Síða 1 af 1

Intel Atom

Sent: Fim 26. Jún 2008 13:59
af einarornth
Eru einhverjar búðir hérna komnar með þetta?

Það er verið að selja móðurborð með Atom örgjörva á svona $70, væri fínt að nota þetta í fileserver heima.

Re: Intel Atom

Sent: Fim 26. Jún 2008 14:23
af mind
Veit ekki um búð með þetta.

Eins og er þá er bara einhver frekar óþekkt merki sem ég hef séð með þetta (svo mikið af atom að fara í fartölvurnar).

Koma líklega heilar desktop lausnir frá Asus og fleirum bráðum.

Annars bara panta þetta frá útlöndum eða sérpanta í tölvuverslun ef þú vilt fá þetta í íhlutaformi.

Re: Intel Atom

Sent: Fim 26. Jún 2008 14:30
af einarornth
Já, nákvæmlega. Bara verst að þá getur maður alveg eins keypt eitthvað ódýrt hérna; $66 verður ansi há upphæð eftir sendingarkostnað og skatt. :evil:

Re: Intel Atom

Sent: Fim 26. Jún 2008 14:59
af Dagur
Intel Atom is the brand name for a line of x86 CPUs (or microprocessors) from Intel, previously code-named Silverthorne and Diamondville processors, designed for a 45 nm CMOS process and intended for use in ultra-mobile PCs, smart phone and other portable and low-power applications.


Í hvað langar þig að nota þetta?

Re: Intel Atom

Sent: Fim 26. Jún 2008 15:04
af einarornth
Bæði verið að íhuga að nota þetta í lítinn fileserver, það eru til mjög nettir mini-ITX kassar sem taka 4 diska, og til að gera tölvu sem spilar tónlist í bílnum.

Re: Intel Atom

Sent: Fim 26. Jún 2008 15:43
af mind
ÉG held að nýju lögin virki þannig að ef pakkinn er ekki dýrari en 5þús krónur í heildina (vöruverð + sendingarkostnaður)

þá borgirðu engan toll né vsk og fáir þetta bara með póstinum beint til dyra hjá þér.

Virkar með linsur að minnsta kosti.

Re: Intel Atom

Sent: Fim 26. Jún 2008 15:47
af einarornth
mind skrifaði:ÉG held að nýju lögin virki þannig að ef pakkinn er ekki dýrari en 5þús krónur í heildina (vöruverð + sendingarkostnaður)

þá borgirðu engan toll né vsk og fáir þetta bara með póstinum beint til dyra hjá þér.

Virkar með linsur að minnsta kosti.


Ég hef ekki heyrt um þetta, en frábært ef rétt reynist.

Re: Intel Atom

Sent: Fim 26. Jún 2008 15:54
af mind
Vandamálið er að EF þú þarft að tolla þetta þá er skýrslugjald like 2-3þús kall ef þú kannt það ekki sjálfur.

Vaskurinn er ekki nema 1-2þús.

Re: Intel Atom

Sent: Fös 27. Jún 2008 11:30
af Dagur
Pósturinn er hættur að senda pakka heim til fólks ef hann er undir 2kg

Re: Intel Atom

Sent: Lau 05. Júl 2008 00:17
af Gúrú
Dagur skrifaði:Pósturinn er hættur að senda pakka heim til fólks ef hann er undir 2kg


"Can you put stones in my package? Thx"

Re: Intel Atom

Sent: Fös 25. Júl 2008 17:56
af Dr3dinn
Gúrú skrifaði:
Dagur skrifaði:Pósturinn er hættur að senda pakka heim til fólks ef hann er undir 2kg


"Can you put stones in my package? Thx"



Brilliant svar...

Fekkst mig svo til ad brosa :D

Re: Intel Atom

Sent: Mið 06. Ágú 2008 05:54
af Viktor
Gúrú skrifaði:
Dagur skrifaði:Pósturinn er hættur að senda pakka heim til fólks ef hann er undir 2kg


"Can you put stones in my package? Thx"


Rocks...?

Re: Intel Atom

Sent: Fim 14. Ágú 2008 00:40
af Gúrú
Sallarólegur skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Dagur skrifaði:Pósturinn er hættur að senda pakka heim til fólks ef hann er undir 2kg


"Can you put stones in my package? Thx"


Rocks...?


Ef þú fýlar grjót þá já, rocks.

Re: Intel Atom

Sent: Fim 14. Ágú 2008 03:31
af Valdegg
Scotch on the rocks.

Re: Intel Atom

Sent: Mið 11. Feb 2009 18:31
af ulfurk
Jæja, best að grafa upp eeeeldgamlan þráð...

Hefur eitthvað breyst í þessum efnum? Hefur einhver verslunin hér haft vit á því að flytja þetta inn?
Intel Atom er náttlega bara snilldin ein í hvers kyns low power heimils servera (NAS, MediaCenter, osfr, osfr)

Re: Intel Atom

Sent: Mið 11. Feb 2009 21:25
af Selurinn

Re: Intel Atom

Sent: Fim 19. Feb 2009 20:43
af AngryMachine
ulfurk skrifaði:Jæja, best að grafa upp eeeeldgamlan þráð...

Hefur eitthvað breyst í þessum efnum? Hefur einhver verslunin hér haft vit á því að flytja þetta inn?
Intel Atom er náttlega bara snilldin ein í hvers kyns low power heimils servera (NAS, MediaCenter, osfr, osfr)


Ef ég man rétt þá nota Atom örrarnir ekki drop in socket eins og 775 eða AMx, heldur eru þeir lóðaðir við móðurborðið. Þannig að stakir örgjörvar eru ekki fáanlegir út úr búð. Það næsta sem að hægt er að komast því eru móðurborðs+örgjörva sett eins og þetta og þetta. Ef þú biður fallega þá getur kanski einhver tölvuverslunin sérpantað svona borð.

Eða þá getur maður gert þetta auðvelt fyrir sig og keypt EEE Box.

Re: Intel Atom

Sent: Fim 19. Feb 2009 23:11
af Pandemic
mind skrifaði:ÉG held að nýju lögin virki þannig að ef pakkinn er ekki dýrari en 5þús krónur í heildina (vöruverð + sendingarkostnaður)

þá borgirðu engan toll né vsk og fáir þetta bara með póstinum beint til dyra hjá þér.

Virkar með linsur að minnsta kosti.



Ég var að panta hlut af netinu um daginn sem kostaði 10 dollara og ég fékk toll+vsk og tollafgreiðslugjald á þetta allt saman. Fékk meira að segja Vsk af flutningsgjaldinu erlendis. Ég var mjög sáttur þegar ég labbaði útaf pósthúsinu eða þannig.

Re: Intel Atom

Sent: Fös 20. Feb 2009 08:43
af Sydney
AngryMachine skrifaði:
ulfurk skrifaði:Jæja, best að grafa upp eeeeldgamlan þráð...

Hefur eitthvað breyst í þessum efnum? Hefur einhver verslunin hér haft vit á því að flytja þetta inn?
Intel Atom er náttlega bara snilldin ein í hvers kyns low power heimils servera (NAS, MediaCenter, osfr, osfr)


Ef ég man rétt þá nota Atom örrarnir ekki drop in socket eins og 775 eða AMx, heldur eru þeir lóðaðir við móðurborðið. Þannig að stakir örgjörvar eru ekki fáanlegir út úr búð. Það næsta sem að hægt er að komast því eru móðurborðs+örgjörva sett eins og þetta og þetta. Ef þú biður fallega þá getur kanski einhver tölvuverslunin sérpantað svona borð.

Eða þá getur maður gert þetta auðvelt fyrir sig og keypt EEE Box.

Vesen TBH.

Miklu meira vit í ódýrt 775 og E5200 að mínu mati.