Síða 1 af 1

Western Digital Green Power

Sent: Þri 26. Feb 2008 23:06
af adalsteinn


ég var að spá, vitið þið hvar er hægt að fá Western Digital Green Power diska? ég var að sörfa íslensku búðirnar, en fann þá hvergi.

ég sá review hér: http://www.silentpcreview.com/article786-page1.html

ég held að það væri soldið sniðugt að kaupa sér tvo og setja þá saman í raid. þá fengi maður mjög hljóðlátan disk en samt alveg ágætan hraða. (þeir eru bara 5400 snúninga, sko)

en hvar fæ ég þá? :shock:

Sent: Þri 26. Feb 2008 23:54
af Pandemic
Eitt sem ég hef áhuga á að spurja, Til hvers?

Þessir diskar eru lítið sem ekkert hljóðlátari en venjulegir diskar, hægari og kosta meira?

Sent: Mið 27. Feb 2008 09:27
af Halli25
Sælir,

ég fór á stúfana og sá að ATT er með þá

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4051

Getur þekkt þá á því að model númerið endar á CS en ekki á t.d. KS.

http://www.wdc.com/en/products/products ... anguage=en

Auk þess hef ég ekki séð neina aðra 1TB diska frá WD en greenpower.

Sent: Mið 27. Feb 2008 14:32
af arnarj
faraldur skrifaði:Sælir,

ég fór á stúfana og sá að ATT er með þá

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4051

Getur þekkt þá á því að model númerið endar á CS en ekki á t.d. KS.

http://www.wdc.com/en/products/products ... anguage=en

Auk þess hef ég ekki séð neina aðra 1TB diska frá WD en greenpower.


En diskurinn sem þú quotar í er skráður 7200 sn á att síðunni?

Sent: Mið 27. Feb 2008 15:00
af GuðjónR
Green Power? hahahaha umhverfisvænir eða??
Hvað næst??

Sent: Mið 27. Feb 2008 15:05
af Gúrú
White power?

Slef :)


En hvað er betra við þessa diska heldur en venjulega?

Ef einhver skrifar umhverfisvænir þá pissa ég á mig úr hlátri :8)

Sent: Mið 27. Feb 2008 19:12
af Halli25
arnarj skrifaði:
faraldur skrifaði:Sælir,

ég fór á stúfana og sá að ATT er með þá

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4051

Getur þekkt þá á því að model númerið endar á CS en ekki á t.d. KS.

http://www.wdc.com/en/products/products ... anguage=en

Auk þess hef ég ekki séð neina aðra 1TB diska frá WD en greenpower.


En diskurinn sem þú quotar í er skráður 7200 sn á att síðunni?

hmmm... WD GP er sagður 5400 til 7200 snúninga sjá töflu hjá tomma:

http://www.tomshardware.com/2007/10/11/ ... page3.html

Sent: Mið 27. Feb 2008 19:22
af arnarj
ok, þá er það sem Aðalsteinn fullyrti í fyrsta póstinum greinilega ekki rétt með að þeir séu aðeins til 5400sn

Sent: Mið 27. Feb 2008 23:35
af adalsteinn
arnarj skrifaði:ok, þá er það sem Aðalsteinn fullyrti í fyrsta póstinum greinilega ekki rétt með að þeir séu aðeins til 5400sn


úúú takk fyrir öll svörin. skrítið, ég fékk ekkert email sem lét mig vita að að væru komin svör :(

annars virðist þetta vera eitthvað umdeilt mál hvort þeir séu til með 7200 sn, því annað hvort segja síður að þeir séu 5400-7200 sn eða þeir séu 5400sn og enginn hefur séð hraðari týpuna(skilst mér af þessum síðum sem ég hef skoðað)

svo er sagt hér:
http://www.mikhailtech.com/Reviews/West ... _1TB/page1
Western Digital claims the drive is 5400 - 7200 RPM. Many on the web have speculated that this means the drive dynamically adjusts the RPM based on load. However, Western Digital has recently come forward announcing that this means some drives run at 5400RPM, while others run at 7200RPM. The drive that is being tested today is 5400RPM.


Flestar síður segja að þeir breyti um hraða dynamically, en það er víst ekki rétt. En ég hef ekki séð neina síðu prófa þennan disk og fá út að hann sé 7200 sn (þó ég hafi náttla ekki lesið allan vefinn, hihi). En líklega er það alveg til, úr því að WD segir það. þannig að það var rangt hjá mér að segja að þeir væru bara til sem 5400sn. my bad.

annars segir silentpcreview að þetta sé hljóðlátasti diskur sem þau hafa prófað, svo hann er líklega frekar hljóðlátur :) en það er reyndar rétt að hann er fjandi dýr :( ég hugsa að ég tými ekki að kaupa hann. allaveganna ekki 1TB. líklega held ég mig bara við tvo Samsung Spinpoint HD500LJ. ég er sko að leita að hljóðlátum diskum sem eru samt mjög hraðir. það gangur eitthvað illa hjá mér.

takk fyrir að benda mér á að hann sé á att síðunni. ég hefði ekki fattað það. en maður fer eiginlega að pæla hvaða hraða hann hefur. ef WD gefur ekki út nákvæmlega hversu hraðir einstaka diskar eru, hvernig veit att hvað þeir eru hraðir? er att bara að skjóta á það? afhverju segja þeir ekki að hann sé 5400-7200 sn í stað 7200sn, úr því að það er greinilega málið?

það eru án efa góð svör við þessu öllu :D tja, eða slæm. en ég veit ekki alveg hvað maður á að halda að svo stöddu :?:

Sent: Fim 28. Feb 2008 09:11
af Halli25
kannski þeir viti ekki betur og hafa bara tekið 7200 snúninga að sjálfsögðu þar þetta er sata2 diskur? En hvað veit ég :)

Re: Western Digital Green Power

Sent: Þri 23. Sep 2008 00:25
af westernd
ég á 1tb green power disk frá western digital, hann er 7200sn

Re: Western Digital Green Power

Sent: Mið 24. Sep 2008 13:08
af Gúrú
westernd skrifaði:ég á 1tb green power disk frá western digital, hann er 7200sn


frá faraldur Fim 28. Feb 2008 09:11

Re: Western Digital Green Power

Sent: Mið 24. Sep 2008 13:11
af MuGGz
mér var trjáð að þessar diskar séu 7200sn enn keyra sig niður í 5400 þegar ekki mikil keyrsla er á þeim

hentar vel t.d. í tv flakkara

Re: Western Digital Green Power

Sent: Mið 24. Sep 2008 13:13
af westernd
ekki orðið var við það, er með 1tb green power, finnst hann virka bara nokkuð vel í miklu álagi

Re: Western Digital Green Power

Sent: Mið 24. Sep 2008 15:18
af GuðjónR
Hann er aðeins ódýrari hérna

Re: Western Digital Green Power

Sent: Mið 24. Sep 2008 20:25
af Nariur
GuðjónR skrifaði:Hann er aðeins ódýrari hérna
:shock: