Þú hættir ekki
Þetta með mýsnar er svolítið trúarbrögð og það getur vel verið að einhver mótmæli því sem ég er að fara segja. ( 2 mismunandi tæknir notaðar, laser og optical)
Gott að skoða:
http://www.esreality.com/?a=post&id=1265679 ,
http://www.esreality.com/?a=longpost&id=1300293&page=5Logitech G5(laser) 2000dpi = Hægri hönduð, ekki nothæf nema bara fyrir RTS/MMO, ástæðan fyrir því er að skynjarinn í henni er með svakalega lágt malfunction rate, semsagt þegar þú hreyfir músina rosalega hratt þá missir ljósið staðsetninguna sína og svo hoppar músarbendillinn bara eitthvað, yfirleitt upp. Auk þess sem hún notar lóð og ef þú hugsar um það þá á það að vera músarmottan sem ræður "friction" en ekki þyngd músarinnar vegna þess að þá þreytistu bara og færð sinaskeiðabólgu fyrr við að vera alltaf að "berjast" við músina þína.
Logitech MX518 (optical) 1600dpi = Hægri hönduð, Sennilega mest fyrir peninginn , hún er tilturlega ódýr miðað við hversu góð hún er en er samt held ég 18 mánaða gömul(frá því hún var gefin út) og hönnunin er sennilega 2 ára. Það eru litlir ókostir við hana en ekkert svo stórt að ég myndi ekki kaupa hana. Enn í dag er þessi standard fyrir tölvuleiki afþví hún er ódýr og aðgengileg.
Steelseries Ikari (laser) 3200dpi = Hægri hönduð, Hef ekki átt hana, margir lofsama hana og það er vissulega fínt en hún virðist vera svolítið elska eða hata mús , ég er samt ekki með neina skoðun á henni fyrir utan að hún er laser og því ekki ásættanleg fyrir mig.
Razer Lachesis (laser) 4000dpi = báðar hendur, hef notað hana og hún er mjög fín með marga kosti en er samt lasermús og því heldur ekki ásættanleg fyrir mig.
Razer Deathadder(3g infrared optical) 1800 dpi = hægri hönduð, núverandi músin mín og sú sem ég mæli með.
Það er svolítið erfitt að útskýra afhverju en ég verð ekki eins þreyttur á að nota hana þar sem hún er létt. Ég virðist ná mun meira af þessum "tæpu" skotum í CS , DOD og Crysis (þegar ég var með G5 þá oft trúði ég því bara ekki að ég hefði ekki hitt, skeður minna með þessari).
Takkanir á henni eru svolítið viðkvæmir og tók það smá tíma að venjast því en í staðinn hefur viðbragðstíminn minn batnað þar sem oft þegar maður er að snipa eða álíka þá virðist þetta sekúntubrot í að takkinn er mjög næmur telja. Svo þegar ég hugsa um það þá finnst mér þægilegt að þurfa ekki að hamra á takkanum til að skjóta
Auka kostir við Razer sem mér finnst er líka að þeir gefa út Firmware til að laga hluti varðandi músina og að driverinn þeirra er ekki fullur af drasli sem maður vill ekki(held hann sé minni en 1mb)
(hef notað allar þessar mýs fyrir utan Ikari)
Razer = Kísildalur, Start og Tölvuvirkni. Ég hef séð Diamondback og held ég copperhead í Max verslunum.
Logitech = Allsstaðar eiginlega bara
Steelseries = Bara séð hana í tölvulistanum, má vel vera einhverjir fleiri séu með hana.
Þráðlaust myndi ég bara gleyma , maður verður svo svakalega reiður þegar batteríin fara á vitlausum tíma.
Ég nenni ekki að fara í neitt nákvæmt með skjáina en þú ert að leita af TN panel
Auglýst ms=millisekúntur segir þér ekki neitt, auglýst dynamic contrast segir þér ekki neitt.
Notaðu flatpanels.dk (það er til einhver önnur síða líka) og flettu upp skjánum sem þú ætlar að kaupa(módelnúmer) og það segir þér hvað hann er í "alvöru"
22" er mest fyrir peninginn
Samsung er ráðandi
226BW væri því góður kostur
Nýja týpan af honum 2253BW(held ég) ætti að vera til í einhverjum búðum er samt víst lítill munur.
Ef þú kaupir stærri skjá en það gætirðu þurft öflugra skjákort
Þetta er miðað við reynslu af samsung 204B, 225BW, 226BW, 244T , 245BW