveg til í að versla svona notað af einhverjum:)
http://tolvuvirkni.net/pw?inc=view&flo= ... PC_9600PRO
18 þúsund kall
Sent: Fim 20. Nóv 2003 03:23
af gnarr
þetta kort er ekki nema örfáum skrefum á eftir 9700-9800pro/xt kortunum. VEL þess virði.
Sent: Fim 20. Nóv 2003 23:44
af Roger_the_shrubber
Ég er nú með 5 ára gamla tölvu hérna, er eitthvað vit í að reyna uppfæra hana
Langar nefnilega í tölvu til að setja Linux og solleis á
Hún er 300 MHz(AMD K6-2) og með 64MB vinnsluminni og 52X geisladrif, vantar allt annað
Hvað segiði? Uppfæra eða ekki?
Sent: Fös 21. Nóv 2003 00:52
af Lakio
nota sem server?
Sent: Fös 21. Nóv 2003 02:29
af Roger_the_shrubber
Jafnvel.. er ekki búinn að koma því alveg á hreint, gæti þess vegna bara orðið jólagjöf til einhvers eða eitthvað.. hafði bara hugsað mér að fikta eitthvað til og svona
Sent: Fös 21. Nóv 2003 02:50
af gnarr
frekar myndi ég gefa notaðann smokk en þetta
Sent: Fös 21. Nóv 2003 13:29
af MezzUp
ég er með 300Mhz'a tölvu og er að nota sem server. Þarft ekkert að uppfæra ef að þú ætlar bara að vera með server, en ef þú ætlar að nota X þá myndi ég a.m.k. bæta við vinnsluminni
Sent: Fös 21. Nóv 2003 13:32
af Roger_the_shrubber
gnarr skrifaði:frekar myndi ég gefa notaðann smokk en þetta
Ég myndi nú ekki gefa hana eins og hún er núna, ég myndi gefa hana
eftir að ég væri búinn að uppfæra hana.
Ég er að spyrja hvort það sé vit í algjöra uppfærslu eða bara kaupa það sem vantar uppá