Síða 1 af 1

Finnur ekki harða diskinn

Sent: Sun 25. Maí 2008 22:05
af Claw
Ég keypti mér harðan disk og hýsingu hjá computer.is fyrir tveimur mánuðum síðan. Þetta kom saman í pakka (þ.e.a.s. búið að setja diskinn í flakkarann) og mér var tjáð að nóg væri að kveikja á græjunni og tengja hana við tölvuna með usb snúru og ég væri í toppmálum. Þetta hentaði mér mjög vel þar sem ég er ekki mikill tölvukall.

Nema hvað að þegar ég tengi þetta við tölvuna þá finnur hún ekki neitt. Ég er búinn að prufa USB snúruna með annarri græju og hún virkar fínt og ég er viss um að það sé straumur á hýsingunni því það logar ljós á henni.

Einhverjar hugmyndir?

p.s. Ég ráðlegg fólki eindregið frá því að versla við computer.is. Þeir eru sennilega ódýrastir en þjónustan er akkúrat engin. Þeir svara ekki einu sinni emailum.

Re: Finnur ekki harða diskinn

Sent: Sun 25. Maí 2008 22:25
af Cous
vá ég er að lenda í þessu sama, málið hjá mér er líka það að mér finnst bara ALSEKKERT hljóð koma frá flakkaranum. eins og að hann sé ekki í gangi þrátt fyrir að ljós sé á honum. er það líkað hjá þér


hvernig flakkari er þetta by the way

Re: Finnur ekki harða diskinn

Sent: Sun 25. Maí 2008 22:57
af arnar7
ég lenti í þessu sama þegar ég keipti nýjan disk í hýsingu en það var reyndar frá tölvulistanum en það breytir litlu :) skýtabúð ...

en ég þurfti bara að fara í einhverjar stillingar inní tölvuni til að formata diskinn og þá koma hann upp í valmyndini í My Computer (þ.e.a.s tölvan fann hann)

Re: Finnur ekki harða diskinn

Sent: Sun 25. Maí 2008 23:46
af Revenant

Re: Finnur ekki harða diskinn

Sent: Mán 26. Maí 2008 09:28
af Claw


Ehhh já, getur einhver svarað því fyrir mig?

Re: Finnur ekki harða diskinn

Sent: Lau 31. Maí 2008 12:40
af mind
Bump

Síðast þegar ég vissi sástu diskinn ekki í Disk Management. (svo ég geri ráð fyrir að þú sért með Windows XP)

Ef þú ert með mjög gamla útgáfu af windows xp gæti fræðilega þurft driver , hann hefði þá komið á cd diski með flakkaranum.

Þetta ætti að gefa okkur 3 möguleika til að vinna úr.

Tölvan - má vera bilað USB port, hún sé ekki með rekil fyrir hýsinguna.
1. Ræstu tölvunni án þess að vera með flakkarann tengdann , kveiktu svo á flakkaranum og tengdu við tölvuna, gáðu hvort það þú færð upp "new hardware found" nirði í hægra horninu(svona grænt icon kemur)
1.1 Jafnvel þó hún virðist ekki finna neitt farðu þá í Control Panel - System - Hardware - Device Manager og gáðu hvort það er gult upphrópunarmerki þar einhversstaðar.
2. Prufaðu annað USB port , oft eru port sem eru t.d. framaná tölvum ekki nægilega góð fyrir flakkara/usb lykla.

Flakkarinn
1. Virkar hann með annarri tölvu ?

Harði diskurinn
1. Mögulegt er að diskurinn/controllerinn sé ónýtur , þá þarftu að taka hann úr hýsingunni og prufa beintengja í tölvuna, þetta samt eyðileggur líklega ábyrgðina svo ég mæli ekki með því.

Vona þetta kveikji aftur í þræðinum

Re: Finnur ekki harða diskinn

Sent: Sun 01. Jún 2008 11:22
af Claw
Búinn að prufa flakkarann við aðra tölvu og fylgja þessum leiðbeiningum þínum en hún finnur ekki flakkarann heldur. Hann hlýtur að vera gallaður. Fer með hann á morgun í computer.is og skila honum.

Takk fyrir hjálpina.