Síða 1 af 1

Cpu Vandamál

Sent: Fim 06. Nóv 2003 04:15
af MarlboroMan
Sælir Vaktmenn ég er hérna með smá heilabrjót fyrir ykkur,sko málið er það að ég er hérna með tölvu sem ég var beðinn um að kíkja á vegna þess að að hún væri alltaf að frjósa.Ég byrja á því að keyra burnintest á henni og viti menn frost eftir sirka 2mín.Ég fer í þessa vanalegu rútínu ss skipti út minni ath skjákort psu o.s.f og alltaf sama sagan FROST og á endanun kemst ég að þeirri niðurstöðu að þetta sé bara annaðhvort móbóið eða cpu.Svo ég fer í það að rífa út örran úr annarri p3 vél sem ég átti til pIII 550 mhz 100hz bus og set hann í staðinn fyrir þennan væntanlega bilaðan pIII 1ghz 133hz bus og keyri burnintest og viti menn gengur eins og smurð.ENN ég ákveð að prófa þennan bilaða örgjörva í þessari vél sem ég tók 550kubbin úr og læt hana fara í gegnum burnintest og hún tekur upp á því að renna í gegnum það eins og ekkert sé.Semsagt nú gannga báðar vélarnar fínt með örrunum úr hvor annarri.Svo ég svissa örrunum aftur og það fer allt í sama far aftur.

Spurning mín til ykkar er semsagt hvað haldið að sé farið
móbóið eða örrinn :? .Góð ráð vel þeginn

Sent: Fim 06. Nóv 2003 09:16
af GuðjónR
Þetta er stórfurðulegt, en ef þær ganga báðar fullkomlega ef þú svissar örgjörvum...ef hverju þá ekki að svissa þeim og láta það vera svoleiðis?

Þetta þarf ekki endilega að vera bilun, þessi ákveðni örri er ekki að virka með þessu ákveðna móbói, en bæði virka fínt án hvors annars.

Ég hef lent í nákvæmlega svona með minni, ég átti einu sinni 3x 128mb sdram.
Ég gat bara notað ákveðna tvo eða einn stakann, ég gat ekki blandað þeim saman.
Sitt í hvoru lagi virkuðu þeir fínt. Sennilega er þetta svipað óútskýranlegt vandamál.

Sent: Fim 06. Nóv 2003 11:46
af kiddi
Ertu búinn að prófa að uppfæra BIOS ? Gæti verið að þessi 1ghz örgjörvi sé á Tualatin-core en ekki Coppermine eins og tíðkaðist með flesta 500mhz+ P3 örgjörva? (Þú þyrftir þá móðurborð sem styður Tualatin)

Sent: Fim 06. Nóv 2003 12:53
af viddi
þetta gerðist hjá mér ég fór með vélina mína í viðgerð
það kom í ljós að það var eitthvað straumrof á milli skjákortsins og móbósins

ég lét þá bara skifta um allt draslið
og hún virkar fínt núna

Sent: Fim 06. Nóv 2003 13:33
af MarlboroMan
Þakka góðar ábendingar en til að að svara kidda þá hefur þessi tölva verið í góðu lagi í 2 eða 3 ár með þessum örgjörva þannig að ég efast um að það þurfi að flasha bios.Ég var reyndar að pæla í einu getur verið að móbóið sé eitthvað að klikka og nær hreinlega ekki að keyra sig í 133hz bus en nær einhvernveginn að spjara sig á 100hz bus??.Það sem ég ætla að prufa næst er að skella p3550 örranum aftur í og keyra hann á 133hz bus og vita hvernig það gengur.