Ég kíkti á partalistann og þetta er bara 1 gaur sem er að selja, 1 gaur með tvær auglýsingar, á móti kemur heill haugur af liði sem er að óska eftir þessum kortum.
Ég var sjálfur að eignast 9800XT (ég veit ég veit, kortið er meira virði en tölvan mín) en my god... hefði ég vitað fyrr hversu megnug Radeon9700+ kortin væru þá væri ég lööööngu búinn að uppfæra.
9800XT er 5-10% sterkara en 9800Pro, og 9800Pro er 5-10% sterkara en 9700 Pro, þrátt fyrir það skoðaði ég heil 300MB af ATi Tech-demóum sem voru smíðuð fyrir Radeon9700 og þau gjörsamlega fengu mig til að missa kjálkann á borðið. Ég mæli *sterklega* með 9700Pro, því það er sennilega skynsamlegasti kosturinn þar sem það er á skynsamlegu verði =)
Það eru samt nokkur vandamál með þessi kort. Catalyst driverarnir eru ekki ennþá orðnir 100% góðir þó ATi haldi fram að Catalyst 3.8 (nýjustu séu rock-solid) - það er einn og einn leikur sem virkar einfaldlega EKKI með neinu Radeon9700+ korti, m.a. Homeworld 2. En menn vilja að meina að það sé vegna þess hve lengi Nvidia var eini ráðandi 3D-korta framleiðandinn, að margir leikjaframleiðendur fóru að smíða kóðann sinn í kringum Nvidia specs, en fylgdu ekki DX8/9 staðlinum 100%
Annað varðandi 9800 línurnar, að Dual-Display fítusinn í þeim getur verið hættulegur fyrir vitleysinga sem reyna að troða skjánum sínum upp í fleiri hZ en skjárinn þolir. Því driverarnir sem fylgja 9800+ þeir setja secondary-skjáinn upp sem svo að þú færð upp 2 skjákort í Control panel, s.s. notar ekki svona flipa einhvern eins og í Nvidia til að opna fyrir seinni skjáinn, og þetta veldur því að Catalyst driverinn getur slysast til að hleypa secondary-video signalinu inná aðal-signalið ef þú heimtar meiri hZ úr skjánum en skjárinn ræður við.. og í nokkrum tilfellum hafa ódýrir skjáir grillast við þetta. Hlutur sem fáir vita af og sumir eru hræddir við, þó það sé alls ekkert að óttast svo lengi sem maður notar hZ'in sem skjárinn býður upp á.
Allavega, ég er fyrrverandi Nvidia notandi, er núna ATi-lover
Sem dæmi, nokkur specs
2.4/533 vél, 512mb ddr-333, asus p4pe móðurborð, MSI Ti4200-8X:
Aquamark3: 15.700 stig
3DMark2001: ~10.000 stig
3DMark03: ~1.100 stig
2.8/800 vél, 1GB ddr-333 hyperx, asus p4p800 móðurborð, MSI FX5600:
Aquamark3: ~13.000 stig
3DMark2001: ~9.000 stig
3DMark03: ~1.500 stig
Notabene, þá liggja mörg kvöld af tweaking og tuning bakvið þessar vélar
til að ná upp scorunum, þetta voru topparnir.
Nú kemur gullmolinn, sama vél og ég taldi upp fyrst, 2.4/533 vélin,
með 9800XT-256:
Aquamark3: 37.700 stig
3DMark2001: ~ 15.000 stig (get náð í 16.000 með betra tweaking)
3DMark03: ~6.000 stig
Sweeeeeeeet kort! UT2K3 í 1280x1024upplausn með allt í botni og 6x Antialiasing og 16x Anisotropic filtering: aldrei niður fyrir 50/fps !!