Síða 1 af 1

Radeon 9700 pro Versus 9600 pro.

Sent: Fim 09. Okt 2003 01:46
af aRnor`
Hver er í rauninni munurinn á þessum kortum?
Gigabyte kortið frá Tölvuvirkni
og
kortið frá Task.is

Svo er mikill munur milli 9700pro og 9600pro.

Móðurborð : MSI 875P P4 Neo-FIS 2R (MS6758),
Örrgjörvi : Intel p4 , 2.8ghz ( 800fsb , 512 cache , Keyrist á 200Fsb.
Vinnsluminni : 2stk , 512ddr 400mhz ( Kingston HyperX 3200 )

Sent: Fim 09. Okt 2003 02:10
af kiddi
Töluverður, sitthvor flokkurinn í raun, Radeon9800 er beefed-up 9700... og 9800 er 2x sterkara en 9600 =)

Sent: Fim 09. Okt 2003 11:45
af Zechron
kiddi skrifaði:Töluverður, sitthvor flokkurinn í raun, Radeon9800 er beefed-up 9700... og 9800 er 2x sterkara en 9600 =)


Þannig að "sumir" lenda ekki í því að brjóta skjákortin sín! :twisted:

Sent: Fim 09. Okt 2003 12:13
af aRnor`
Hvaða skjákort er að gefa manni mest fyrir 20000 þúsund krónurnar.

Sent: Fim 09. Okt 2003 12:22
af Zechron
Ég myndi segja ATI 9600 Pro fyrir 20.000 kr

Annars geturðu líka hlupið til nVidia og keypt fx 5600 256 mb kort frá þeim.

Ég segi ATI kortið, er með ATI sjálfur og mér finnt það mjööög gott.

(að vísu 9800 pro, en hvað munar um 200 á milli)

Sent: Fim 09. Okt 2003 12:25
af odinnn
ekki kaupa kort frá nVidia núna. þeir eru ekki að meika neitt núna. 9600Pro er að koma mjög vel út núna og myndi ég hoppa á það eins og óður api ef ég væri ekki með betra kort.

Sent: Fim 09. Okt 2003 13:07
af kiddi
FX5600 er algjört rusl og alls ekki 20þús kr. virði. Gamla Ti4200 kortið mitt er að taka þetta í nefið í öllum testum (nema að vísu 3DMark03) þó Ti4200 kortið sé í mun lakari vél en FX5600 kortið. Sömuleiðis ef þið skoðið öll benchmörk sem t.d. TomsHardware & Anandtech sýna af FX5600 í Half-Life 2 testum og fleiru þá er þetta kort bara alls ekki að meika það. Þetta er notabene MSI 5600 256MB "lúxus" kortið. Ruuuusl!

ATi Radeon9600 Pro er málið.

Sent: Fim 09. Okt 2003 13:31
af aRnor`
Nú í byrjuninni á þessum þráð var ég með tvö 9600pro skjákort, Hver er í rauninni munurinn á þeim

Sent: Fim 09. Okt 2003 13:50
af gnarr
annað er blátt.. en hitt grænt ;)

Sent: Fim 09. Okt 2003 22:49
af RadoN
GigaByte kortið væntanlega blátt :wink:
ég myndi fá mér 9600pro sem Task.is er að selja, það er ekki 'Powered by ATi' heldur 'Build by ATi' :8)