Síða 1 af 1

Kaup á skjákorti

Sent: Mið 04. Jún 2008 18:57
af Sertimar
Sælir sérfræðingar,

Ég er að hugsa um að fara að versla mér nýtt skjákort í tölvuna mína sem er nokkuð nýlegur gripur með Pentium Duo örgjörva (6600) og 2 Gb af vinnsluminni. Ég er með frekar slappt Nvidia 8600 skjákort sem mér finnst ekki duga nógu vel.

Ég er að nota tölvuna t.d. í Flight Simulator X og fleiri leiki og er að spá í hvað ég á að fá mér sem dugar vel í það á háum gæðum. Mér skilst að ég þurfi líklega að fá mér nýjan aflgjafa einnig svo að ef þið getið þá megið þið mæla með slíku fyrir mig. Ég er að leita mér að því besta fyrir peninginn en er að hugsa um að eyða ekki miklu meira en 30-45 þúsundum í þetta.

Með fyrirfram þökkum,
Sertimar.

Re: Kaup á skjákorti

Sent: Mið 04. Jún 2008 19:02
af Sydney
8800GTS 512MB eða 9800GTX er málið

Core 2 er ekki í Pentium línunni, btw ;)

Re: Kaup á skjákorti

Sent: Mið 04. Jún 2008 19:07
af Gúrú
Þú þarft ekki að eyða miklu til að næla þér í skjákort sem ræður við flight simulator...
Ég er með core2duo e6750, 2gb vinnsluminni 800 mhz og 8800 GT og það tekur þennan leik léttilega í ultra high.
8800 GT er ódýrast hjá tölvuvirkni á 20 þúsund, og þá ertu með 10-25 þúsund til að eyða í aflgjafa, sem ég stórefa að þú þurfir þar sem að ég er með 320W aflgjafa...

Ef þú tekur hinsvegar ætlar að eyða meiru þá tekurðu án efa 8800 GTS 512MB. En það er ekki eins sparneytið á rafmagn og GT

Re: Kaup á skjákorti

Sent: Mið 04. Jún 2008 20:07
af Sertimar
Myndi ég sjá mikinn mun á milli gamla skjákortsins Nvidia 8600 gt og ef ég færi í 8800 gts?

Takk fyrir svörin,
S.

Re: Kaup á skjákorti

Sent: Mið 04. Jún 2008 20:08
af Gúrú
Sertimar skrifaði:Myndi ég sjá mikinn mun á milli gamla skjákortsins Nvidia 8600 gt og ef ég færi í 8800 gts?

Takk fyrir svörin,
S.



Re: Kaup á skjákorti

Sent: Fim 05. Jún 2008 11:55
af Sertimar
Valið stendur á milli 9800GTX eða 8800GTS einhvernveginn finnst manni að ég eigi frekar að kaupa það sem er nýrra þ.e. 9xxx línuna en samt finnst mér eins og flestir tali um að 8800GTS sé betra, hvað á ég nú að gera í stöðunni???

Kv,
S.

Re: Kaup á skjákorti

Sent: Fim 05. Jún 2008 12:49
af mind
http://www.tomshardware.com/reviews/nvi ... 800-5.html

Það virðist bara ekki muna nægu finnst mér.

Re: Kaup á skjákorti

Sent: Fim 05. Jún 2008 14:16
af Gúrú
Við erum að tala um 5200 Króna mun, ef þú ert viljandi til að eyða það miklu meira í 5 hærra fps í Cod4, þá gerirðu það.

Svo er þetta líka spurning um hávaðamyndun..

Re: Kaup á skjákorti

Sent: Þri 10. Jún 2008 14:40
af machinehead
8800 GTX...
The best!

Re: Kaup á skjákorti

Sent: Þri 10. Jún 2008 20:16
af Gúrú
machinehead skrifaði:8800 GTX...
The best!

The best passar einhvern veginn ekki lengur...