Síða 1 af 1
Aflgjafi, uppfærsla
Sent: Sun 17. Ágú 2008 23:09
af FannarS
Ég pantaði mer 4870 fra tölvuvirkni og var ekki viss með aflgjafann minn, hvort hann væri nóg. Ég spurði nu afgreiðslumanninn hvort hann væri nóg, og fékk ég jávkætt svar. Það kom svo á daginn að svo var ekki. (Minn er 500w)
Nu spyr eg, hvað er malið að uppfæra í? 700?
Og er mikið mal að skipta um aflgjafa?
Ætti eg kannski að heimta að fá aflgjafann sendann fritt, því þeir sögðu nu að 500w væru nog fyrir mig, eftir að eg gaf upp öll specs.
takk
Re: Aflgjafi, uppfærsla
Sent: Sun 17. Ágú 2008 23:27
af KermitTheFrog
það ætti ekki að vera neitt mál að skipta um aflgjafa.. bara vera viss um að allt sé tengt og allt sé rétt tengt
Re: Aflgjafi, uppfærsla
Sent: Sun 17. Ágú 2008 23:37
af urban
með það að fá hann sendan frítt..
ef að þú meinar að fá hann frían, þá geturu sleppt því en ef þú meinar bara sendingarkostnaðinn þá geturu rætt það við þá í tölvuvirkni.
að skipta um Aflgjafa er í svo sem ekki flókið verkefni.
í fyrsta lagi að skoða vel hvað er tengt og þá hvar (jafnvel að taka mynd af því)
og síðan bara tengja hlutina eins eftir það.
þetta er svo sem ekki nema 1-2 tengi á móðurborðið.
1 - 2 tengi í skjákort (veit ekki hvernig það er með þessi 4870 kort.)
síðan molextengi í harðadiska og aukadót
Re: Aflgjafi, uppfærsla
Sent: Sun 17. Ágú 2008 23:40
af Allinn
Það er ekki mikið mál að skipta um aflgjafa. Þú aftengir hinn og skrúfar hann úr vélinni. Þá smelliru bara hinum í og tengir hann og þá er þetta dautt mál. Ég er með 700W Bluestorm mjög ódýr og góður SLI/CrossFire ready.
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 0eeee64af1 mæli með honum!
Re: Aflgjafi, uppfærsla
Sent: Mán 18. Ágú 2008 00:06
af Darknight
Allinn skrifaði:Það er ekki mikið mál að skipta um aflgjafa. Þú aftengir hinn og skrúfar hann úr vélinni. Þá smelliru bara hinum í og tengir hann og þá er þetta dautt mál. Ég er með 700W Bluestorm mjög ódýr og góður SLI/CrossFire ready.
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 0eeee64af1 mæli með honum!
er að nota hann sjálfur, reyndar ekki með 4870 (nvidia´s 8800) enn er með 6 harða diska og 2 dvd skrifara t.d, og veit ég er langt undir full load þannig hann dugir
svo er hann með öllum tengjum sem þú átt að þurfa.