Síða 1 af 1

Hjálp

Sent: Mið 17. Des 2008 13:24
af Vassili
Góðan dag.

Ég lenti í einhverju fáránlegu með tölvuna mína.. einn daginn þegar að kærastan mín ætlar að kveikja á henni, kemur bara upp einhver skjár sem ég hef aldrei séð áður og það gerist ekkert.

Mynd

Þetta kemur allavega upp um leið og það er kveikt á tölvunni, og svo gerist ekkert, nema þetta blikkar svona.. verður aðeins skærara, og svo aftur svona

Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er eða hvernig ég get lagað þetta. Einhver með einhverjar uppástungur?

Fyrirfram þakkir
Vassili

edit*
Þess má líka geta að þetta er ekki mjög nýleg vél.

Re: Hjálp

Sent: Mið 17. Des 2008 13:32
af einarornth
Grillað skjákort.

Re: Hjálp

Sent: Mið 17. Des 2008 13:41
af Allinn
Skjákortið eða skjárinn er ónýtt. Held að þetta er vesen sem ekki er hægt að laga.

Re: Hjálp

Sent: Mið 17. Des 2008 19:40
af beatmaster
Allinn skrifaði:Skjákortið eða skjárinn er ónýtt. Held að þetta er vesen sem ekki er hægt að laga.
Jú það er hægt að laga það ef að það er hægt að skipta út skjákortinu eða skjánum ef að þetta er ekki fartölva

Re: Hjálp

Sent: Mið 17. Des 2008 19:43
af Allinn
beatmaster skrifaði:
Allinn skrifaði:Skjákortið eða skjárinn er ónýtt. Held að þetta er vesen sem ekki er hægt að laga.
Jú það er hægt að laga það ef að það er hægt að skipta út skjákortinu eða skjánum ef að þetta er ekki fartölva


Já þá á ég við ekki hægt að laga Skjákortið eða Skjáinn.

Re: Hjálp

Sent: Mið 17. Des 2008 20:43
af lukkuláki
Skjákort
Ef hún er í ábyrgð þá coverar ábyrgðin þetta (skipt um móðurborð eða skjákort ef það er hægt)
en ef hún er ekki í ábyrgð þá ertu í slæmum málum.