Síða 1 af 1

ATI 9700pro, Allir orðnir klikk eða??

Sent: Fim 30. Okt 2003 00:38
af blaxdal
Sælir, einhvern tímann hélt maður að þessi kort væru toppurinn og tilverna í tölvugeiranum. Svo var mér litið inn á partalistann og þá eru 2 að selja sín kort?? myndi maður ekki telja þetta rugl. Kannski er þetta peningaleysi hjá þeim eða er eitthvað að baki?

Mig langar til að vita, er einhverjar upplýsingar sem maður veit ekki um? Gallar eða eitthvað þvíumlíkt og allir að losna við kortin sín.

Langar bara til að vita hvort það sé eitthvað sem maður ætti að vita.

Sent: Fim 30. Okt 2003 00:42
af gnarr
það eru engir gallar sem ég veti um.. ég held að sumir fatti hreinlega ekki að þetta eru DX9 kort. það er náttla nonsence að selja DX9 kort mðe 128Mb minni og AGP 8x fyrir 15.000kall eða álíka til að geta keypt sér kort sem að er 10-15% betra fyrir 60.000kr! það er líka í flestum tilfellum hægt að overclocka 9700kortin uppí svipaðann hraða og 9800.

Sent: Fim 30. Okt 2003 01:03
af kiddi
Ég kíkti á partalistann og þetta er bara 1 gaur sem er að selja, 1 gaur með tvær auglýsingar, á móti kemur heill haugur af liði sem er að óska eftir þessum kortum.

Ég var sjálfur að eignast 9800XT (ég veit ég veit, kortið er meira virði en tölvan mín) en my god... hefði ég vitað fyrr hversu megnug Radeon9700+ kortin væru þá væri ég lööööngu búinn að uppfæra.

9800XT er 5-10% sterkara en 9800Pro, og 9800Pro er 5-10% sterkara en 9700 Pro, þrátt fyrir það skoðaði ég heil 300MB af ATi Tech-demóum sem voru smíðuð fyrir Radeon9700 og þau gjörsamlega fengu mig til að missa kjálkann á borðið. Ég mæli *sterklega* með 9700Pro, því það er sennilega skynsamlegasti kosturinn þar sem það er á skynsamlegu verði =)

Það eru samt nokkur vandamál með þessi kort. Catalyst driverarnir eru ekki ennþá orðnir 100% góðir þó ATi haldi fram að Catalyst 3.8 (nýjustu séu rock-solid) - það er einn og einn leikur sem virkar einfaldlega EKKI með neinu Radeon9700+ korti, m.a. Homeworld 2. En menn vilja að meina að það sé vegna þess hve lengi Nvidia var eini ráðandi 3D-korta framleiðandinn, að margir leikjaframleiðendur fóru að smíða kóðann sinn í kringum Nvidia specs, en fylgdu ekki DX8/9 staðlinum 100%

Annað varðandi 9800 línurnar, að Dual-Display fítusinn í þeim getur verið hættulegur fyrir vitleysinga sem reyna að troða skjánum sínum upp í fleiri hZ en skjárinn þolir. Því driverarnir sem fylgja 9800+ þeir setja secondary-skjáinn upp sem svo að þú færð upp 2 skjákort í Control panel, s.s. notar ekki svona flipa einhvern eins og í Nvidia til að opna fyrir seinni skjáinn, og þetta veldur því að Catalyst driverinn getur slysast til að hleypa secondary-video signalinu inná aðal-signalið ef þú heimtar meiri hZ úr skjánum en skjárinn ræður við.. og í nokkrum tilfellum hafa ódýrir skjáir grillast við þetta. Hlutur sem fáir vita af og sumir eru hræddir við, þó það sé alls ekkert að óttast svo lengi sem maður notar hZ'in sem skjárinn býður upp á.

Allavega, ég er fyrrverandi Nvidia notandi, er núna ATi-lover :)

Sem dæmi, nokkur specs

2.4/533 vél, 512mb ddr-333, asus p4pe móðurborð, MSI Ti4200-8X:
Aquamark3: 15.700 stig
3DMark2001: ~10.000 stig
3DMark03: ~1.100 stig

2.8/800 vél, 1GB ddr-333 hyperx, asus p4p800 móðurborð, MSI FX5600:
Aquamark3: ~13.000 stig
3DMark2001: ~9.000 stig
3DMark03: ~1.500 stig

Notabene, þá liggja mörg kvöld af tweaking og tuning bakvið þessar vélar
til að ná upp scorunum, þetta voru topparnir.

Nú kemur gullmolinn, sama vél og ég taldi upp fyrst, 2.4/533 vélin,
með 9800XT-256:
Aquamark3: 37.700 stig
3DMark2001: ~ 15.000 stig (get náð í 16.000 með betra tweaking)
3DMark03: ~6.000 stig


Sweeeeeeeet kort! UT2K3 í 1280x1024upplausn með allt í botni og 6x Antialiasing og 16x Anisotropic filtering: aldrei niður fyrir 50/fps !!

Sent: Fim 30. Okt 2003 01:07
af gumol
ahh, núna veit ég hvað ég vill fá í jólagjöf.

Sent: Fim 30. Okt 2003 01:14
af gnarr
ég er oftast að spila battlefield 1942 í 1152x864 32bit 16x AAF og 6x AA og fer sjaldan niðurfyrir 50fps :) skjárinn er ræður ekki við hærri upplausn nema á 60hz, annars myndi ég kanski nota það =) og við erum að tala um þungann leik!

Sent: Fim 30. Okt 2003 05:16
af inFiNity
kiddi ég er með gigabyte Radeon9700pro og er að spila homeworld2 alveg mjög smooth og ekkert rugl :D

Ég er líka að spá að fá mér Zalman ZM80C VCA coolerinn http://www.task.is/Scripts/prodList.asp?idCategory=135 Og þar með ná að hækka það i 390/340 eða eitthvað álíka :lol: :lol: ahh strax farinn að hlakka til

Sent: Fim 30. Okt 2003 10:45
af gnarr
ég er nú að keyra mitt á 385/340 :) hlakka til að sjá þetta þegar vatnskælingin verður komin.

Sent: Fim 30. Okt 2003 11:37
af Pandemic
kiddi
ef ég væri þú þá er Geforce FX 5900 að taka kortið þitt í bossan í 3dmark og AM3 fær 3000 stigum meira :8)

Sent: Fim 30. Okt 2003 11:41
af gnarr
Panademic: ertu klikk? FX tekur ekki í neina bossalinga nema kanski í DX7 eða DX8. þeir SJÚGA breiða getnaðarlimi í DX9.

Sent: Fim 30. Okt 2003 11:44
af Pandemic
Ég er búinn að sjá helling af bencmörkum þar sem FX 5900 og FX9050 eru að taka Radeon í beran bossan :8)

Sent: Fim 30. Okt 2003 11:47
af kiddi
Sýndu okkur :)

http://www.hardocp.com/article.html?art=NTM3

(Passaðu að lesa rétt út úr þessu ;)

Kíktu líka yfir öll review sem þú finnur á http://www.tomshardware.com og http://www.anandtech.com

Hef bara vitað um *1* dæmi þar sem FX5950 tekur RadeonXXXX, og það er í MS Flight Sim 2004, allt annað..... Radeon wins.

Sent: Fim 30. Okt 2003 11:57
af Pandemic
AMD 2600 @ 2332, 1Gb DDR 333, ATI 9800 Pro @ 400/744
3DMARK 2001 : 16112
3DMARK 2003 : 5825
AM3 : 40339
-------------------------------------------------------------------
Intel P4 2.4gz (800mz), 1gb DDR FX 5800 @ 400/800mz
3Dmark 2001 : 17430 P4 2.4 @ 3gz / FX 5800 @ 400/800mz - 500/1000mz
3Dmark 2003 : 5980 P4 2.4 @ 3gz / FX 5800 @ 400/800mz - 500/1000mz

Ég veit ekkert hvort það sé eitthvað að marka þetta en :)

Sent: Fim 30. Okt 2003 11:59
af Pandemic
Annars held ég að Nvidia séu miklu örrugari í alla staði t.d MJÖG markir búnir að lenda í vandræðum með ati og C&C generals og fleiri leiki

Sent: Fim 30. Okt 2003 12:03
af gnarr
það þýðir ekkert að bera saman drasl AMD tölvu og GEÐVEIKA P4 tölvu. þú verður að bera saman eins tölvur með sitthvort kortið. annars er ekkert að marka þetta!

Sent: Fim 30. Okt 2003 12:04
af gumol
Pandemic skrifaði:AMD 2600 @ 2332, 1Gb DDR 333, ATI 9800 Pro @ 400/744
3DMARK 2001 : 16112
3DMARK 2003 : 5825
AM3 : 40339
-------------------------------------------------------------------
Intel P4 2.4gz (800mz), 1gb DDR FX 5800 @ 400/800mz
3Dmark 2001 : 17430 P4 2.4 @ 3gz / FX 5800 @ 400/800mz - 500/1000mz
3Dmark 2003 : 5980 P4 2.4 @ 3gz / FX 5800 @ 400/800mz - 500/1000mz

Ég veit ekkert hvort það sé eitthvað að marka þetta en :)

Nei, þetta er bara munurinn á Intel og AMD :)

Sent: Fim 30. Okt 2003 12:06
af Bendill
Hehe, Pandemic góður með sig...

Ég hef ekki enn séð Nvidia kort sem getur unnið á 9800 pro, hvað þá 9800XT. Það er bara svo einfalt... Sjáið til dæmis 5950utra kortin, þau eru rétt að matcha 9800 pro í flestum leikjum...

Sent: Fim 30. Okt 2003 12:31
af gnarr
það er ekkert tekið fram hvernig minni er ái p4 vélinni. það er líklega eitthvað higperformance, líklega DDR500 or sum á móti DDR333 í AMD crapinu. svo er p4 líka með 800MHz fsb á móti crappy 333 á AMD örranum.

Sent: Fim 30. Okt 2003 12:38
af kiddi
Þetta er bara eðlileg þróun held ég, ATi þurfti að gera eitthvað róttækt til að komast inn á markaðinn og slá eitthvað aðeins í Nvidia, alveg eins og Nvidia þurfti að gera eitthvað róttækt á sínum tíma til að slá við 3dFX, og ég er alveg fullviss um að Nvidia komi til með að sigra ATi fljótlega, eða jafnvel 3ji aðili komi inn og slái þeim báðum út. Svona virkar þetta bara :)

Sent: Fim 30. Okt 2003 12:46
af blaxdal
P4 2800mzh (800fsb), 1Gb DDr 433, RADEON 9700 PRO,
Alll óyfirklukkað en vélin var að vísu alveg hrá og driverar nýjir

3DMARK 2001se : 16.185

Ps. ég er nýbúinn að skipta úr 2500Xp og náði þar rétt rúmlega 15þús. með tweaki að vísu.

Sent: Fim 30. Okt 2003 14:00
af inFiNity
verð nú bara að segja : ATI > NVIDIA :twisted:

Sent: Fim 30. Okt 2003 14:16
af Fletch
Persónulega finnst mér vera mun betri kaup í ATi kortunum í dag...

En hvernig er þetta, ætlar enginn að ná mér í 3dmark ?? :twisted:

3dmark2001

Fletch

Sent: Fim 30. Okt 2003 20:00
af blaxdal
Ég held að þú sért ótvíræður sigurvegari þar, hehe. Allavegana með þína yfirklukkunarhæfileika.

- Einn sár :oops: -

Sent: Fim 30. Okt 2003 20:39
af Woods
ég er einn af þeim sem seldi 9700 pro og fekk mer 9800 ekki pro en hraðvirkara en 9700 pro það er með 256mb minni

og 325/580 core clock og memory:)

Sent: Fös 31. Okt 2003 19:23
af Daz
Pandemic skrifaði:AMD 2600 @ 2332, 1Gb DDR 333, ATI 9800 Pro @ 400/744
3DMARK 2001 : 16112
3DMARK 2003 : 5825
AM3 : 40339
-------------------------------------------------------------------
Intel P4 2.4gz (800mz), 1gb DDR FX 5800 @ 400/800mz
3Dmark 2001 : 17430 P4 2.4 @ 3gz / FX 5800 @ 400/800mz - 500/1000mz
3Dmark 2003 : 5980 P4 2.4 @ 3gz / FX 5800 @ 400/800mz - 500/1000mz

Ég veit ekkert hvort það sé eitthvað að marka þetta en :)

Langt því frá sambærilegar tölvur, og síðan er ekkert AM3 benchmark á seinni tölvunni. Fyrir svo utan að 3DMark er eiginlega bara hægt að nota til að bera saman kort frá sama framleiðanda (eða ég myndi gera það) Raunveruleg DX9 og DX8 benchmarks (s.s. leikir) eru mun betri.