Síða 1 af 1

Ónýt tölva

Sent: Mán 30. Jún 2008 19:11
af Doct
Daginn.

Ég lennti í því í dag að guttinn minn var að spila a tölvuna mína.
Síðan heyrðust bara hæværir smellir eins og litlir kínverjar að springa!!
Ég kíkti aðeins inn í tölvukassan(plexigler á hliðinni) og sá bara neista og fínerý...

Slökkti að sjálfsögðu strax á dótinu og var ekkert að kveikja aftur...
Neistarnir voru að koma að mér sýndist úr aflgjafanum, þannig að ég dreif mig og keypti
mér nýjan. En þegar ég er búinn að tengja hann þá gerist ekki nokkur skapaður hlutur.
Örgjafaviftan rétt snýst en samt ekki heilan hring en svo ekkert meira..

Gæti móðurborðið hafa steikst í leiðinni?? Ef að þetta var aflgjafinn getur hann skemmt
móðurborðið?? Stundum þegar ég reyni að kveikja þá heyrist bara smá "væl" en svo ekkert.. :(

Hefur einhver lent í svona löguðu?

kv.

Doct

Re: Ónýt tölva

Sent: Mán 30. Jún 2008 19:28
af Allinn
Aflgjafinn hefur Ofhitnað eða eikkhver hefur verið að fikta í voltbreytirnum fyrir bakvið aflgjafann. Ertu viss að barnið þitt hafi ekki breytt 230V í 115V?

Re: Ónýt tölva

Sent: Mán 30. Jún 2008 20:17
af Selurinn
Allar líkur á því að móðurborðið sé grillað
WTFBBQ!1

Re: Ónýt tölva

Sent: Mán 30. Jún 2008 20:22
af Doct
Hmmm Já er ég 100% viss að hann var ekki að fikta í þessu... ég var nýbúinn að kveikja á leiknum og hann var að prufa
hann. Hann færi heldur ekki að fikta í þessum stillingum, það er alveg 100%

Jamm ég er annsi hræddur um að móðurborð sé farið :cry:

Þá verður maður að fara út á vígvöllin að kaupa nýtt drasl..
Er að spá í að breyta til og fara í Intel núna.. hvað er vinsælast þessa dagana.

Þetta er aðalega leikjatölva... og svo á netið og þessháttar smá Photoshop ekkert heavy....

Kv.

Doct

Re: Ónýt tölva

Sent: Mán 30. Jún 2008 21:18
af ManiO
Hvaða PSU var þetta? Sumar gerðir eru bara æðri en aðrar og ekki óalgengt að sum skíti á sig.

Re: Ónýt tölva

Sent: Mán 30. Jún 2008 21:41
af Doct
Man ný ekki hvað hún heitir...einhver 400W. var bara búinn að virka fínt í sennilega rúmt ár.
Reyndar fékk ég mér 8800GT fyrir 1 mánuði síðan, gæti verið að hún hafi koxað á því..

Re: Ónýt tölva

Sent: Mán 30. Jún 2008 21:51
af Allinn
Doct skrifaði:Man ný ekki hvað hún heitir...einhver 400W. var bara búinn að virka fínt í sennilega rúmt ár.
Reyndar fékk ég mér 8800GT fyrir 1 mánuði síðan, gæti verið að hún hafi koxað á því..


Gæti verið. Evga GeForce 8800GT þarf akkúrat 400W aflgjafa til að runna því! En hvaða tegund ert þú með?

Re: Ónýt tölva

Sent: Mán 30. Jún 2008 21:54
af Doct
Jetway...


Ef þú ert að meina skjákortið.. veit ekkert hvað aflgjafinn heitir..

Re: Ónýt tölva

Sent: Þri 01. Júl 2008 11:25
af Doct
Jæja.
Núna er ég búinn að tékka á öllu, hörðum diskum, skjákorti og ram og allt virkar en það er ekkert líf
á móðurborðinu.. ég ætla því að nota tækifærið og kaupa mér móðurborð og örgjörva(ég á ram þannig að ég
þarf ekki að spá í það).

Hverju mynduð þið mæla með. Ég veit að ég ætla að fara yfir í Intel núna.
Tölvan er nær eingöngu notuð í spil og svo er konan eitthvað að fikta í Photoshop en engar þungar vinnslur í því.

Hvernig hefur E8500 verið að koma út?? Væri ekki bara nóg að fá svoleiðis eða ætti ég að skoða 4ra kjarna?
Hvernig móðurborð ætti ég að kíkja á? Er að spá í að eyða kannski um 15000 kall í móðurborð.. helst ekki meira.

Endilega komið með álit og hvar það væri hagstæðast að versla þessa hluti, án þess þó að allt fari að loga í
illdeilum um hvaða búð sé best.. ;)

Doct

Re: Ónýt tölva

Sent: Þri 01. Júl 2008 13:25
af einarornth
Doct skrifaði:Hvernig móðurborð ætti ég að kíkja á? Er að spá í að eyða kannski um 15000 kall í móðurborð.. helst ekki meira.


Gott P35 móðurborð, til dæmis GigaByte.

Re: Ónýt tölva

Sent: Þri 01. Júl 2008 13:38
af Halli25
einarornth skrifaði:
Doct skrifaði:Hvernig móðurborð ætti ég að kíkja á? Er að spá í að eyða kannski um 15000 kall í móðurborð.. helst ekki meira.


Gott P35 móðurborð, til dæmis GigaByte.

Gigabyte er brand ekki týpa!!

Re: Ónýt tölva

Sent: Þri 01. Júl 2008 13:51
af Doct
Sælir..

Ég er aðalega að velta þessum tveimur fyrir mér:

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=946&id_sub=3030&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MOB_Asus_P5K_se

Og

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=946&id_sub=3031&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MOB_Asus_P5K_Pro

Málið er að ég er ekki mikið í að yfirklukka né þarf ég SLI eða Crossfire dæmi..
Þarf bara að skoða þetta eitthvað...

Doct

Re: Ónýt tölva

Sent: Þri 01. Júl 2008 14:13
af k0fuz
Doct skrifaði:Sælir..

Ég er aðalega að velta þessum tveimur fyrir mér:

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=946&id_sub=3030&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MOB_Asus_P5K_se

Og

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=946&id_sub=3031&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MOB_Asus_P5K_Pro

Málið er að ég er ekki mikið í að yfirklukka né þarf ég SLI eða Crossfire dæmi..
Þarf bara að skoða þetta eitthvað...

Doct


Mér sýnist þetta seinna móðurborð vera ansi fínt. Ég myndi bara skella mér á það, en passaðu þig að vera með vinnsluminni sem geta runnað í móðurborðinu ;) þetta móðurborð styður "Memory Standard: DDR2 1066/800/667/533"

Gangi þér vel með þetta :D

Re: Ónýt tölva

Sent: Þri 01. Júl 2008 14:16
af einarornth
faraldur skrifaði:
einarornth skrifaði:
Doct skrifaði:Hvernig móðurborð ætti ég að kíkja á? Er að spá í að eyða kannski um 15000 kall í móðurborð.. helst ekki meira.


Gott P35 móðurborð, til dæmis GigaByte.

Gigabyte er brand ekki týpa!!


=D> Svona til að stafa þetta ofan í þá sem reyna að misskilja: "Ég mæli með góðu P35 móðurborði, til dæmis frá GigaByte."

Re: Ónýt tölva

Sent: Þri 01. Júl 2008 17:40
af Halli25
einarornth skrifaði: =D> Svona til að stafa þetta ofan í þá sem reyna að misskilja: "Ég mæli með góðu P35 móðurborði, til dæmis frá GigaByte."

Og þú veist hvað segjir í laginu "fólk er fíbl" :)