Síða 1 af 1

6 pinna í 8 pinna breytistykki

Sent: Mið 11. Jún 2008 13:06
af Pesinn
Sælir

Var að kaupa mér Evga 9800 gx2 kort og það er með einum 6 pinna tengi og einum 8 pinna tengi, power supplyið mitt er bara með eitt 8 pinna sem er notað í örgjafan, veit einhver hvar er hægt að fá breytistykki frá 6 pinna í 8 pinna?

Re: 6 pinna í 8 pinna breytistykki

Sent: Mið 11. Jún 2008 13:13
af einzi
Verðuru ekki bara að endurskoða PSU hjá þér ef af þessi tengi eru ekki til staðar.

Skoðaðu þetta http://www.evga.com/articles/397.asp

Requirements
-Minimum of a 600 Watt power supply.
(Minimum recommended power supply with +12 Volt current rating of 28 Amp Amps.)
-An available 6 pin PCI-E power connector and an available 8 pin PCI-E power connector

Re: 6 pinna í 8 pinna breytistykki

Sent: Mið 11. Jún 2008 14:50
af Runar
Þú getur notað 6 pinna tengið í 8 pinna tengi (sleppir 2 pinnum á einum endanum, getur ekki sett í báða endana, svo engar áhyggjur að óvart tengja þetta vitlaust). En eins og fyrri ræðumaður sagði, þá þarftu að vera með frekar öflugan spennugjafa fyrir þetta skjákort, þá skipta wöttin ekki mestu máli, þá þarf sérstaklega að kaupa dýrari spennugjafa sem er þá með næg amper á 12 volta rail'inu.

Re: 6 pinna í 8 pinna breytistykki

Sent: Mið 11. Jún 2008 15:03
af einzi
Please also note, that it is not recommended to use a 6pin to 8pin converter cable. The NVIDIA 9800GX2 requires one 8 pin connector, and one 6 pin connector.
http://www.evga.com/articles/397.asp

Re: 6 pinna í 8 pinna breytistykki

Sent: Fös 13. Jún 2008 10:26
af Pesinn
Sælir

Spurningin mín var hvort þið vissuð um hvort hægt væri að fá svona stykki.

Turbo-Cool 1KW-SR frá Pc power and cooling og það er með +12VDC @ 72A/80A pk (Huge Single Rail)

þannig að ég held að þetta power supply ætti að höndla þetta :)

Re: 6 pinna í 8 pinna breytistykki

Sent: Fös 13. Jún 2008 11:24
af einzi
Já örugglega er það hægt. En það sem við erum að benda þér á að það er ekki sama hvernig þú tengir þetta og EVGA er búið að benda á. Þeir mæla ekki með að nota 6 til 8 pinna converter og segja að kortið þurfi 1x 8 pinna tengi og 1x 6 pinna, en ef þú ert með PC Power Turbo-COOL 1K PSU þá er hann meira að segja á listanum yfir supported PSU þannig að það ætti að vera 8 pinna og 6 pinna tengi á lausu. Þeir tala reyndar um að það sé mechanical latch að breyta 6 pinna í 8 pinna og þá þurfir þú að nota 8 pinna extender sem á að fylgja með kortinu.

Þannig að nú er bara málið að skoða hvað fylgdi með PSU og kortinu, muna eftir að 8 pinna CPU power er ekki það sama og 8 pinna PCI-E power, skoða hvaða tengi eru á lausu og athuga hvort það sé eitthvað sem þér yfirsást, já og lesa leiðbeiningarnar.