Síða 1 af 1

Vandamál með nýtt skjákort

Sent: Fös 23. Maí 2008 06:30
af Doct
Daginn.

Ég var að setja nýtt skjákort í vélina hjá mér(8800 GT).
Ég formataði vélina og allt virtist ganga vel... en svo setti ég inn C&C Generals en þá fæ ég
Directx villu... :( Ég er búinn að setja inn nýjasta Directx driverinn...
Ég er búinn að prufa með nýjasta driverinn frá Nvidia og hef líka prufað Omega drivera en ekkert gengur.
Ég reyndi meira að segja að setja inn driverinn sem að fylgdi með kortinu en þá kemur ekki inn Nvidia controlpanellinn.... hann skiptir kannski ekki svo miklu máli.

En dettur einhverjum eitthvað í hug hvað gæti verið að valda þessu. Pirrar mig óskaplega :evil:

Einnig finnst mér kortið ekki vera að gera sig alminnilega, er til dæmis að spila Titan Quest og get ekki spilað hann í bestu grafík.

Er með AMD X2 3800 örgjörva og 2 gig í minni... myndi nú halda að ég ætti að geta spilað þennan "gamla" leik með allt í gangi.
BTW prufaði að keyra 3Dmark05 áður en að ég uppfærði og fékk einhver 4000(ATI 800GT) stig en 10000 stig eftir að ég skipti kortinu út, er það ekki nokkuð eðlilegt??

Öll hjálp er vel þegin.

Doct

Re: Vandamál með nýtt skjákort

Sent: Fös 23. Maí 2008 17:05
af mind
Start takkinn
Run
dxdiag
keyrðu öll testing sem koma 3D við.

Prufaðu eitthvað eins og 3dmark/annan leik til að útiloka/staðfesta hvort þetta er leikurinn

Re: Vandamál með nýtt skjákort

Sent: Fös 23. Maí 2008 19:20
af Doct
Sæll..
Ég er búinn að keyra öll test sem eru í dxdiag og allt eðlilegt þar...
Eins og ég skrifaði þá get ég spilað aðra leiki.. :( Hef reyndar ekki prufað mjög marga, NFS pro street og Titan Quest þeir ganga alveg, en eins og ég skrifaði þá er ég ekkert rosalega ánægður með gæðin...

Held að ég hafi lent í einhverju svipuðu með ATI kort, þá var mér ráðlagt að nota eldri drivera..
Omega driverinn sem ég er að nota er byggður á 169 eða eitthvað í þá áttina. Nýjasti driverinn
frá Nvidia er 179 minnir mig... sóóó...
Er på bar bund eins og danskurinn myndi segja...

Doct

Gleymdi að segja, ég er búinn að keyra 3D Mark 05 og það gekk fínt.

Re: Vandamál með nýtt skjákort

Sent: Mán 26. Maí 2008 02:12
af Selurinn
Það er ekkert að ofhitna er það?

Lennti í veseni með 8800GT að allt laggaði í fokk, ástæðan var að það var að keyra alltof heitt vegna þess að BIOSinn var eitthvað böggaður og viftan fór ekki hærra en í 30%.

Re: Vandamál með nýtt skjákort

Sent: Mán 26. Maí 2008 09:36
af mind
Stýrikerfi?