Síða 1 af 1

hjálp val á skjá

Sent: Lau 05. Júl 2008 11:50
af gauims
mér datt í hug að biðja ykkur að hjálpa mér að finna nýjan skjá.

ég er að spá í að kaupa mér 22-24" skjá og ég er tilbúinn að eyða svona 60þ í rétta skjáinn.

þannig að hvaða skjái mæliði með?

Re: hjálp val á skjá

Sent: Lau 05. Júl 2008 11:51
af Allinn

Re: hjálp val á skjá

Sent: Lau 05. Júl 2008 12:25
af Gets
Ég var búin að pæla mikið í skjákaupum um daginn og ætlaði að festa kaup á 24" BenQ skjá :) en þegar ég kom á staðinn var nýkomin sending af þessum hérna.
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... BenQ_T261W

Gripurinn var skoðaður og keiptur :D ég er hrikalega sáttur við hann, nota hann jafnt í vefráp, leikjaspilun og myndvinnslu, setti Crysis og Call of Duty 4 í 1920 x 1200 upplausn :twisted: usss þeir eru ekkert smá flottir í svona hárri upplausn.

Svo nota ég hann líka sem aukasjónvarp og nota þá hátalarana í honum sjálfum og þeir eru að koma verulega á óvart þar sem hátalarar í LCD skjám eru venjulega bara eitthvað crapp.

Re: hjálp val á skjá

Sent: Lau 05. Júl 2008 12:29
af hsm
Mæli með Samsung hjá Tölvutækni.
Á sjálfur 26" (25,5") útgáfuna og er MJÖG sáttur við skjáinn.