Vantar uppfærsluráðgjöf
Sent: Mið 29. Okt 2008 23:13
Sælir,
Eftir að hafa spurt bróður minn ráða um uppfærslu sagði hann: "spurðu bara á vaktin.is, þeir þekkja þetta miklu betur en ég." Ég vissi ekki af þessari vefsíðu fyrr en núna
Tölvan mín er orðin ríflega 7 ára gömul. Nú langar mig að kaupa mér nýja svo ég geti spilað eitthvað af þessum leikjum sem hún hefur ekki getað höndlað hingað til: HL2, TF2, Stalker, o.s.frv. Svo auðvitað Left 4 Dead þegar hann kemur
Hún verður að vera hljóðlát.
Ekki væri verra ef hún myndi endast mér önnur 7 ár eða svo.
Ég hef skoðað nokkur tölvutilboð, en það sem ég þekki ekki nógu vel eru móðurborðin, hvort aflgjafarnir eru í raun nógu góðir og hvort innbyggt hljóðkort (öll tilboðin þannig) er virkilegur löstur eða ekki. Windows Vista eða Windows XP er líka spurning. XP diskurinn minn er líklega týndur. Ég hafði líka hugsað mér að dual-boota með Ubuntu.
Kostnaðinn hafði ég hugsað mér ekki meiri en 140-150þús, en auðvitað væri best að sleppa með ódýra tölvu. Kannski eru þessi tilboð sem ég hef skoðað algjört overkill, ég bara veit það ekki. Það eru a.m.k. tvö uppá 160þús... Þetta er það sem kvöldið mitt fór í að skoða:
109þús -> @tt -> Intel Tölva 3 -> E7200, 2GB minni, 500GB diskur, GeForce NX9500GT 512MB, Vista Home Premium
116þús -> Tölvuvirkni -> Öflugi Heimilisturninn -> Quad Q9300, 4GB minni, 500GB diskur, GeForce 9600GT 512MB
117þús -> Kísildalur -> Intel Úrvalsturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4850 512MB
130þús -> @tt -> Intel Tölva 4 -> E8400, 4GB minni, 640GB diskur, GeForce NX9600GT 512MB, Vista Home Premium
140þús -> Tölvutek -> Gigabyte Poseidon tölvutilboð 1 -> E8400, 4GB minni, 750GB diskur, GeForce 9800 GT 512MB, Vista Home Premium
149þús -> Tölvuvirkni -> Megaturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4870 512MB
150þús -> Kísildalur -> Ofurturninn (Dual-Core) ->E8400, 4GB minni, 750GB diskur, ATI HD4870 512MB
160þús -> Tölvutek -> Gigabyte Poseidon tölvutilboð 2 E8500, 4GB minni, 750GB diskur, DVD skrifari, ATI HD4850 1GB, Vista Home Premium
160þús -> @tt -> Intel Tölva 5 -> Quad Q9400, 4GB minni, 750GB diskur, GeForce 9800GTX 512MB, Vista Home Premium.
Ég hef ekki borið saman mismunandi verð hjá sömu verslunum nema þessi tvö tilboð hjá Tölvuteki. Þar er eini munurinn örgjörvinn og skjákortið og segja þeir að það samsvari 20þús kr. Ég skoðaði hinsvegar verðmuninn á þessum tveimur vörum hjá þeim og hann sýndist mér vera samtals 13þús... Kannski er betri aflgjafi í dýrara tilboðinu, a.m.k. tekið fram að hann sé 720W.
Jæja, hvað segir vaktin við þessu?
Eftir að hafa spurt bróður minn ráða um uppfærslu sagði hann: "spurðu bara á vaktin.is, þeir þekkja þetta miklu betur en ég." Ég vissi ekki af þessari vefsíðu fyrr en núna
Tölvan mín er orðin ríflega 7 ára gömul. Nú langar mig að kaupa mér nýja svo ég geti spilað eitthvað af þessum leikjum sem hún hefur ekki getað höndlað hingað til: HL2, TF2, Stalker, o.s.frv. Svo auðvitað Left 4 Dead þegar hann kemur
Hún verður að vera hljóðlát.
Ekki væri verra ef hún myndi endast mér önnur 7 ár eða svo.
Ég hef skoðað nokkur tölvutilboð, en það sem ég þekki ekki nógu vel eru móðurborðin, hvort aflgjafarnir eru í raun nógu góðir og hvort innbyggt hljóðkort (öll tilboðin þannig) er virkilegur löstur eða ekki. Windows Vista eða Windows XP er líka spurning. XP diskurinn minn er líklega týndur. Ég hafði líka hugsað mér að dual-boota með Ubuntu.
Kostnaðinn hafði ég hugsað mér ekki meiri en 140-150þús, en auðvitað væri best að sleppa með ódýra tölvu. Kannski eru þessi tilboð sem ég hef skoðað algjört overkill, ég bara veit það ekki. Það eru a.m.k. tvö uppá 160þús... Þetta er það sem kvöldið mitt fór í að skoða:
109þús -> @tt -> Intel Tölva 3 -> E7200, 2GB minni, 500GB diskur, GeForce NX9500GT 512MB, Vista Home Premium
116þús -> Tölvuvirkni -> Öflugi Heimilisturninn -> Quad Q9300, 4GB minni, 500GB diskur, GeForce 9600GT 512MB
117þús -> Kísildalur -> Intel Úrvalsturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4850 512MB
130þús -> @tt -> Intel Tölva 4 -> E8400, 4GB minni, 640GB diskur, GeForce NX9600GT 512MB, Vista Home Premium
140þús -> Tölvutek -> Gigabyte Poseidon tölvutilboð 1 -> E8400, 4GB minni, 750GB diskur, GeForce 9800 GT 512MB, Vista Home Premium
149þús -> Tölvuvirkni -> Megaturninn -> E8400, 4GB minni, 500GB diskur, ATI HD4870 512MB
150þús -> Kísildalur -> Ofurturninn (Dual-Core) ->E8400, 4GB minni, 750GB diskur, ATI HD4870 512MB
160þús -> Tölvutek -> Gigabyte Poseidon tölvutilboð 2 E8500, 4GB minni, 750GB diskur, DVD skrifari, ATI HD4850 1GB, Vista Home Premium
160þús -> @tt -> Intel Tölva 5 -> Quad Q9400, 4GB minni, 750GB diskur, GeForce 9800GTX 512MB, Vista Home Premium.
Ég hef ekki borið saman mismunandi verð hjá sömu verslunum nema þessi tvö tilboð hjá Tölvuteki. Þar er eini munurinn örgjörvinn og skjákortið og segja þeir að það samsvari 20þús kr. Ég skoðaði hinsvegar verðmuninn á þessum tveimur vörum hjá þeim og hann sýndist mér vera samtals 13þús... Kannski er betri aflgjafi í dýrara tilboðinu, a.m.k. tekið fram að hann sé 720W.
Jæja, hvað segir vaktin við þessu?