Eins og margir eru búnir að segja þér þá myndi ég mæla með G5 eða G9 músinni fyrir þig.
G5 jú hún er mjög svipuð og Mx518 í útliti, þ.e. body-ið en samt aðeins öðruvísi, hún er aðeins mjórri og lengri, maður verður eiginlega bara að sjá það sjálfur
.
Þú ert með meiri næmni í G5 (2000 vs. 1800 dpi), munar ekki miklu en munar þó
Báðar mýsnar eru með stillanlegu dpi, G5 er með 400, 800 og 2000 dpi en mx518 með 400, 800 og 1800 dpi EN það sem er þægilegra við G5 er að þú ert með 3 lítil LED ljós á henni sem sýna á hvaða stillingu þú ert. G5 er einnig með lítinn pakka sem þú smellir undir hana (inn í hana) með lóðum sem þú getur tekið úr og sett í eftir þörfum og hvað þér finnst best, s.s. stillanlegri þyngd sem er allgjör snilldar fídus.
G9 músin er samt meira fyrir allveg hardcore gamers, hún er með 3200 dpi sem er allveg rosaleg næmni og skilar hún 1000 reports á sek. Ég finn engar nákvæmar uppl. um dpi-ið en það er stillanlegt frá 200-3200 dpi, trúlega í 3-6 þrepum. Þú ert með stillanlega þyngd eins og á hinum músunum (allt að 28 g. aukalega). Scroll hjólið er líka stillanlegt, getur haft það eins og á venjulegum músum en líka eins og er á MX revolution músunm (engin fyrirstaða í scrollinu (MicroGrear Precision scroll wheel)).
Hún er með profile switcher (svo allar stillingar þínar geturu vistað og geymt fyrir sérstaka leiki eða forrit). Geislaneminn er aðeins ofar á þessari mús og hún er örlítið hækkuð svo hún þolir gróft yfirborð mjög vel.
Hinsvegar er ekki allveg satt að músin sé allgjör hlunkur. hún er miklu minni heldur en hinar mýsnar, þ.e. músin sjálf en kannski ekki í notkum. Með músinni fylgja nefnilega 2 "grip", hálfgerð model með mismunandi lögun fyrir höndina, hún stækkar auðvitað aðeins með þau á, með þeim er hún nokkuð breiðari heldur en G5/MX518 mýsnar en þó nokkuð styttri. Án þessara gripa er músin agnarsmá miðað við hinar en samt eiginlega ónothæf því það er nánast bara ber músin.
Maður þarf aðeins að vega og meta speccana en uppá þægindi þá mæli ég með því að kíkir bara í einhverja tölvuverslun og fáir að prófa þær og sjáir hvað þér finnst.
(Við erum með G9 í sýningarhillunni okkar en reyndar ekki G5 en ekkert mál að fá að taka hana úr pökkunum og prófa hérna í Tölvutek)
Vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað