Síða 1 af 1

Skjárinn dó og lifnaði svo við EN....

Sent: Þri 02. Sep 2008 20:40
af Draugr
Ég lenti í því í dag að skjárinn sem er við desktopinn hjá mér dó og sýndi engin merki um líf fyrr en einhverjum 5 tímum seinna. Þá kviknar á "on" ljósinu á honum en allt er svart.
Ég er búinn að athuga öll tengi og allt í góðu þar, þannig að ég var að pæla hvort þetta gæti verið skjákortið með eitthvert vesen eða bara skjárinn sjálfur. Á eftir að prufa annan skjá en þar sem það kviknar á honum... . hann er um 3ja ára og skjákortið ca. 2ja af tegundinni x1950XTX.

Dettur ykkur eitthvað í hug fyrir utan þetta augljósa, þeas prufa annan skjá eða kort?

Edit: búinn að komast að því að skjárinn er dauður :cry:

Re: Skjárinn dó og lifnaði svo við EN....

Sent: Mið 01. Okt 2008 17:33
af barabinni
Væri nú ekki sniðugt að upplýsa fólk í það minnsta um hvernig skjá það er með ? Þætti það nú gagnlegra ef þú vildir fá hjálp. Hugsa að það hafi bara orðið skammhlaup í skjánum og lampinn gefið sig. En það er að gera ráð fyrir því að þú sért með ctr skjá.