Síða 1 af 1
Springur Tölvan?
Sent: Fim 10. Júl 2008 19:02
af vignir81
Var að velta þvi fyrir mér hvort að tölvan springur (skemmist) eða hvort að það gerist bara ekki neitt ef að maður tengir power supply vitlaust? Var að kaupa mér nýtt Power S. og er ekki öruggur á að tengja það
Re: Springur Tölvan?
Sent: Fim 10. Júl 2008 20:28
af einarornth
Það er svona frekar erfitt að tengja þetta vitlaust. Ef þú ert að skipta gömlum út fyrir nýjan ættirðu bara að kíkja aðeins á hvernig sá gamli er tengdur.
Ef það eru einhver tengi að rugla þig, prófaðu að kíkja í bæklinginn eða spurðu hérna.
Re: Springur Tölvan?
Sent: Fim 10. Júl 2008 21:10
af Dropi
það er kanski ekki hvernig hann er tengdur heldur á hvað hann er settur, það er lítill rofi aftaná sumum (oftast gömlum, ekki mikið um þetta núna) aflgjöfum sem segjir honum hvað hann er að taka mikið inná sig... hérna á íslandi á það alltaf að vera á 230 eða 240v (hvort sem það var aftur) og ekki 110 eða 120 (aftur, man ekki hvort það var)
ég gerði þetta á eldgamalli pentium 2 tölvu einn daginn, semsagt ég setti hann á 110v og skellti henni svo í samband á 230v í veggnum og ég fékk litla sprengingu sem slátraði svo restinni af tölvunni... semsagt ég grillaði móðurborðið og allan pakkann
það sem þetta gerir er að þegar að þú ofhleður eða hvað sem það er aflgjafann þá sendir hann frá sér einhvern helvítis púls sem rústar flestu sem er tengt við hann
annars er voðalega erfitt að eyðileggja eitthvað með því að tengja það vitlaust nú til dags.. aðallega útaf því að allar snúrurnar og tengin eru orðin næstum alveg idiot-proot uppá það að þetta passar bara í ef þetta er rétt gert, en ég myndi bara sjá hvernig gamla er tengt eða reyna að afla mér upplýsinga í bæklingi eða á netinu
Re: Springur Tölvan?
Sent: Fim 10. Júl 2008 21:22
af Allinn
Finndu bara á netini hvernig skal gera þetta. Ekki hafa AC power tengt við PSU, eða takkan á I. Meðan þú tengir rafmagnið á.