Síða 1 af 1
Datt í gólfið
Sent: Mán 24. Nóv 2008 18:28
af musaling
hverjir reyna að ná gögnum útaf hörðum diskum hérna á íslandi?
það eru mjög mikilvæg gögn inná honum.
þetta er 3.5" WD 200GB diskur og var i hýsingu, nú þegar ég reyni að kveikja á hýsinguni þá gerist ekkert.
reikna með að diskurinn er dauður líka, ætla samt að prufa að kaupa aðra hýsingu og prófa hvort hún hafi bara dáið.
Re: Datt í gólfið
Sent: Mán 24. Nóv 2008 18:42
af Allinn
Harðir Diskar eru svakalega viðkvæmir þannig að ég tel að hann er ónýtur en ekki veit ég hvernig maður gétur fengið skrár til baka.
Re: Datt í gólfið
Sent: Mán 24. Nóv 2008 19:16
af AngryMachine
Tölvutek auglýsir
þessa þjónustu. Veit ekki hvort þeir höndla harða diska en sakar ekki að spyrja.
Re: Datt í gólfið
Sent: Þri 16. Des 2008 07:12
af Hyper_Pinjata
váu...sæktu þér bara forritið með OnTrack búnaðinum (man reyndar sjálfur ekki hvað forritið hét) en já...með svona stóran disk gæti þetta kostað þig slatta.....var stundum í þessu forriti í vinnunni....fann einusinni klám inná 4gb hörðum diski sem félagi minn átti frá 1995....og já....ég varð mjög mjög hissa....
Re: Datt í gólfið
Sent: Þri 16. Des 2008 10:33
af ManiO
Hyper_Pinjata skrifaði:váu...sæktu þér bara forritið með OnTrack búnaðinum (man reyndar sjálfur ekki hvað forritið hét) en já...með svona stóran disk gæti þetta kostað þig slatta.....var stundum í þessu forriti í vinnunni....fann einusinni klám inná 4gb hörðum diski sem félagi minn átti frá 1995....og já....ég varð mjög mjög hissa....
Forrit gerir nú varla gagn ef að plattarnir snúast ekki
Ef ekkert hljóð heyrist þá eru plattarnir ekki að snúast. Þú gætir hugsanlega talað við stóru tölvubúðirnar, EJS og Nýherja t.d. og sjá hvort þeir bjóðist til að senda diskinn út fyrir þig í data recovery, en ef þeir bjóða upp á það þá verður það sárt fyrir veskið (held að engin búð né fyrirtæki bjóða upp á þetta hér á landi).