Síða 1 af 2

64bit örgjörvar... til hvers?

Sent: Mið 29. Okt 2003 09:51
af Fox
Þið eruð alltaf að tala um 64bit örgjörva.

Í hvað ætliði að nota þá?
Þessir örgjörvar munu runna öll forrit á 32bit emulation.
2ghz.32bit vs 2ghz.64bit = sama preformance, nema forritið sé sérstaklega skrifað fyrir 64bit örgjörfann.

Það eru ekki nema einhver sérhönnuð forrit t.d Maya, og einhver OpenGL vinnuumhverfi sem nýta 64bit örgjörva, og einnig einhverjir serverar (linux..) en hvað hefur venjulegur notandi að gera við Dual 64bit netþjón?

Alpha örgjörfarnir dóu út, því það var ekkert support fyrir þá.
Windows NT á þeim tíma, var eina windows umhverfið sem réði við 64bit, og það var ekki 32bit application emulator í því, svo það var einungis hægt að runna forritum skrifuð fyrir 64bit.
Þau forrit voru sérhæfð og einungis notuð í sérhæfð verkefni.
T.d þungann reikning og grafíkvinnslu.

Sent: Mið 29. Okt 2003 09:53
af gumol
það eru að koma leikir og forrit sem stiðja 64 bita

Sent: Mið 29. Okt 2003 09:55
af halanegri
Dunno, en af hverju var þá uppfært úr 16bit í 32bit í gamla daga?

Sent: Mið 29. Okt 2003 09:56
af Fox
gumol skrifaði:það eru að koma leikir og forrit sem stiðja 64 bita


Til í að nefna einhver dæmi?

64bit niður í 32bit með emulation virkar mjög vel, en ég efast um að það virki hina leiðina, 32->64.

Leikur skrifaður fyrir 64bit, myndi ekki runna á 32bit örgjörva.
Þar sem markaðurinn fyrir 64bit örgjörva er lítill myndi tapast miklir fjármunir á því að skrifa hann fyrir 64bit.
[/b]

Sent: Mið 29. Okt 2003 09:58
af gumol
Q3

Sent: Mið 29. Okt 2003 09:58
af halanegri
Hver er að gera 64bita útgáfu af Q3?

Sent: Mið 29. Okt 2003 09:59
af Fox
halanegri skrifaði:Dunno, en af hverju var þá uppfært úr 16bit í 32bit í gamla daga?


Það var ekki til staðar margmiðlun, og tölvuleikjamarkaðurinn var svo lítill.
Almenningur átti heldur ekki jafn mikið af vélum.

Þú sérð að það eru flestallir með 32bit vél á heimilinu.
Hvað þekkir þú marga sem á 64bit vél?

Ef þú værir sjálfur að fara að hanna tölvuleik, myndir þú senda hann út á 32 eða 64bit markaðinn?


Ekki að ég hafi neitt á móti 64bit örgjörvum, þvert á móti.
Það er bara efasemd um að þetta stækki hratt.

Sent: Mið 29. Okt 2003 10:00
af gumol
Ég las það á einhverri síðu, eg veit ekkert hvar þeir fengu þessar upplýsningar, Ég skal finna urlið

Update:
Síðan er hætt :/
Kanski bara gott ef þetta er ekki rétt hjá mér :)

Sent: Mið 29. Okt 2003 10:01
af halanegri
Ég hef allavega heyrt IceCaveman segja að ut2k4 muni verða til í 64bita útgáfu....

Sent: Mið 29. Okt 2003 10:01
af Fox
Quake 3 er gamall leikur, og það er einungis verið að porta hann.
Þegar búið að gefa hann út á Mac og Linux.

Hann var skrifaður með portability í huga, þar af leiðandi er hann slæmt dæmi.

+ Þetta er OpenGL leikur, og OpenGL er portable.

Sent: Mið 29. Okt 2003 10:04
af Fox
Auk þess verður spennandi að sjá hvernig Microsoft eiga eftir að standa sig þegar kemur að því að emulate-a 32bit forrit á 64bit örgjörva.

Væri gaman að sjá benchmark af því.

Sent: Mið 29. Okt 2003 10:26
af elv
Win2003 server er kominn fyrir 64bit.
64bit gagnast mest serverum þar sem þeir geta notað 2TB í vinnslu minni fyrir extra stór database

Sent: Mið 29. Okt 2003 12:40
af Fox
Jahá.

Ekki myndi ég runna dual amd 64bit server.

Re: 64bit örgjörvar... til hvers?

Sent: Mið 29. Okt 2003 13:04
af Fletch
Fox skrifaði:Þið eruð alltaf að tala um 64bit örgjörva.

Í hvað ætliði að nota þá?
Þessir örgjörvar munu runna öll forrit á 32bit emulation.


AMD Hammer keyrir 32 bita kóða ekki í emulation...

og til hvers ? hálf bjánaleg spurning, gætir alveg eins spurt, hver þarf meira en 640 KB ? Á þeim tíma var ekki þörf kannski en eftir nokkur ár verður þörf, þegar þú verð að kaupa minniskubba sem eru 8 GB t.d. ?

ætlaru að setja þá í 32-bita vél ?

Fletch

Sent: Mið 29. Okt 2003 13:11
af Fox
Það sem ég var að meina er, að fólk hérna á vaktin er alltaf að tala um að fara að fá sér 64bit örgjörva.

Mér finnst fáráðlegt að eiða peningum í það strax.
Bíða þar til þetta verður oðrið algengara.

Sent: Mið 29. Okt 2003 13:19
af Fletch
já, skil þig.

En það er ekkert vitlaust að fá sér AMD64 þar sem hann keyrir 32 bita kóða í native, ekki emulation...

Intel 64bita örrin hinsvegar keyrir 32 kóða í emulation, sem er ástæðan fyrir að hann sýgur við að keyra 32 bita kóða, enda er hann hugsaður fyrir netþjóna, ekki mainstream.

Fletch

Re: 64bit örgjörvar... til hvers?

Sent: Mið 29. Okt 2003 13:41
af Bendill
Fox skrifaði:Þið eruð alltaf að tala um 64bit örgjörva.

Í hvað ætliði að nota þá?
Þessir örgjörvar munu runna öll forrit á 32bit emulation.
2ghz.32bit vs 2ghz.64bit = sama preformance, nema forritið sé sérstaklega skrifað fyrir 64bit örgjörfann.

Mér þykir þú nú heldur svartsýnn, Fox. Af hverju heldurðu að 64 bita örgjörvar geti ekki starfað í "desktop" umhverfi? Það er það sem ég les úr þessu...
Það sem allt snýst um í þessari umræðu er það að 32 bita örgjörvar eru að renna sitt skeið. Örgjörvarnir eru þegar farnir að þrýsta á takmörk 32 bita "arkitektúrsins", t.d. 4Gb takmarkanir á vinsluminni og fleira. Forritarar eru farnir að gera sér grein fyrir þessu í æ meiri mæli, það er þegar búið að sýna nothæfa 64 bita útgáfu af Unreal Tournament 2003. Ef markaðurinn sækist eftir þessu, þá eru allar líkur fyrir því að 64 bita kóði komi á endanum, en það skeður ekki á einni nóttu. Það mun skapast millibilsástand á meðan þessu stendur. Ég meina, það sem markaðurinn sækist eftir er meira pr0n á minni tíma, og hvaða betri leið til að miðla því 64 bita kóði? :lol:
Það er líka smá misskilningur á þessu Atlon 64 dæmi: Ég veit að þeir eru komnir út, en það er í svo afskaplega takmörkuðu upplagi, þannig að það er nú nokkur tími í það að þeir komist í fulla notkun. Svo er einnig skortur á móðurborðum fyrir þá.

Sent: Mið 29. Okt 2003 14:19
af ICM
bendill, gleymir að minnast á að 64bit americas army er líka til (bootanlegur á 64bit CD linux). Einhver framleiðandi er að sérhæfa sig í að optimize-a 32bit leiki fyrir 64bit örgjörva en ég tek fram það er engin true 64bit leikur til ennþá.

Mörg *nix kerfi styðja 64bit, margir eru með windows XP AMD64 beta og eru ánægðir með það. UT2k3 og 4 verða optimized fyrir 64bit, einhver forrit hljóta að fara að styðja þetta fljótlega, þá aðalega stóru 3D forritin og þannig. Fyrstu pure 64bit leikirnir fara svo að koma 2005, sennilegast fyrst af Epic ( Unreal ) sem er eini stóri framleiðandin sem er tilbúin að taka áhættu til að styðja framfarir.

Sent: Mið 29. Okt 2003 14:57
af gnarr
það er enginn búinn að vera að tala um það að fá sér 64bit örgjörfa! þú ert eitthvað klikkaður!

það er einn hérna sem hefur verið að grínast með þetta, og það er herra GuðjónR.

Sent: Mið 29. Okt 2003 15:04
af gnarr
þetta var btw beint til fox, þar sem hann var að fullyrða ða allir hérna væru að fá sér 64bit örgjörfa

Sent: Mið 29. Okt 2003 17:44
af Bendill
IceCaveman skrifaði:bendill, gleymir að minnast á að 64bit americas army er líka til (bootanlegur á 64bit CD linux).


Einmitt, sem og 64 bita optimized HL-server :D

Sent: Fim 30. Okt 2003 23:15
af odinnn
ég vill einnig benda á að 64bita örrarnir eru ekkert mikið dýrari en 32bita.

hérna er dæmi af http://www.bcd2000.com :

AMD Athlon64 3200 w/Hyper Transport $449.44
vs.
AMD Athlon XP 3200PR - 2.20GHz (400FSB) $353.04
vs.
Intel® Pentium? 4 3.20GHz S478 (800FSB) $470.70

munur tæpir 100$
og síðan móðurborð:

ASUS K8VDeluxe AGP8X LAN SND USB2.0 $139.95 <-- sem er ekki mikið fyrir móðurborð.
vs.
Asus P4C800-E Deluxe D875 1394/GBLan/Snd $209.00

ég verð að segja að mér finnst þetta ekkert sérstalega dýrt ef maður ætlaði að kaupa sér svona öfluga tölvu.

Sent: Fim 30. Okt 2003 23:24
af Zaphod
64 bit munu á endanum taka við af 32 bit ........


Held að enginn fari að kaupa þessa örgjörva eitthvað á næstunni . Held að allir hér á spjallinu geri sér grein fyrir því að þetta er tækni sem verður ekki raunhæf í heimilistölvum fyrr en eftir langann tíma ..

Auðvitað endar þetta með því að leikir og allur hugbúnaður verði 64 bit .

Sent: Sun 09. Nóv 2003 22:10
af Xnotandi
já, ég held líka að það sé alveg bókað mál

Sent: Mán 10. Nóv 2003 16:54
af odinnn
Zaphod hvað ertu að meina með að með að þessi tækni sé ekki raunhæf fyrir heimilistölvur? þetta er allveg samkeppnishæft við Intel 3-3.2ghz tölvur og vísa ég í tölurnar sem ég setti hérna inn fyrir nokkru.

ég hef séð einn samanburð á venjulegum Intel og AMD 64 en þar var Intleinn oc í 5ghz og AMDinn í rúm 3ghz (hann er venjulega 2.2ghz) og var AMDinn að vinna Intleinn í forriti sem er 32bit.

ég er jafnvel farinn að spá í að kaupa mér AMD 64 næsta sumar og vera þá fyrstur á ísl að fá mér svoleiðis örgjörva :8) vonandi