Síða 1 af 1

Raidsonic ICY BOX IB-MP303S-B margmiðlunarspilari Review

Sent: Mið 26. Mar 2008 00:08
af Yank
Sælir

Raidsonic eru iðnir við kolan að senda mér græjur.
Þetta er þriðji spilarinn frá þeim í 300 línunni.

Umfjöllun hér
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=17559

Njótið og rífið í ykkur.

Sent: Mið 26. Mar 2008 01:06
af zedro
Very nice, djöfull geturu skifað mikinn texta drengur :shock:

Sent: Mið 26. Mar 2008 01:06
af coldcut
ég var að verða vitlaus á helv**** viftunni þannig að ég tók hana bara úr sambandi. Hann hefur aldrei frosið og ekkert vesen með hann en er að velta fyrir mér hvort ekki sé hægt að taka ljósið úr sambandi líka, það er nefnilega verulega pirrandi =/

Sent: Mið 26. Mar 2008 01:14
af zedro
Svartur merkipenni ætti að gera fínt gang. Þú dregur það mikið úr ljósinu að það er ekki að æra þig en þú getur enn séð það ef þess þarf.

Sent: Mið 26. Mar 2008 11:25
af Yank
Zedro skrifaði:Svartur merkipenni ætti að gera fínt gang. Þú dregur það mikið úr ljósinu að það er ekki að æra þig en þú getur enn séð það ef þess þarf.


Góð hugmynd

Sent: Mið 26. Mar 2008 11:48
af GuðjónR
Mér heyrist á þér Yank að þú sért ekkert allt of spenntur.
Margir mínusar og eini plúsinn að hann frýs ekki.

Sent: Mið 26. Mar 2008 20:26
af Yank
GuðjónR skrifaði:Mér heyrist á þér Yank að þú sért ekkert allt of spenntur.
Margir mínusar og eini plúsinn að hann frýs ekki.


Þessi spilari hafði alla möguleik á að vera frábær, hefur; útlitið, áreiðanleika, auðvelt menu, sem allt eru mjög mikilvægir kosti. (3 kostir sjáðu til :wink: )

En að klikka svo á grundvallar atriði eins og hljómyndun, gerir hann bara að góðum spilara fyrir þennan pening, en ekki frábærum.

Svo skal taka með í myndina að þetta er skrifað á mánudegi, og kannski er ég að gera of miklar kröfur. Menn verða þó mun fróðari ef þeir nenna að lesa allan textan og geta gert upp hug sinn sjálfir :wink:

Án viftunar er þetta einn besti spilari sem ég hef komist í tæri við, og þannig ætla ég að nota hann, ábyrgð or not, get bara ekki mælt með slíku.

Sent: Fim 27. Mar 2008 14:55
af GuðjónR
Ég held það sé í fínu lagi að nota hann án viftu.
Minn MediaGate er viftulaus og því silent. Hugsanlega endist HDD eitthvað skemur og er það bara í lagi.

Annars er einn skrítinn böggur í MediaGate, veit ekki hvort það er í öðrum flökkurum eða ekki.
Allar myndir sem enda á IMG virka ekki, t.d. mynd.img en ef ég rename'a img > iso þá virkar það, mynd.img 'rename' mynd.iso og wollah...

Hann sér ekki *.img ... fleiri lent í þessu?

Sent: Fim 27. Mar 2008 15:35
af mind
Getur vel verið að mediagate kunni bara ekki að lesa containerinn.

Er með 350HD en hef aldrei prufað að opna .img
Ég er líka með 350SHD , gæti svosem prufað þetta fyrir þig á báðum.

Én ég veit að t.d. eins og PS3 kann ekki að lesa AVI containers, ef þú hinsvegar renamear skrá .mpg þá vill hún spila skráina.

Ef svo er þá er þetta firmware mál(svo lengi sem búnaðurinn ræður við skráina)

Re: caveman

Sent: Mán 31. Mar 2008 20:53
af egglumber
coldcut skrifaði:ég var að verða vitlaus á helv**** viftunni þannig að ég tók hana bara úr sambandi. Hann hefur aldrei frosið og ekkert vesen með hann en er að velta fyrir mér hvort ekki sé hægt að taka ljósið úr sambandi líka, það er nefnilega verulega pirrandi =/


þú gætir tekið það úr sambandi caveman style (brjóta bara helv.... ljósaperuna)

Re: Raidsonic ICY BOX IB-MP303S-B margmiðlunarspilari Review

Sent: Mán 31. Mar 2008 23:25
af axyne
hverjir eru að selja þessa græju ?

Re: Raidsonic ICY BOX IB-MP303S-B margmiðlunarspilari Review

Sent: Þri 01. Apr 2008 09:47
af mind
TL og ATT virðast vera með hana

Re: Raidsonic ICY BOX IB-MP303S-B margmiðlunarspilari Review

Sent: Sun 14. Des 2008 21:39
af perrir
Ég á svona hýsingu og er búinn að setja disk í hann sem virkar vel þegar þetta er tengt við tölvu en það sést ekkert þegar ég tengi hann við sjónvarp. Veit einhver hvað er að
?

Re: Raidsonic ICY BOX IB-MP303S-B margmiðlunarspilari Review

Sent: Mán 15. Des 2008 14:00
af Halli25
perrir skrifaði:Ég á svona hýsingu og er búinn að setja disk í hann sem virkar vel þegar þetta er tengt við tölvu en það sést ekkert þegar ég tengi hann við sjónvarp. Veit einhver hvað er að
?

það er afar mikilvægt að búa til möppurnar FIRMWARE, MOVIES, MUSIC, PICTURES á rót disksins fyrir rétta virkni.

Re: Raidsonic ICY BOX IB-MP303S-B margmiðlunarspilari Review

Sent: Þri 16. Des 2008 11:47
af Yank
faraldur skrifaði:
perrir skrifaði:Ég á svona hýsingu og er búinn að setja disk í hann sem virkar vel þegar þetta er tengt við tölvu en það sést ekkert þegar ég tengi hann við sjónvarp. Veit einhver hvað er að
?

það er afar mikilvægt að búa til möppurnar FIRMWARE, MOVIES, MUSIC, PICTURES á rót disksins fyrir rétta virkni.


Það sem faraldur sagði :idea:

Re: Raidsonic ICY BOX IB-MP303S-B margmiðlunarspilari Review

Sent: Fim 05. Feb 2009 15:32
af arnar7
þarf að setja eitthvað inn í "firmware" möppuna? var að fá mér svona stikki og þetta lookar bara vel nema viftan...

en langar ekki að rifta ábyrgð með þvi að aftengja hana