Síða 1 af 1

Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 16:42
af andrig
Góðan daginn.
Ég er að spá(vegna hávaða), hvort ég geti ekki með einhverju móti fært mediacenterinn sem er inní herberginu mínu núna uppá háaloft,
en samt sem áður haft hann tengdan við sjónvarpið inní herberginu mínu.
sjá MYND

var að hugsa um að hafa þá bara mjög langa Videosnúru og Audio snúru, nettengja hana á eftri hæðinni, og fá mér síðan mjög góðan usb hub fyrir þráðlausa lyklaborðið og músina og ipodinn.

eða er til eitthvað svona box þarsem ég tengi skjá, audio, usb og bara ein snúra á milli? fattar einhver?

en er eitthvað því til fyrir stöðu að fyrra planið gangi upp? vegna gæða tapa eða eitthvað.

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 17:20
af BlackMan890
Humm...
Það er hægt að lækka í hávaða á mjög einfaldan hátt. Með því að kaupa örfáa viftur og skipta út þeim sem eru í kassanum og í aflgjafanum og þá ætti það að vera komið :)
Mæli með þessu:

Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:

Ég á sjálfur svona örgjörvaviftu og það heyrist ekki í henni :). Svo er hægt að skipta út 12 V yfir á 5V fyrir kassavifturnar og þá verða þær hljóðlátar líka. Svo er bara spurning með aflgjafann. Ef það er 120mm vifta í henni þá er hægt að skipta á henni og þessari sem ég sýndi þér :)
Allavega þá myndi ég frekar mæla með þessari aðferð. Ég er með slæma reynslu af þráðlausum músum/lyklaborðum (vinur minn gafst upp á þeim og skipti yfir í venjulega mús. Hann sá ekki eftir því :).

Mig grunar líka að þetta er ódýrara en að kaupa langa video snúru.

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 18:51
af andrig
ég er nú sjálfur með þráðlaust sett af lykklaborði og mús.
tékka í kvöld á aflgjafaviftuni.. en örgjörfa viftan eralveg silent, og hliðarvifturnar 2 eru ekkert of háværar, en mikil hljóð í hdd

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 19:27
af Xyron
Spurning um hvort þú sért líka með hávært skjákort? eða illa einangraðan kassa.

Með gæðatap á merkinu hjá þér, fer það eftir því hvort þú ert að nota digital(dvi) eða analog(vga, component, s-video) .. skildist á teikninguni hjá þér að þú værir með flatsjónvarp og flest þeirra sem ég hef séð nota vga tengið fyrir pc-tengingar(ekki algilt).

Svo ef þú notar vga kapal til að tengja tölvuna yfir í sjónvarpið þá verður þú helst að kaupa þér vandaða vga-snúru vegna þess að analog merki "degreada" yfir x vegalengd.

Oft talað um að góðir vga kaplar séu með sér einangraða 75 ohm-a coxial kapla fyrir hvern lit sem VGA notar (Rauður, Græn og Blár e. RGB) til að fá sem minnstu brenglun í merkið.

Svo er það alltaf spurning hversu mikinn mun þú munt sjá á þessu, en það sakar ekki að hafa þetta bakið eyrað þegar þú ert að leyta þér á netinu af einhverjum ódýrum kapli, er oft á tíðum ekki rukkað meira en ca. 20$ fyrir vandaða 15-20 metra kapla(á netinu).

Síðan er líka hægt að kaupa modulatora fyrir vga yfir í cat5 kapla til að fara með þetta lengri leiðir, en þú þarft þess væntanlega ekki. Bara minnast á það ef þetta eru einhverjir tugir metra(sem ég efast um).

Svo er alltaf hægt að versla sér usb framlengingarsnúru fyrir þráðlausa móttakarann fyrir músina/lyklaborðið

Prófaði að slá einhverju upp á google og sá þetta í fljótu bragði, þarna hægramegin neðarlega á síðuni er kapal sem er vga/stero hljóðkapal saman í einum pakka : http://www.networktechinc.com/cable-pc.html
Til hjá þeim í 10/15/25/30 feetum (feet er ca. 3.3 metrar)
edit: 1 meter er 3.28 feet!! [-X

Var með þetta bookmarkað hjá mér:
Síðan getur þú alltaf farið í skemmtilegt "mission" ef þú hefur gaman af því að fikta í hlutum og búa til allt að 15m vga/component/svideo kapal úr cat5 netsnúru .. t.d. eins og er gert hér: http://myhometheater.homestead.com/vgacable.html

Kannski búin að skrifa aðeins og mikið miðað við það að ég veit ekki hvaða snúru þú ert að fara að nota  :D en þetta er basicly það sama hvernig þú ferð að þessu.

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 21:07
af Kristján Gerhard
Xyron skrifaði:Spurning um hvort þú sért líka með hávært skjákort? eða illa einangraðan kassa.
....

Prófaði að slá einhverju upp á google og sá þetta í fljótu bragði, þarna hægramegin neðarlega á síðuni er kapal sem er vga/stero hljóðkapal saman í einum pakka : http://www.networktechinc.com/cable-pc.html
Til hjá þeim í 10/15/25/30 feetum (feet er ca. 3.3 metrar)

.....

Kannski búin að skrifa aðeins og mikið miðað við það að ég veit ekki hvaða snúru þú ert að fara að nota  :D en þetta er basicly það sama hvernig þú ferð að þessu.


Fetið er reyndar 30,5 cm sem gerir að 3 fet eru 91,5 cm.

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 23:06
af Xyron

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 23:07
af mind
Spursmál hvað þetta er langt held ég.

Gæðamunurinn á snúrum kemur nefnilega einmitt fram við svona hluti og þá getur verið erfitt að finna nógu ódýrar en nægilega góðar snúrur.

Ég er með svipað setup.
15m VGA kapal
10m usb kapal - mega ekki vera mikið lengri án USB repeater, gæti orðsakað vandamál með hub án rafmagns(ekki allar mýs virka í mínu tilviki)
10m Optical audio snúru.

Þessar snúrur kostuðu sitt en ég hef aldrei séð eftir þeim , ég leiði þær meirasegja framhjá rafmagnsboxinu fyrir hæðina og það er í fína lagi.

Það eru til kit og KVM Over ethernet ásamt öðru en þegar upp var staðið þá sá ég frammá það að einfaldleikinn væri bestur við eitthvað svona.

Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við með hávaðann, þetta var eina lausnin sem ég varð algjörlega sáttur við.

USB kapalinn fékk ég útí tölvubúð
Optical snúruna var ódýrust í sjónvarpsmiðstöðinni
vga kapalinn fékk ég frá útlöndum því ég tímdi ekki kaupa hann á íslandi.

a.t.h. það er samt 3 ár síðan ég keypti og setti þetta upp.

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 23:15
af ManiO
xyron, þú þarft að rifja upp hvernig maður umbreytir á milli stærða ;)

http://www.google.is/search?hl=is&clien ... =Leita&lr=

10 feet = 3.04800 meters

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 23:23
af Xyron
4x0n skrifaði:xyron, þú þarft að rifja upp hvernig maður umbreytir á milli stærða ;)

http://www.google.is/search?hl=is&clien ... =Leita&lr=

10 feet = 3.04800 meters


snéri þessu við.. :oops:

já rugl í mér ég var að breyta frá meter yfir í feet sem er jú 1 meter = 3.28 feet
en ekki feet yfir í meter eins og ég hafði sagt :D

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fim 03. Apr 2008 23:55
af andrig
ég er atm að nota vga.
en bæði tölvan og sjónvarpið styðja hdmi. en hef aldrei fengið það til að virka :S

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Fös 04. Apr 2008 22:17
af hagur
Sæll,

Það er alveg þess virði að koma media center tölvunni yfir í annað herbergi (eða aðra hæð), það er ótrúlega þægilegt að vera gjörsamlega laus við allt tölvusuð.

Ég er með mína staðsetta í lítilli geymslu innan íbúðarinnar, sem er þægilega staðsett með tilliti til stofunnar. Ég þurfti þrátt fyrir það töluvert langar snúrur, m.a. 20 metra VGA til að ná alveg upp í skjávarpann minn. Snúrur af þessari lengd er ekkert auðvelt að fá hérna heima, nema fyrir morðfjár. Ég fór einfaldlega á http://www.monoprice.com og verslaði þar alla kapla sem ég þurfti á að halda, fyrir slikk. Þú færð ekki ódýrari kapla en þar - en þetta eru sölid vörur samt sem áður. Ótrúlega mikið í þær lagt.

Ég er með 20 metra VGA kapal, 15 metra USB sem er annars vegar 10 metra með active repeater innbyggðum og hinsvegar 5 metra venjuleg. Loks er ég með 10 metra optical hljóðsnúru.

USB snúruna er ég svo einfaldlega með tengda í lítinn 5 porta USB hubb sem er vel falinn á bakvið sófann í stofunni, þannig að það er mjög auðvelt að plögga auka tækjum við tölvuna ef ég þarf þess, svo sem stýripinnum o.þ.h.

Eina viftuhljóðið sem heyrist í stofunni núna er þegar ég er að nota skjávarpann, en sem betur fer er hann mjög hljóðlátur

Ég myndi semsagt mæla með því að þú skoðaðir http://www.monoprice.com og þar í "Home theater" flokkinn. Þú færð þar nánast allar lengdir af snúrum, VGA, Audio og USB ætti að vera allt sem þú þarft.

Kv,
Haukur H. Þ.

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Mið 14. Maí 2008 01:42
af Harvest
Mikið af flottum svörum.

persónulega held ég að það væri mikið nær að reyna að laga MC-inn þinn frekar en að vera tengja (og jafnvel bora) lengst út í rassgat.

Snúru-Ísland er ekki beint það hagstæðasta í dag.

Re: Tengjast við tölvu á annari hæð.

Sent: Mið 14. Maí 2008 07:58
af blitz
Keyra kassaviftur á 5v, fá sér passive örgv. kælingur (ninja xigmatec) + passive kælingu á kort(Artic cooling Accelero S1), skipta út viftunni í aflgjafanum, og smella svo hdd suspension (sjá http://www.silentpcreview.com/forums)