Síða 1 af 1

Ekkert hljóð. 4 ára gömul dell með intel örgjörva.

Sent: Sun 21. Sep 2008 22:17
af Son of a silly person
Góðann daginn/kvöldið. Ég er að blása lífi í gamla tölvu til að vafra um á netinu og þess háttar. Allavega öll uppsettning hefur gengið vel. Setja upp windows xp 32bit, sækja uppfærslur á netið og setja upp varnir. Ég lenti fyrst í vandamáli með skjáupplausn, föst í 640x480 16bit en windows update fann eitthvað intel graphic controller þannig það er komið í lag. En allan þennan tíma hef ég aldrei fengið neitt hljóð. Er búinn að vera að vafra um á google og control panel en án árangurs. Þannig ég leita til ykkar varðandi hugsanlegar lausnir :)

Þetta er 4 eða 5 ára gömul dell með intel örgjörva og allt innbyggt á móðurborðinu. Eins og ég sagði áðan fékk ég skjávandamál í lag en ekkert hljóð. Meira get ég ekki skrifað um tölvuna því ég veit fátt um hana.

Reyndar þegar ég reyndi t.d. að spila eitthvað lag með wmp þá kemur no sound device found? þetta kemur ekki þegar ég reyni að spila kvikmyndir, þá fer myndin af stað en ekkert hljóð.

Ég læt þetta duga í bili af upplýsingum og vona að þær komi að einvherju gagni við að leysa þetta erfiðia sakamál :lol:

Kv. Ragnar

Re: Ekkert hljóð. 4 ára gömul dell með intel örgjörva.

Sent: Sun 21. Sep 2008 22:28
af Hjöllz
Spyr kannski eins og hálfviti en.. Þarftu ekki bara að finna sound driverinn fyrir innbyggða hljóðkortið?

Re: Ekkert hljóð. 4 ára gömul dell með intel örgjörva.

Sent: Sun 21. Sep 2008 22:39
af Zorglub
Þarna færðu alla drivera sem þú þarft til að allt virki.
http://support.dell.com/support/topics/ ... Plex&s=gen

Re: Ekkert hljóð. 4 ára gömul dell með intel örgjörva.

Sent: Sun 21. Sep 2008 23:23
af Son of a silly person
Zorglub skrifaði:Þarna færðu alla drivera sem þú þarft til að allt virki.
http://support.dell.com/support/topics/ ... Plex&s=gen


Þúsund þakkir. Er kominn með hljóð. Mér datt ekki hug að dell væri með svona support síðu (Heimskur ég) Allavega ég þakka fyrir mig.

Kv. Ragnar